Mætti draga úr mengun með umferðarstýringu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2018 19:15 Umferð í Reykjavík jókst um átta prósent á síðasta ári og segir sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirlitinu að mengun hafi aukist samhliða því. Börn og aðrir viðkvæmir voru í dag í fjórða sinn á einni viku beðnir um að forðast útivist við umferðargötur vegna svifriks og mengunar. Svifrik mældist langt yfir heilsuverndarmörkum í dag og þá sérstaklega við mælistöðvar við Hringbraut og Grensásveg. Þetta er í sjötta sinn sem þetta gerist frá upphafi ársins og fjórða sinn á síðastliðinni viku. Sérfræðingur hjá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bendir á að umferðin í borginni hafi aukist um átta prósent í fyrra. Það skili fleiri dögum með verri loftgæðum. „Það hefur vissuleg áhrif og við höfum líka verið að sjá mikla aukningu í styrk á köfnunarefnisdíoxíð, eða NO2. Það er því ekki bara svifrykið sem við erum að hafa áhyggjur af, heldur á síðasta ári er það köfnunarefnisdíoxíð sem kemur bara frá bílunum. Það er bara umferðin sem er að valda þeirri mengun," segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Köfnunarefnisdíoxíð myndast við bruna á eldsneyti og hefur það áhrif á öndunarfæri fólks með svipuðum hætti og svifrykið. Heilsuverndarmörkin eru 75 míkrógrömm á sólarhring. „Það er talað um að það megi fara samkvæmt reglugerð sjö sinnum yfir þau mörk yfir árið. Í fyrra var farið sextán sinnum yfir þau mörk og nú þegar erum við búin að fara sex sinnum yfir mörkin," segir Kristín. Drög að frumvarpi til breytinga á umferðarlögum liggja nú fyrir og telur Kristín að skoða mætti heimildir til takmörkunar á umferð á vissum dögum í því samhengi. „Ég verð bara að segja að eins og dagarnir hafa verið núna undanfarið hefði það verið afskaplega ljúft að geta stýrt þeim þætti," segir hún. Það sé gert í sumum borgum. „Eins og í París að þá eru bara ákveðin bílnúmer sem fá að fara inn í borgina á slæmum dögum," segir Kristín. Þangað til þurfi að höfða til ökumanna. „Það er þá frekar núna að hvetja fólk til að sameinast í bíla, nýta sér almenningssamgöngur eða aðra vistvæna ferðamáta. Á meðan við höfum ekki þessar heimildir er það í rauninni það eina sem við getum gert," segir Kristín. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Umferð í Reykjavík jókst um átta prósent á síðasta ári og segir sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirlitinu að mengun hafi aukist samhliða því. Börn og aðrir viðkvæmir voru í dag í fjórða sinn á einni viku beðnir um að forðast útivist við umferðargötur vegna svifriks og mengunar. Svifrik mældist langt yfir heilsuverndarmörkum í dag og þá sérstaklega við mælistöðvar við Hringbraut og Grensásveg. Þetta er í sjötta sinn sem þetta gerist frá upphafi ársins og fjórða sinn á síðastliðinni viku. Sérfræðingur hjá heilbrigðisnefnd Reykjavíkur bendir á að umferðin í borginni hafi aukist um átta prósent í fyrra. Það skili fleiri dögum með verri loftgæðum. „Það hefur vissuleg áhrif og við höfum líka verið að sjá mikla aukningu í styrk á köfnunarefnisdíoxíð, eða NO2. Það er því ekki bara svifrykið sem við erum að hafa áhyggjur af, heldur á síðasta ári er það köfnunarefnisdíoxíð sem kemur bara frá bílunum. Það er bara umferðin sem er að valda þeirri mengun," segir Kristín Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Köfnunarefnisdíoxíð myndast við bruna á eldsneyti og hefur það áhrif á öndunarfæri fólks með svipuðum hætti og svifrykið. Heilsuverndarmörkin eru 75 míkrógrömm á sólarhring. „Það er talað um að það megi fara samkvæmt reglugerð sjö sinnum yfir þau mörk yfir árið. Í fyrra var farið sextán sinnum yfir þau mörk og nú þegar erum við búin að fara sex sinnum yfir mörkin," segir Kristín. Drög að frumvarpi til breytinga á umferðarlögum liggja nú fyrir og telur Kristín að skoða mætti heimildir til takmörkunar á umferð á vissum dögum í því samhengi. „Ég verð bara að segja að eins og dagarnir hafa verið núna undanfarið hefði það verið afskaplega ljúft að geta stýrt þeim þætti," segir hún. Það sé gert í sumum borgum. „Eins og í París að þá eru bara ákveðin bílnúmer sem fá að fara inn í borgina á slæmum dögum," segir Kristín. Þangað til þurfi að höfða til ökumanna. „Það er þá frekar núna að hvetja fólk til að sameinast í bíla, nýta sér almenningssamgöngur eða aðra vistvæna ferðamáta. Á meðan við höfum ekki þessar heimildir er það í rauninni það eina sem við getum gert," segir Kristín.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira