Byggt og byggt á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2019 19:15 Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af íbúðarhúsnæði á Hvolsvelli eins og um þessar mundir því þar rísa ný hverfi eins og hendi væri veifað. Hvolsvöllur tilheyrir sveitarfélaginu Rangárþingi eystra en þá er verið að tala um sveitirnar þar í kring eins og Fljótshlíð, Landeyjarnar og Eyjafjöllin. Alls staðar er verið að byggja í sveitarfélaginu en þó hvergi eins mikið og á Hvolsvelli, þar hafa risið ný hverfi og íbúum fjölgar stöðugt. „Það er bara að fjölga hjá okkur íbúum og fólk vill búa hjá okkur sem er hið besta mál og mikið byggt þessa dagana. Það eru um 30 byggingar í byggingu og svo erum við að plana ný hverfi með fjöldann allan af fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Við erum gríðarlega ánægð með þetta og að sjálfsögðu bjóðum við fólk velkomið til okkar á Hvolsvöll, hér er gott að vera“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri. En hvað er það við Hvolsvöll sem er svona gott að fólk flykkist þangað til að eiga heima? „Við höfum bara ýmislegt að bjóða eins og næga atvinnu, gott umhverfi, góða umgjörð og góða skóla. Það er alls lags fólk að flytja til okkar, fólk sem er að koma að vinna hjá okkur, mikið náttúrulega í tengslum við ferðaþjónustu og ungt fólk er að flytja til baka eftir nám, já, það er bara bjart framundan“. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað með íbúðaverð á Hvolsvelli? „Það hefur náttúrulega hækkað talsvert á undanförnum árum, sem er bæði gott og slæmt en ég held að við séum á pari við það sem gengur og gerist á Suðurlandi“, segir Anton Kári og bætir við. „Það er gríðarlega skemmtilegt að vera sveitarstjóri í svona sveitarfélagi og ekki síður krefjandi þegar næg verkefni eru til staðar og gaman að vera til“. Fólk með börn flytur mikið á Hvolsvöll enda góðir skólar á staðnum og ýmis afþreying í boði fyrir barnafjölskyldur. Myndin var tekin á Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Íbúar á Hvolsvelli eru um 1950 í dag en Anton Kári vonast til að þeir verði orðnir um tvö þúsund fljótlega á nýju ári. Húsnæðismál Rangárþing eystra Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sjaldan eða aldrei hefur verið byggt eins mikið af íbúðarhúsnæði á Hvolsvelli eins og um þessar mundir því þar rísa ný hverfi eins og hendi væri veifað. Hvolsvöllur tilheyrir sveitarfélaginu Rangárþingi eystra en þá er verið að tala um sveitirnar þar í kring eins og Fljótshlíð, Landeyjarnar og Eyjafjöllin. Alls staðar er verið að byggja í sveitarfélaginu en þó hvergi eins mikið og á Hvolsvelli, þar hafa risið ný hverfi og íbúum fjölgar stöðugt. „Það er bara að fjölga hjá okkur íbúum og fólk vill búa hjá okkur sem er hið besta mál og mikið byggt þessa dagana. Það eru um 30 byggingar í byggingu og svo erum við að plana ný hverfi með fjöldann allan af fjölbreyttu íbúðarhúsnæði. Við erum gríðarlega ánægð með þetta og að sjálfsögðu bjóðum við fólk velkomið til okkar á Hvolsvöll, hér er gott að vera“, segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri. En hvað er það við Hvolsvöll sem er svona gott að fólk flykkist þangað til að eiga heima? „Við höfum bara ýmislegt að bjóða eins og næga atvinnu, gott umhverfi, góða umgjörð og góða skóla. Það er alls lags fólk að flytja til okkar, fólk sem er að koma að vinna hjá okkur, mikið náttúrulega í tengslum við ferðaþjónustu og ungt fólk er að flytja til baka eftir nám, já, það er bara bjart framundan“. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað með íbúðaverð á Hvolsvelli? „Það hefur náttúrulega hækkað talsvert á undanförnum árum, sem er bæði gott og slæmt en ég held að við séum á pari við það sem gengur og gerist á Suðurlandi“, segir Anton Kári og bætir við. „Það er gríðarlega skemmtilegt að vera sveitarstjóri í svona sveitarfélagi og ekki síður krefjandi þegar næg verkefni eru til staðar og gaman að vera til“. Fólk með börn flytur mikið á Hvolsvöll enda góðir skólar á staðnum og ýmis afþreying í boði fyrir barnafjölskyldur. Myndin var tekin á Kjötsúpuhátíð á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Íbúar á Hvolsvelli eru um 1950 í dag en Anton Kári vonast til að þeir verði orðnir um tvö þúsund fljótlega á nýju ári.
Húsnæðismál Rangárþing eystra Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira