Trump kvartaði við forstjóra Twitter vegna fjölda fylgjenda sinna Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2019 10:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. Þá kvartaði hann yfir því að fylgjendum hans fækkaði reglulega og sagði að fyrirtækið yrði að verða sanngjarnara. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum kvarta reglulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google komi illa fram við þá, aðallega með því að fela síður þeirra á mismunandi samfélagsmiðlum. Það kalla þeir „skuggabönn“ (Shadow banning). Sérfræðingar sem fylgjast með og rannsaka samfélagsmiðla segja lítið til í þessum kvörtunum.Þá segja tæknifyrirtækin að þetta sé ekki rétt. Samkvæmt heimildum Washington Post af fundinum snerist hann að mestu um það að Trump sagði Twitter hafa dregið úr fjölda fylgjenda hans á Twitter. Þá sagðist forsetinn hafa heyrt frá mörgum íhaldsmönnum sem hafi lent í því sama.Forsvarsmenn Twitter hafa lengi sagt að fylgjendatölur flökti þegar starfsmenn fyrirtækisins fjarlægja falska- og ruslpóstsreikninga. Dorsey mun hafa ítrekað það við Trump og bent á að hann sjálfur missi reglulega stóran hluta skráðra fylgjenda sinna. Trump tísti svo mynd frá fundinum og sagði hann hafa verið frábæran. Ýmislegt hefði verið rætt varðandi Twitter og aðra samfélagsmiðla. Dorsey svaraði forsetanum og þakkaði honum fyrir spjallið. Sérstaklega fyrir það hvernig gera má umræðuna á Twitter heilbrigðari og kurteisari.Thank you for the time. Twitter is here to serve the entire public conversation, and we intend to make it healthier and more civil. Thanks for the discussion about that. — jack (@jack) April 23, 2019 Til marks um þá auknu kurteisi sem Trump virðist vilja fá í umræðuna á Twitter má benda á að í gær notaði Trump Twitter til að kalla New York Times „óvini fólksins“ og krafðist þess að forsvarsmenn miðilsins krjúpi fyrir framan hann og biðjist afsökunar. Þá kallaði hann sjónvarpsmanninn Joe Scarborough klikkaðan, heimskan og sjúkan og hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Paul Krugman heimskan. Dorsey hefur lengið verið undir þrýstingi um að loka Twittersíðu Trump þar sem hann brýtur reglulega gegn skilmálum samfélagsmiðilsins varðandi áreitni og misnotkun. Þá sagði þingkonan Ilhan Omar fyrr í mánuðinum að eftir að Trump birti myndband af henni á Twitter hafi líflátshótunum í hennar garð fjölgað verulega. Í mörgum af þessu hótunum hefði sérstaklega verið vitnað í tíst forsetans.Dorsey sendi í gær tölvupóst á starfsmenn Twitter þar sem hann sagðist gera sér grein fyrir því að einhverjir þeirra væru þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að funda með forsetanum. Hann sagði þó mikilvægt að ræða við heimsleiðtoga og deila skoðunum og hugmyndum starfsmanna Twitter. Dorsey sagðist einnig hafa hitt alla þá leiðtoga sem hafi boðað hann á fund.Hann fundaði nýverið með forseta Suður-Kóreu, forsætisráðherra Japan, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og forsætisráðherra Indlands. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Twitter Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fundaði í gær með Jack Dorsey, forstjóra Twitter Fyrr um daginn hafði forsetinn gagnrýnt fyrirtækið harðlega fyrir að spila „pólitíska leiki“ og sagði það koma illa fram við sig. Þá kvartaði hann yfir því að fylgjendum hans fækkaði reglulega og sagði að fyrirtækið yrði að verða sanngjarnara. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum kvarta reglulega yfir því að fyrirtæki eins og Twitter, Facebook og Google komi illa fram við þá, aðallega með því að fela síður þeirra á mismunandi samfélagsmiðlum. Það kalla þeir „skuggabönn“ (Shadow banning). Sérfræðingar sem fylgjast með og rannsaka samfélagsmiðla segja lítið til í þessum kvörtunum.Þá segja tæknifyrirtækin að þetta sé ekki rétt. Samkvæmt heimildum Washington Post af fundinum snerist hann að mestu um það að Trump sagði Twitter hafa dregið úr fjölda fylgjenda hans á Twitter. Þá sagðist forsetinn hafa heyrt frá mörgum íhaldsmönnum sem hafi lent í því sama.Forsvarsmenn Twitter hafa lengi sagt að fylgjendatölur flökti þegar starfsmenn fyrirtækisins fjarlægja falska- og ruslpóstsreikninga. Dorsey mun hafa ítrekað það við Trump og bent á að hann sjálfur missi reglulega stóran hluta skráðra fylgjenda sinna. Trump tísti svo mynd frá fundinum og sagði hann hafa verið frábæran. Ýmislegt hefði verið rætt varðandi Twitter og aðra samfélagsmiðla. Dorsey svaraði forsetanum og þakkaði honum fyrir spjallið. Sérstaklega fyrir það hvernig gera má umræðuna á Twitter heilbrigðari og kurteisari.Thank you for the time. Twitter is here to serve the entire public conversation, and we intend to make it healthier and more civil. Thanks for the discussion about that. — jack (@jack) April 23, 2019 Til marks um þá auknu kurteisi sem Trump virðist vilja fá í umræðuna á Twitter má benda á að í gær notaði Trump Twitter til að kalla New York Times „óvini fólksins“ og krafðist þess að forsvarsmenn miðilsins krjúpi fyrir framan hann og biðjist afsökunar. Þá kallaði hann sjónvarpsmanninn Joe Scarborough klikkaðan, heimskan og sjúkan og hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Paul Krugman heimskan. Dorsey hefur lengið verið undir þrýstingi um að loka Twittersíðu Trump þar sem hann brýtur reglulega gegn skilmálum samfélagsmiðilsins varðandi áreitni og misnotkun. Þá sagði þingkonan Ilhan Omar fyrr í mánuðinum að eftir að Trump birti myndband af henni á Twitter hafi líflátshótunum í hennar garð fjölgað verulega. Í mörgum af þessu hótunum hefði sérstaklega verið vitnað í tíst forsetans.Dorsey sendi í gær tölvupóst á starfsmenn Twitter þar sem hann sagðist gera sér grein fyrir því að einhverjir þeirra væru þeirrar skoðunar að hann hefði ekki átt að funda með forsetanum. Hann sagði þó mikilvægt að ræða við heimsleiðtoga og deila skoðunum og hugmyndum starfsmanna Twitter. Dorsey sagðist einnig hafa hitt alla þá leiðtoga sem hafi boðað hann á fund.Hann fundaði nýverið með forseta Suður-Kóreu, forsætisráðherra Japan, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, og forsætisráðherra Indlands.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Twitter Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira