Hentu öllu frá sér og ferðuðust um heiminn í sex mánuði Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 14:27 Hver hefur ekki hugsað um að segja upp vinnunni, leigja út húsið og taka krakkana úr skólanum til að ferðast um heiminn, upplifa og njóta? Eflaust margir sem hafa íhugað en láta aldrei verða af því. Hjónin Alexía Björg Jóhannesdóttir og Guðmundur Steingrímsson gerðu hins vegar nákvæmlega þetta. Ferðuðust um Suður-Ameríku í rúmt hálft ár og kenndu börnunum sjálf til að þau misstu ekki úr námi. „Við erum eiginlega alltaf að horfa á heimskortið sem er við eldhúsborðið okkar. Við erum alltaf að horfa á heiminn og tala um það hvað við eigum eftir að sjá mikið af heiminum. Við höfum líka talað svo oft um það að okkur langar svo að fara í langt ferðalag með krökkunum okkar áður en þau verða of stór og vera lengi með þeim,“ segir Alexía og bendir á heimskortið í eldhúsi fjölskyldunnar. Hugmyndin var því komin í kollinn á þeim báðum. Hjónin sögðu upp á vinnustöðum sínum á sama tíma, þó svo að sú ákvörðun hafi ekki einungis verið vegna þess að þeim langaði að ferðast, en í kjölfarið gekk það upp. Börnin voru á góðum aldri til þess að ferðast í lengri tíma og aðstæður buðu loksins upp á að draumurinn gæti ræst. Áður en í reisuna var haldið gerðu hjónin tilraun og fóru í þriggja vikna bakpokaferðalag um Portúgal. Að sögn þeirra beggja tókst sú ferð vel til og því var ákveðið að kýla á þetta. Foreldrarnir sáu um að kenna börnunum svo þau misstu ekki úr námi.Stöð 2 „Við vildum ekki vera að uppgötva einhvers staðar í Perú að við ættum engan pening. Við vorum búin að „line-a upp“ einhverjum tekjum á leiðinni og auðvitað leigja út húsið, það var lykilatriði. Svo seldum við bílinn eiginlega tveimur dögum áður en við fórum, sem þýðir auðvitað að við erum bíllaus núna – ef einhver getur skutlað mér,“ segir Guðmundur og hlær. Fjölskyldan hóf ferðalagið í Kosta Ríka, þaðan til Panama, Kólumbíu, Ekvador, Bólivíu, Perú, Chile, Argentínu og að lokum til Úrúgvæ. Níu lönd á sex mánuðum og segja þau öll löndin hafa verið frábær, enginn áfangastaður betri en annar. Hér að ofan má sjá viðtal við þau Alexíu og Guðmund þar sem þau segja frá ferðalaginu ásamt frábærum myndum og myndböndum frá ferðinni. Argentína Bólivía Börn og uppeldi Chile Ekvador Ferðalög Ísland í dag Kólumbía Panama Perú Úrúgvæ Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Hver hefur ekki hugsað um að segja upp vinnunni, leigja út húsið og taka krakkana úr skólanum til að ferðast um heiminn, upplifa og njóta? Eflaust margir sem hafa íhugað en láta aldrei verða af því. Hjónin Alexía Björg Jóhannesdóttir og Guðmundur Steingrímsson gerðu hins vegar nákvæmlega þetta. Ferðuðust um Suður-Ameríku í rúmt hálft ár og kenndu börnunum sjálf til að þau misstu ekki úr námi. „Við erum eiginlega alltaf að horfa á heimskortið sem er við eldhúsborðið okkar. Við erum alltaf að horfa á heiminn og tala um það hvað við eigum eftir að sjá mikið af heiminum. Við höfum líka talað svo oft um það að okkur langar svo að fara í langt ferðalag með krökkunum okkar áður en þau verða of stór og vera lengi með þeim,“ segir Alexía og bendir á heimskortið í eldhúsi fjölskyldunnar. Hugmyndin var því komin í kollinn á þeim báðum. Hjónin sögðu upp á vinnustöðum sínum á sama tíma, þó svo að sú ákvörðun hafi ekki einungis verið vegna þess að þeim langaði að ferðast, en í kjölfarið gekk það upp. Börnin voru á góðum aldri til þess að ferðast í lengri tíma og aðstæður buðu loksins upp á að draumurinn gæti ræst. Áður en í reisuna var haldið gerðu hjónin tilraun og fóru í þriggja vikna bakpokaferðalag um Portúgal. Að sögn þeirra beggja tókst sú ferð vel til og því var ákveðið að kýla á þetta. Foreldrarnir sáu um að kenna börnunum svo þau misstu ekki úr námi.Stöð 2 „Við vildum ekki vera að uppgötva einhvers staðar í Perú að við ættum engan pening. Við vorum búin að „line-a upp“ einhverjum tekjum á leiðinni og auðvitað leigja út húsið, það var lykilatriði. Svo seldum við bílinn eiginlega tveimur dögum áður en við fórum, sem þýðir auðvitað að við erum bíllaus núna – ef einhver getur skutlað mér,“ segir Guðmundur og hlær. Fjölskyldan hóf ferðalagið í Kosta Ríka, þaðan til Panama, Kólumbíu, Ekvador, Bólivíu, Perú, Chile, Argentínu og að lokum til Úrúgvæ. Níu lönd á sex mánuðum og segja þau öll löndin hafa verið frábær, enginn áfangastaður betri en annar. Hér að ofan má sjá viðtal við þau Alexíu og Guðmund þar sem þau segja frá ferðalaginu ásamt frábærum myndum og myndböndum frá ferðinni.
Argentína Bólivía Börn og uppeldi Chile Ekvador Ferðalög Ísland í dag Kólumbía Panama Perú Úrúgvæ Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira