Verslunarstjóri hjá Bónus sekur um fjárdrátt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2019 13:39 Úr verslun Bónus. Fréttablaðið/Eyþór Karlmaður sem starfaði sem verslunarstjóri hjá Bónus á Akureyri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fé við störf hjá versluninni. Upphæðin nam 347 þúsund krónum en karlmaðurinn mínusfærði í átján skipti í afgreiðslukössum verslunarinnar eins og viðskiptavinir væru að skila vörum. Hann tók svo peningana úr afgreiðslukössunum sem samsvaraði mínusfærslunni og stakk í eigin vasa. Brotin dreifðust yfir átta mánuði en upphæðirnar voru frá rúmlega fimm þúsund krónum upp í fjörutíu þúsund krónur. Ráðstafaði hann peningunum til eigin neyslu og var því sömuleiðis ákærður og dæmdur fyrir peningaþvætti. Hann játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Hann hefur hreinan sakaferil og þótti þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing. Ekki kemur fram í dómnum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra, hvort verslunarstjórinn hafi endurgreitt peningana. Akureyri Dómsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Karlmaður sem starfaði sem verslunarstjóri hjá Bónus á Akureyri hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að draga sér fé við störf hjá versluninni. Upphæðin nam 347 þúsund krónum en karlmaðurinn mínusfærði í átján skipti í afgreiðslukössum verslunarinnar eins og viðskiptavinir væru að skila vörum. Hann tók svo peningana úr afgreiðslukössunum sem samsvaraði mínusfærslunni og stakk í eigin vasa. Brotin dreifðust yfir átta mánuði en upphæðirnar voru frá rúmlega fimm þúsund krónum upp í fjörutíu þúsund krónur. Ráðstafaði hann peningunum til eigin neyslu og var því sömuleiðis ákærður og dæmdur fyrir peningaþvætti. Hann játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Hann hefur hreinan sakaferil og þótti þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi hæfileg refsing. Ekki kemur fram í dómnum, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra, hvort verslunarstjórinn hafi endurgreitt peningana.
Akureyri Dómsmál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira