Napólí missti Juventus lengra fram úr sér á toppi ítölsku Seria A deildarinnar með því að gera jafntefli við Torino á heimavelli.
Það er fátt sem getur stoppað Juventus í að verða Ítalíumeistari, liðið er ósigrað á toppi deildarinnar eftir 24 umferðir. Napólí er í öðru sæti og reynir að halda í við ríkjandi meistara Juventus en missti af mikilvægum stigum í kvöld.
Napólí átti tíu skot á markið í leiknum en náði þrátt fyrir það ekki að koma boltanum í netið. Erfitt kvöld varð enn erfiðara í lok leiksins þegar Allan fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli og er Napólí því með 53 stig, 13 stigum á eftir Juventus.
Napólí tapaði mikilvægum stigum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn




Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti


ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni
Íslenski boltinn