Jón Þór: Mikilvægt að byrja landsliðsárið á sigri Anton Ingi Leifsson skrifar 21. janúar 2019 17:42 Jón Þór ásamt aðstoðarþjálfara sínum Ian Jeffs. vísir/vilhelm Jón Þór Hauksson stýrði kvennalandsliði Íslands í fótbolta til sigurs í sínum fyrsta leik er liðið vann 2-0 sigrum á Skotum í æfingaleik á La Manga á Spáni fyrr í dag. Skotland mun spila á HM í Frakklandi næsta sumar og þar er á ferðinni því afar sterkt lið sem átti þó fá svör við öflugum íslenskum leik. Skagamaðurinn var glaður í leikslok. „Það er frábært að enda fyrsta leikinn með sigri Það er mikilvægt að byrja landsliðsárið á sigri og það er ekki bara það heldur er ég ánægður með leikinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Ísland var komið í 2-0 fljótlega í síðari hálfleik með tveimur mörkum frá Valsaranum Elínu Mettu Jensen. „Varnarleikurinn var öflugur en það var óöryggi á boltanum í fyrri hálfleik. Það var stress og við náðum að róa okkur aðeins í hálfleiknum.“ „Í síðari hálfleik náðum við aðeins að stoppa boltann og líta í kringum okkur. Boltinn gekk betur í síðari hálfleik og við náðum frábærum sóknum. Sóknarleikurinn var öflugur í síðari hálfleik.“ Elín Metta hefur iðulega spilað sem framherji eða kantmaður með landsliðinu en í leiknum gegn Skotum í dag spilaði hún sem fremsti miðjumaður bakvið Berglindu Þorvaldsdóttur sem var framherji. „Elín Metta átti frábæran leik og kláraði bæði mörkin mjög vel. Hún er öflugt vopn í þessari stöðu. Hún er áræðin á bakvið varnirnar og það voru svæðin sem við vorum að leita í gegn Skotunum. Það gekk mjög vel í seinni hálfleik.“ „Hún og Berglind spiluðu mjög vel saman í seinni hálfleik. Það er ánægjulegt. Þær voru báðar hættulegar og náðu mjög vel saman. Berglind gerði frábærlega í báðum mörkunum.“ Ísland hefur verið við æfingar á La Manga undanfarna viku og segir Jón Þór að þessi ferð sé afar kærkomin fyrir þá leiki sem framundan eru. „Virkilega flott ferð. Það var kærkomið að fá þetta verkefni við þessar aðstæður. Hópurin hefur staðið sig virkilega vel. Það hefur verið frábær stemning í hópnum og það sýnir sig svo sannarlega í leiknum í dag.“ „Það eru leikmenn sem eru svekktir að koma ekki inn á og sumir sem koma ekki inná en sýna samt frábæran liðsanda og karakter að styðja við bakið á liðinu. Þær hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Jón Þór að lokum. Fótbolti Tengdar fréttir Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Jón Þór Hauksson stýrði kvennalandsliði Íslands í fótbolta til sigurs í sínum fyrsta leik er liðið vann 2-0 sigrum á Skotum í æfingaleik á La Manga á Spáni fyrr í dag. Skotland mun spila á HM í Frakklandi næsta sumar og þar er á ferðinni því afar sterkt lið sem átti þó fá svör við öflugum íslenskum leik. Skagamaðurinn var glaður í leikslok. „Það er frábært að enda fyrsta leikinn með sigri Það er mikilvægt að byrja landsliðsárið á sigri og það er ekki bara það heldur er ég ánægður með leikinn í heild sinni,“ sagði Jón Þór í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en Ísland var komið í 2-0 fljótlega í síðari hálfleik með tveimur mörkum frá Valsaranum Elínu Mettu Jensen. „Varnarleikurinn var öflugur en það var óöryggi á boltanum í fyrri hálfleik. Það var stress og við náðum að róa okkur aðeins í hálfleiknum.“ „Í síðari hálfleik náðum við aðeins að stoppa boltann og líta í kringum okkur. Boltinn gekk betur í síðari hálfleik og við náðum frábærum sóknum. Sóknarleikurinn var öflugur í síðari hálfleik.“ Elín Metta hefur iðulega spilað sem framherji eða kantmaður með landsliðinu en í leiknum gegn Skotum í dag spilaði hún sem fremsti miðjumaður bakvið Berglindu Þorvaldsdóttur sem var framherji. „Elín Metta átti frábæran leik og kláraði bæði mörkin mjög vel. Hún er öflugt vopn í þessari stöðu. Hún er áræðin á bakvið varnirnar og það voru svæðin sem við vorum að leita í gegn Skotunum. Það gekk mjög vel í seinni hálfleik.“ „Hún og Berglind spiluðu mjög vel saman í seinni hálfleik. Það er ánægjulegt. Þær voru báðar hættulegar og náðu mjög vel saman. Berglind gerði frábærlega í báðum mörkunum.“ Ísland hefur verið við æfingar á La Manga undanfarna viku og segir Jón Þór að þessi ferð sé afar kærkomin fyrir þá leiki sem framundan eru. „Virkilega flott ferð. Það var kærkomið að fá þetta verkefni við þessar aðstæður. Hópurin hefur staðið sig virkilega vel. Það hefur verið frábær stemning í hópnum og það sýnir sig svo sannarlega í leiknum í dag.“ „Það eru leikmenn sem eru svekktir að koma ekki inn á og sumir sem koma ekki inná en sýna samt frábæran liðsanda og karakter að styðja við bakið á liðinu. Þær hafa staðið sig frábærlega,“ sagði Jón Þór að lokum.
Fótbolti Tengdar fréttir Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56 Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Tvö mörk frá Elínu Mettu í draumabyrjun nýja þjálfarans Skosku stelpurnar eru á leiðinni á HM í Frakklandi í sumar en þær áttu fá svör á móti þeim íslensku í æfingarleik á La Manga í dag. Þjálfaratíð Jóns Þórs Haukssonar gat því varla byrjað betur. 21. janúar 2019 16:56
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti