City í bílstjórasætinu eftir sigur í grannaslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
City-menn fagna.
City-menn fagna. vísir/getty
Manchester City færðist nær enska meistaratitlinum annað árið í röð er þeir unnu 2-0 sigur á grönnum sínum í Manchester United í kvöld.

Það var ljóst fyrir leikinn að með sigri á Old Trafford í kvöld yrðu City-menn með forystuna þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

City stýrði umferðinni í fyrri hálfleik en það var ekki mikið um opin marktækifæri. United spilaði þéttan varnarleik en fyrri hálfleikurinn var markalaus.







Í síðari hálfleik náðu City að opna heimamenn meira og það var Bernardo Silva sem kom City yfir á níundu mínútu síðari hálfleiks með góðu skoti á nærstöngina.

Tólf mínútum síðar var staðan orðinn 2-0. Þar var á ferðinni varamaðurinn Leroy Sane eftir undirbúning Raheem Sterling en David De Gea, markvörður Man. United, leit ekki vel út í því marki.







Lokatölur því 2-0 og Manchester City er því á toppi deildarinnar með 89 stig. Liverpool er í öðru sætinu með 88 stig en þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

United er í sjötta sætinu með 64 stig og er þremur stigum frá Chelsea í fjórða sætinu en þessi lið mætast einmitt um helgina. Arsenal liggur í fimmta sætinu með 66 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira