Segir 16 prósent landsmanna treysta lífeyrissjóðunum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. janúar 2019 12:15 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nauðsynlegt að taka lífeyriskerfið til endurskoðunar. vísir/vilhelm „Það er krafa bæði frá okkur, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness að það fari fram gagnger úttekt,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og á þar við um heildarúttekt á lífeyrissjóðakerfinu. Stéttarfélögin þrjú hafa farið fram á slíkt samtal við stjórnvöld en hafa engin svör fengið. Hann segir að í ljósi skorts á trausti til kerfisins þurfi að taka það til endurskoðunar. „Það voru um 17 prósent sem báru mikið traust til lífeyrissjóðanna árið 2016. Í nýlegri könnun sem við létum gera bera einungis 16 prósent traust til lífeyrissjóðakerfisins.“ Ragnar Þór telur kerfið offjármagnað og of íþyngjandi fyrir bæði launþega og atvinnurekendur. „Gjaldtaka í alls kyns sjóði eins og lífeyrissjóðina er orðin allt of há,“ segir hann. „Hún er orðin íþyngjandi fyrir lífskjör almennings frá degi til dags. Bæði það sem snýr að því að hækka iðgjöldin í lífeyrissjóðakerfinu. Þá verður alltaf minna og minna til að lifa af á. Svigrúm fyrtækja til að borga hærri laun minnkar að sama skapi.“ Þá sé sterk eignarstaða lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum landsins og arðsemiskrafa þeirra þar ekki til bóta fyrir lífskjör almennings. „Þar er krafan, Eins og kom fram í frétt um Olís um daginn, að ef að laun hækka þarf að fækka starfsfólki vegna þess að launakostnaður verður of hár. Arðsemiskrafan út frá því þarf að halda. Þá þarf að lækka annað hvort launakostnað með því að segja upp starfsfólki eða reyna að halda launum niðri með öðrum hætti,“ segir Ragnar Þór.Klippa: Bítið - Ný könnun VR: 16% landsmanna treysta lífeyrissjóðunum Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
„Það er krafa bæði frá okkur, Eflingu og Verkalýðsfélagi Akraness að það fari fram gagnger úttekt,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í Bítinu á Bylgjunni í morgun, og á þar við um heildarúttekt á lífeyrissjóðakerfinu. Stéttarfélögin þrjú hafa farið fram á slíkt samtal við stjórnvöld en hafa engin svör fengið. Hann segir að í ljósi skorts á trausti til kerfisins þurfi að taka það til endurskoðunar. „Það voru um 17 prósent sem báru mikið traust til lífeyrissjóðanna árið 2016. Í nýlegri könnun sem við létum gera bera einungis 16 prósent traust til lífeyrissjóðakerfisins.“ Ragnar Þór telur kerfið offjármagnað og of íþyngjandi fyrir bæði launþega og atvinnurekendur. „Gjaldtaka í alls kyns sjóði eins og lífeyrissjóðina er orðin allt of há,“ segir hann. „Hún er orðin íþyngjandi fyrir lífskjör almennings frá degi til dags. Bæði það sem snýr að því að hækka iðgjöldin í lífeyrissjóðakerfinu. Þá verður alltaf minna og minna til að lifa af á. Svigrúm fyrtækja til að borga hærri laun minnkar að sama skapi.“ Þá sé sterk eignarstaða lífeyrissjóðanna í fyrirtækjum landsins og arðsemiskrafa þeirra þar ekki til bóta fyrir lífskjör almennings. „Þar er krafan, Eins og kom fram í frétt um Olís um daginn, að ef að laun hækka þarf að fækka starfsfólki vegna þess að launakostnaður verður of hár. Arðsemiskrafan út frá því þarf að halda. Þá þarf að lækka annað hvort launakostnað með því að segja upp starfsfólki eða reyna að halda launum niðri með öðrum hætti,“ segir Ragnar Þór.Klippa: Bítið - Ný könnun VR: 16% landsmanna treysta lífeyrissjóðunum
Kjaramál Lífeyrissjóðir Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira