Óljós framtíð hjá Bjartri framtíð Höskuldur Kári Schram skrifar 12. mars 2018 21:30 Prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun Bjartrar framtíðar um að bjóða ekki fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum komi ekki á óvart. Hann segir ólíklegt að flokkurinn nái aftur fyrri styrk á landsvísu og margt bendi til þess að hann sé við það að lognast út af. Björt framtíð var stofnuð árið 2012 og fékk sex þingmenn í alþingiskosningum ári síðar. Flokkurinn hefur einnig verið áberandi í sveitarstjórnarmálum og er meðal annars í meirihlutasamstarfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Flokkurinn fékk hins vegar skell í síðustu alþingiskosningum og datt út af þingi. Flokkurinn hefur nú ákveðið að bjóða ekki fram lista í komandi borgarstjórnarkosningum en Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í dag. S. Björn Blöndal fráfarandi oddviti flokksins í Reykjavík útilokar ekki flokkurinn bjóði fram í þarnæstu kosningum. „Við erum ekki að leggja flokkinn niður við höfum bara ákveðið að bjóða ekki fram í Reykjavík í næstu kosningum. Það má alveg túlka það sem uppgjöf ef að aðalmarkmiðið er að viðhalda sjálfum sér og viðhalda einhverju flokkakerfi. Við höfum hugsað þetta þannig að við séum vettvangur fyrir fólk sem að langar mjög mikið og er tilbúið að gefa mikið af sér. Það var ekki til staðar núna. Sjö af átta efstu sem voru í framboði árið 2014 gefa ekki kost á sér og þar er blóðtaka,“ segir Björn. Björt framtíð verður þó með framboð í öðrum sveitarfélögum en Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að þessi ákvörðun í Reykjavík komi ekki á óvart. „Það er mjög ólíklegt að þessi flokkur eigi eftir að ná fyrri stöðu á landsvísu. Afhroðið í seinustu þingkosningum var þess háttar að flokkur af þessari tegund á vart endurkomu auðið allavega ef sagan segir eitthvað til um framhaldið,“ segir Eiríkur. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði segir að ákvörðun Bjartrar framtíðar um að bjóða ekki fram lista í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum komi ekki á óvart. Hann segir ólíklegt að flokkurinn nái aftur fyrri styrk á landsvísu og margt bendi til þess að hann sé við það að lognast út af. Björt framtíð var stofnuð árið 2012 og fékk sex þingmenn í alþingiskosningum ári síðar. Flokkurinn hefur einnig verið áberandi í sveitarstjórnarmálum og er meðal annars í meirihlutasamstarfi í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Flokkurinn fékk hins vegar skell í síðustu alþingiskosningum og datt út af þingi. Flokkurinn hefur nú ákveðið að bjóða ekki fram lista í komandi borgarstjórnarkosningum en Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar staðfesti þetta í samtali við Fréttablaðið í dag. S. Björn Blöndal fráfarandi oddviti flokksins í Reykjavík útilokar ekki flokkurinn bjóði fram í þarnæstu kosningum. „Við erum ekki að leggja flokkinn niður við höfum bara ákveðið að bjóða ekki fram í Reykjavík í næstu kosningum. Það má alveg túlka það sem uppgjöf ef að aðalmarkmiðið er að viðhalda sjálfum sér og viðhalda einhverju flokkakerfi. Við höfum hugsað þetta þannig að við séum vettvangur fyrir fólk sem að langar mjög mikið og er tilbúið að gefa mikið af sér. Það var ekki til staðar núna. Sjö af átta efstu sem voru í framboði árið 2014 gefa ekki kost á sér og þar er blóðtaka,“ segir Björn. Björt framtíð verður þó með framboð í öðrum sveitarfélögum en Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að þessi ákvörðun í Reykjavík komi ekki á óvart. „Það er mjög ólíklegt að þessi flokkur eigi eftir að ná fyrri stöðu á landsvísu. Afhroðið í seinustu þingkosningum var þess háttar að flokkur af þessari tegund á vart endurkomu auðið allavega ef sagan segir eitthvað til um framhaldið,“ segir Eiríkur.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira