„Mildari áhrif“ og minni fækkun ferðamanna en gert var ráð fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2019 13:45 Skarphéðinn Berg Steinarrson, ferðamálastjóri. vísir/gva Ferðamálastjóri segir nýjar tölur yfir brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli í júní sýna minni fækkun en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Athyglisvert sé að líta til þess að fækkunin sé fyrst og fremst í hópi Bandaríkjamanna en á móti komi að ferðamönnum frá Þýskalandi og Norðurlöndunum fjölgi. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um hundrað níutíu og fimm þúsund í júnímánuði eða um þrjátíu og níu þúsund færri en í júní árið 2018. Fækkun milli ára nemur þannig 16,7 prósentum. Þetta rímar við þróunina undanfarna mánuði en fækkun hefur mælst alla mánuði frá áramótum. Mest var fækkunin í maí, eða 23,6 prósent. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir fækkunina í júní ekki jafnmikla og búist hafði verið við, og því verði áhrifin mildari. „Þessar tölur segja að fækkun brottfararfarþega í júní miðað við júní í fyrra hafi verið tæp sautján prósent. Það er náttúrulega allmikil fækkun. Það er hins vegar minni fækkun en Isavia hafði gert ráð fyrir í nýlegri spá sinni og að því leyti mildari áhrif.“Ýmislegt jákvætt þrátt fyrir hrun í komum Bandaríkjamanna Mest munar um Bandaríkjamenn í tölunum en þeir voru eftir sem áður fjölmennastir í júní, eða 31 prósent brottfara. Þeim fækkaði þó um 35,1 prósent milli ára. Þjóðverjar voru í öðru sæti en brottfarir þeirra voru 17 þúsund talsins eða 6,4% fleiri en í júní árið áður. Í þriðja sæti voru brottfarir Breta, um tíu þúsund talsins og fækkaði þeim um 21,1%. Þar á eftir fylgdu síðan brottfarir Kínverja (4,9% af heild), Pólverja (4,8% af heild), Frakka (4,4% af heild), Kanadamanna (4,3% af heild), Svía (2,9% af heild), Norðmanna (2,5% af heild) og Dana (2,2% af heild). Skarphéðinn segir að ferðamenn af öðrum þjóðernum vegi upp á móti fækkuninni í röðum Bandaríkjamanna. „Fækkunin er fyrst og fremst í fjölda Bandaríkjamanna. Af 39 þúsund farþegum sem fækkar um þá eru um 33 þúsund Bandaríkjamenn. Á móti er aukning í ýmsum af okkar heðfbundnari mörkuðum, eins og Þýskalandi og Norðurlandaþjóðunum. Þannig að það eru ýmsar ágætar vísbendingar í þessu líka.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. 3. júlí 2019 09:00 Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. 28. júní 2019 12:45 Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. 27. júní 2019 10:07 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Ferðamálastjóri segir nýjar tölur yfir brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli í júní sýna minni fækkun en gert hafði verið ráð fyrir í spám. Athyglisvert sé að líta til þess að fækkunin sé fyrst og fremst í hópi Bandaríkjamanna en á móti komi að ferðamönnum frá Þýskalandi og Norðurlöndunum fjölgi. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um hundrað níutíu og fimm þúsund í júnímánuði eða um þrjátíu og níu þúsund færri en í júní árið 2018. Fækkun milli ára nemur þannig 16,7 prósentum. Þetta rímar við þróunina undanfarna mánuði en fækkun hefur mælst alla mánuði frá áramótum. Mest var fækkunin í maí, eða 23,6 prósent. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir fækkunina í júní ekki jafnmikla og búist hafði verið við, og því verði áhrifin mildari. „Þessar tölur segja að fækkun brottfararfarþega í júní miðað við júní í fyrra hafi verið tæp sautján prósent. Það er náttúrulega allmikil fækkun. Það er hins vegar minni fækkun en Isavia hafði gert ráð fyrir í nýlegri spá sinni og að því leyti mildari áhrif.“Ýmislegt jákvætt þrátt fyrir hrun í komum Bandaríkjamanna Mest munar um Bandaríkjamenn í tölunum en þeir voru eftir sem áður fjölmennastir í júní, eða 31 prósent brottfara. Þeim fækkaði þó um 35,1 prósent milli ára. Þjóðverjar voru í öðru sæti en brottfarir þeirra voru 17 þúsund talsins eða 6,4% fleiri en í júní árið áður. Í þriðja sæti voru brottfarir Breta, um tíu þúsund talsins og fækkaði þeim um 21,1%. Þar á eftir fylgdu síðan brottfarir Kínverja (4,9% af heild), Pólverja (4,8% af heild), Frakka (4,4% af heild), Kanadamanna (4,3% af heild), Svía (2,9% af heild), Norðmanna (2,5% af heild) og Dana (2,2% af heild). Skarphéðinn segir að ferðamenn af öðrum þjóðernum vegi upp á móti fækkuninni í röðum Bandaríkjamanna. „Fækkunin er fyrst og fremst í fjölda Bandaríkjamanna. Af 39 þúsund farþegum sem fækkar um þá eru um 33 þúsund Bandaríkjamenn. Á móti er aukning í ýmsum af okkar heðfbundnari mörkuðum, eins og Þýskalandi og Norðurlandaþjóðunum. Þannig að það eru ýmsar ágætar vísbendingar í þessu líka.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. 3. júlí 2019 09:00 Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. 28. júní 2019 12:45 Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. 27. júní 2019 10:07 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Skipt um gír eftir hraða uppbyggingu Bláa Lónið fjárfesti fyrir 13 milljarða króna á fimm árum í innviðum án þess að safna skuldum eða auka hlutafé. Grímur Sæmundsen forstjóri segir að nú verði áhersla lögð á almennan rekstur. 3. júlí 2019 09:00
Þriðjungs samdráttur í útleigu með Airbnb á Íslandi Heildarfjöldi greiddra gistinátta í maí dróst saman um rúmlega tíu prósent milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um heimagistingu gegnum Airbnb og svipaðar síður en þar var fækkunin 29%. Kortavelta útlendinga hefur hins vegar dregist minna saman en fjöldi þeirra og þeir ferðamenn sem koma verja hærri fjárhæðum í landinu. 28. júní 2019 12:45
Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. 27. júní 2019 10:07