Jón Þór: Mikilvægt að byrja landsliðsárið á sigri Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2019 17:42 Jón Þór ásamt aðstoðarþjálfara sínum Ian Jeffs. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson stýrði kvennalandsliði Íslands í fótbolta til sigurs í sínum fyrsta leik er liðið vann 2-0 sigrum á Skotum í æfingaleik á La Manga á Spáni fyrr í dag. Skotland mun spila á HM í Frakklandi næsta sumar og þar er á ferðinni því afar sterkt lið sem átti þó fá svör við öflugum íslenskum leik. Skagamaðurinn var glaður í leikslok. „Það er frábært að enda fyrsta leikinn með sigri Það er mikilvægt að byrja landsliðsárið á sigri og það er ekki bara það heldur er ég ánægður með leikinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Ísland var komið í 2-0 fljótlega í síðari hálfleik með tveimur mörkum frá Valsaranum Elínu Mettu Jensen. „Varnarleikurinn var öflugur en það var óöryggi á boltanum í fyrri hálfleik. Það var stress og við náðum að róa okkur aðeins í hálfleiknum.“ „Í síðari hálfleik náðum við aðeins að stoppa boltann og líta í kringum okkur. Boltinn gekk betur í síðari hálfleik og við náðum frábærum sóknum. Sóknarleikurinn var öflugur í síðari hálfleik.“ Elín Metta hefur iðulega spilað sem framherji eða kantmaður með landsliðinu en í leiknum gegn Skotum í dag spilaði hún sem fremsti miðjumaður bakvið Berglindu Þorvaldsdóttur sem var framherji. „Elín Metta átti frábæran leik og kláraði bæði mörkin mjög vel. Hún er öflugt vopn í þessari stöðu. Hún er áræðin á bakvið varnirnar og það voru svæðin sem við vorum að leita í gegn Skotunum. Það gekk mjög vel í seinni hálfleik.“ „Hún og Berglind spiluðu mjög vel saman í seinni hálfleik. Það er ánægjulegt. Þær voru báðar hættulegar og náðu mjög vel saman. Berglind gerði frábærlega í báðum mörkunum.“ Ísland hefur verið við æfingar á La Manga undanfarna viku og segir Jón Þór að þessi ferð sé afar kærkomin fyrir þá leiki sem framundan eru. „Virkilega flott ferð. Það var kærkomið að fá þetta verkefni við þessar aðstæður. Hópurin hefur staðið sig virkilega vel. Það hefur verið frábær stemning í hópnum og það sýnir sig svo sannarlega í leiknum í dag.“ „Það eru leikmenn sem eru svekktir að koma ekki inn á og sumir sem koma ekki inná en sýna samt frábæran liðsanda og karakter að styðja við bakið á liðinu. Þær hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Jón Þór að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Jón Þór Hauksson stýrði kvennalandsliði Íslands í fótbolta til sigurs í sínum fyrsta leik er liðið vann 2-0 sigrum á Skotum í æfingaleik á La Manga á Spáni fyrr í dag. Skotland mun spila á HM í Frakklandi næsta sumar og þar er á ferðinni því afar sterkt lið sem átti þó fá svör við öflugum íslenskum leik. Skagamaðurinn var glaður í leikslok. „Það er frábært að enda fyrsta leikinn með sigri Það er mikilvægt að byrja landsliðsárið á sigri og það er ekki bara það heldur er ég ánægður með leikinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Ísland var komið í 2-0 fljótlega í síðari hálfleik með tveimur mörkum frá Valsaranum Elínu Mettu Jensen. „Varnarleikurinn var öflugur en það var óöryggi á boltanum í fyrri hálfleik. Það var stress og við náðum að róa okkur aðeins í hálfleiknum.“ „Í síðari hálfleik náðum við aðeins að stoppa boltann og líta í kringum okkur. Boltinn gekk betur í síðari hálfleik og við náðum frábærum sóknum. Sóknarleikurinn var öflugur í síðari hálfleik.“ Elín Metta hefur iðulega spilað sem framherji eða kantmaður með landsliðinu en í leiknum gegn Skotum í dag spilaði hún sem fremsti miðjumaður bakvið Berglindu Þorvaldsdóttur sem var framherji. „Elín Metta átti frábæran leik og kláraði bæði mörkin mjög vel. Hún er öflugt vopn í þessari stöðu. Hún er áræðin á bakvið varnirnar og það voru svæðin sem við vorum að leita í gegn Skotunum. Það gekk mjög vel í seinni hálfleik.“ „Hún og Berglind spiluðu mjög vel saman í seinni hálfleik. Það er ánægjulegt. Þær voru báðar hættulegar og náðu mjög vel saman. Berglind gerði frábærlega í báðum mörkunum.“ Ísland hefur verið við æfingar á La Manga undanfarna viku og segir Jón Þór að þessi ferð sé afar kærkomin fyrir þá leiki sem framundan eru. „Virkilega flott ferð. Það var kærkomið að fá þetta verkefni við þessar aðstæður. Hópurin hefur staðið sig virkilega vel. Það hefur verið frábær stemning í hópnum og það sýnir sig svo sannarlega í leiknum í dag.“ „Það eru leikmenn sem eru svekktir að koma ekki inn á og sumir sem koma ekki inná en sýna samt frábæran liðsanda og karakter að styðja við bakið á liðinu. Þær hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Jón Þór að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56 Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Sjá meira
Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56