Þann 15. mars mun treyjan verða opinberuð, en ljóst er að margir bíða mjög svo spenntir eftir að sjá treyjuna. KSÍ hefur nú gefið út myndband um treyjuna sem mun væntanlega auka spennuna til muna.
Hér að neðan má sjá myndbandið þar sem landið okkar fallega kemur við sögu, en Ísland fékk ekki góðar fréttir í dag þegar ljóst var að þátttaka Gylfa Sigurðssonar er í hættu fyrir mótið.
Hann meiddist í leik með Everton um helgina, en landsmenn bíða nú spenntir hvort að Gylfi fái ekki jákvæðar fréttir um helgina.