Yfirvöld í Jamaíku hafa greint frá því að Tarania Clarke, landsliðskona í fótbolta, hafi verið stungin til bana í höfuðborginni Kingston.
Clarke var stungin í átökum sem brutust út vegna deilna um farsíma um klukkan níu á fimmtudagskvöldið.
Kona hefur verið handtekin, grunuð um að hafa stungið Clarke til bana.
Clarke, sem var aðeins tvítug, skoraði í sínum fyrsta landsleik gegn Kúbu í september. Jamaíka vann leikinn, 12-1, en hann var liður í undankeppni Ólympíuleikanna 2020.
Clarke lék með Waterhouse FC í heimalandinu.

