Hagkvæm leið til að bregðast við fækkun ferðamanna Þórir Garðarsson skrifar 27. júní 2019 10:07 Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. Fréttasíðan Túristi hefur sýnt hvernig þýskum ferðamönnum fækkaði þegar þýsk flugfélög hættu Íslandsflugi en þýskir ferðamenn eru mjög mikilvægir yfir sumartímann. Fleiri flugfélög hafa hætt eða dregið úr ferðum. Delta ætlar ekki að fljúga hingað næsta vetur frá New York. Það mun hafa áhrif á komu ferðamanna frá Norður-Ameríku sem eru mjög mikilvægir vetrarferðamenn á Íslandi. Afleiðingarnar af samdrættinum eru afar neikvæðar fyrir þjóðarbúið. Áætlað er að útflutningstekjur lækki um 100 milljarða króna á ári. Ríki og sveitarfélög verða af miklum skatttekjum. Atvinnulausum fjölgar. Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu versnar. Keflavíkurflugvöllur undir stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia hefur hagkvæmasta lykilinn að því að snúa þessari þróun við. Flugvöllurinn hefur í hendi sér að bjóða flugfélögum umtalsverðan tímabundinn hvata til að hefja flugferðir hingað eða fjölga þeim, sérstaklega þó næsta vetur. Notum hvatakerfið til fulls Þetta er ekkert nýtt. Keflavíkurflugvöllur hefur um árabil boðið niðurfellingu eða lækkun gjalda ef flugfélög hefja hingað flug frá nýjum áfangastöðum eða lenda utan mesta annatíma. Þannig hefur flugvöllurinn nýtt innviði og fastakostnað betur, auk þess að hafa miklar tekjur af farþegunum þegar þeir fara um flugstöðina. Með því að hugsa þetta hvatakerfi upp á nýtt, víkka það út og stórauka afslætti og niðurfellingu gjalda til flugfélaga hefur Keflavíkurflugvöllur í hendi sér að stoppa í gatið sem nú blasir við. Aðallega þyrfti að huga að næsta vetri, því þá er fyrirsjáanleg mikil fækkun flugferða. Sérstaklega mætti ná góðum árangri með því að fá flugfélög með stór leiðakerfi til að koma hingað eða auka núverandi ferðatíðni. Þar á meðal má nefna Lufthansa, Finnair, SAS, British Airways, Delta, United, American og KLM-AirFrance, að ógleymdu Icelandair. Þessi flugfélög hafa mestu möguleikana til að fylla vélar hingað til lands með farþegum sem koma í gegnum tengiflugvelli þeirra. Það hefur t.d. sýnt sig að farþegar með bandarísku flugfélögunum koma hvaðanæva að úr Norður-Ameríku í gegnum tengiflugvelli og sama má segja um farþega með stóru flugfélögunum sem hingað fljúga, British Airways, Finnair og SAS. Ef þessi flugfélög fá umtalsverðan hvata til að fljúga hingað til lands eða fjölga ferðum, þá býðst viðskiptavinum þeirra alls staðar að úr heiminum að komast til Íslands á hagstæðan hátt. Félögin eru þá ekki aðeins að selja flugið til Íslands, heldur einnig flug frá fjarmörkuðum, t.d. Indlandi, Kína og Japan. Það hefur t.d. sýnt sig að Asíubúar hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands að vetri til með von um að sjá norðurljósin. Dæmi sem gengur upp Fastakostnaður á Keflavíkurflugvelli er sá sami hvort sem þar lenda 100 eða 150 flugvélar á dag. Jaðarkostnaður vegna hverrar flugvélar í viðbót er lítill í stóra samhenginu. Aftur á móti er ljóst að öll flugfélög sem þar lenda þyrftu að njóta góðs af róttæku hvatakerfi, líka þau sem þegar eru með áætlunarflug. Í heild gætu heildartekjur af flugvallargjöldum því lækkað töluvert í nokkurn tíma. Staðreyndin er þó sú að flugvallargjöldin á Keflavíkurflugvelli standa hvort sem er ekki undir rekstri hans. Það eru tekjurnar af viðskiptum farþega í flugstöðinni sem gera það og skila Isavia milljarða króna hagnaði að auki. Skynsemi þess að fjölga farþegum liggur því í augum uppi. Tekjurnar af þeim kæmu á móti lægri flugvallartekjum. Í versta falli kæmi flugvöllurinn út á sléttu. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið er ótvíræður. Hér er búið að fjárfesta verulega til að þjónusta ferðamenn. Meira að segja hefur fjármagn til vegagerðar verið stóraukið til að takast á við vaxandi umferð. Við þurfum öll – einstaklingar, fyrirtæki og hið opinbera – á tekjunum af ferðamönnum að halda til að standa undir þessum fjárfestingum og til að viðhalda atvinnustiginu. Það þarf að hugsa stórt til að láta dæmið ganga upp og það þarf að hugsa um heildarmyndina.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórir Garðarsson Mest lesið Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Framboð á flugferðum til Íslands hefur allt að segja um fjölda ferðamanna sem hingað koma. Brotthvarf WOW sýnir þetta með skýrum hætti, sem og fækkun flugferða hjá Easyjet. Fréttasíðan Túristi hefur sýnt hvernig þýskum ferðamönnum fækkaði þegar þýsk flugfélög hættu Íslandsflugi en þýskir ferðamenn eru mjög mikilvægir yfir sumartímann. Fleiri flugfélög hafa hætt eða dregið úr ferðum. Delta ætlar ekki að fljúga hingað næsta vetur frá New York. Það mun hafa áhrif á komu ferðamanna frá Norður-Ameríku sem eru mjög mikilvægir vetrarferðamenn á Íslandi. Afleiðingarnar af samdrættinum eru afar neikvæðar fyrir þjóðarbúið. Áætlað er að útflutningstekjur lækki um 100 milljarða króna á ári. Ríki og sveitarfélög verða af miklum skatttekjum. Atvinnulausum fjölgar. Afkoma fyrirtækja í ferðaþjónustu versnar. Keflavíkurflugvöllur undir stjórn ríkisfyrirtækisins Isavia hefur hagkvæmasta lykilinn að því að snúa þessari þróun við. Flugvöllurinn hefur í hendi sér að bjóða flugfélögum umtalsverðan tímabundinn hvata til að hefja flugferðir hingað eða fjölga þeim, sérstaklega þó næsta vetur. Notum hvatakerfið til fulls Þetta er ekkert nýtt. Keflavíkurflugvöllur hefur um árabil boðið niðurfellingu eða lækkun gjalda ef flugfélög hefja hingað flug frá nýjum áfangastöðum eða lenda utan mesta annatíma. Þannig hefur flugvöllurinn nýtt innviði og fastakostnað betur, auk þess að hafa miklar tekjur af farþegunum þegar þeir fara um flugstöðina. Með því að hugsa þetta hvatakerfi upp á nýtt, víkka það út og stórauka afslætti og niðurfellingu gjalda til flugfélaga hefur Keflavíkurflugvöllur í hendi sér að stoppa í gatið sem nú blasir við. Aðallega þyrfti að huga að næsta vetri, því þá er fyrirsjáanleg mikil fækkun flugferða. Sérstaklega mætti ná góðum árangri með því að fá flugfélög með stór leiðakerfi til að koma hingað eða auka núverandi ferðatíðni. Þar á meðal má nefna Lufthansa, Finnair, SAS, British Airways, Delta, United, American og KLM-AirFrance, að ógleymdu Icelandair. Þessi flugfélög hafa mestu möguleikana til að fylla vélar hingað til lands með farþegum sem koma í gegnum tengiflugvelli þeirra. Það hefur t.d. sýnt sig að farþegar með bandarísku flugfélögunum koma hvaðanæva að úr Norður-Ameríku í gegnum tengiflugvelli og sama má segja um farþega með stóru flugfélögunum sem hingað fljúga, British Airways, Finnair og SAS. Ef þessi flugfélög fá umtalsverðan hvata til að fljúga hingað til lands eða fjölga ferðum, þá býðst viðskiptavinum þeirra alls staðar að úr heiminum að komast til Íslands á hagstæðan hátt. Félögin eru þá ekki aðeins að selja flugið til Íslands, heldur einnig flug frá fjarmörkuðum, t.d. Indlandi, Kína og Japan. Það hefur t.d. sýnt sig að Asíubúar hafa mikinn áhuga á að koma til Íslands að vetri til með von um að sjá norðurljósin. Dæmi sem gengur upp Fastakostnaður á Keflavíkurflugvelli er sá sami hvort sem þar lenda 100 eða 150 flugvélar á dag. Jaðarkostnaður vegna hverrar flugvélar í viðbót er lítill í stóra samhenginu. Aftur á móti er ljóst að öll flugfélög sem þar lenda þyrftu að njóta góðs af róttæku hvatakerfi, líka þau sem þegar eru með áætlunarflug. Í heild gætu heildartekjur af flugvallargjöldum því lækkað töluvert í nokkurn tíma. Staðreyndin er þó sú að flugvallargjöldin á Keflavíkurflugvelli standa hvort sem er ekki undir rekstri hans. Það eru tekjurnar af viðskiptum farþega í flugstöðinni sem gera það og skila Isavia milljarða króna hagnaði að auki. Skynsemi þess að fjölga farþegum liggur því í augum uppi. Tekjurnar af þeim kæmu á móti lægri flugvallartekjum. Í versta falli kæmi flugvöllurinn út á sléttu. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið er ótvíræður. Hér er búið að fjárfesta verulega til að þjónusta ferðamenn. Meira að segja hefur fjármagn til vegagerðar verið stóraukið til að takast á við vaxandi umferð. Við þurfum öll – einstaklingar, fyrirtæki og hið opinbera – á tekjunum af ferðamönnum að halda til að standa undir þessum fjárfestingum og til að viðhalda atvinnustiginu. Það þarf að hugsa stórt til að láta dæmið ganga upp og það þarf að hugsa um heildarmyndina.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun