Buffon um Oliver dómara: Með ruslapoka í staðinn fyrir hjarta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2018 08:00 Gianluigi Buffon og Michael Oliver. Vísir/Getty Michael Oliver gaf Real Madrid vítaspyrnu í uppbótartíma og rak Gianluigi Buffon útaf með rautt spjald þegar ótrúleg endurkoma Juventus á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni í gærkvöldi endaði á umdeildum dómi. Gianluigi Buffon var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í Meistaradeildinni og gjörsamlega missti sig þegar enski dómarinn dæmdi víti á 93. mínútu leiksins. Juventus tapaði fyrri leiknum á heimavelli 3-0 og flestir töldu þá vera úr leik. Þeir komu hinsvegar til Spánar og voru búnir að jafna einvígið með því að komast í 3-0. Það stefndi í framlengingu þegar Michael Oliver dæmdi víti fyrir brot á Lucas.Just when you thought you'd had enough #UCL drama for one week... Real Madrid v Juventus happened. Read our report: https://t.co/lsMrLqQ54Ppic.twitter.com/7xt2XkdVmW — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2018 Buffon gjörsamlega sturlaðist á þeirri stundu og Michael Oliver lyfti rauða spjaldinu. Buffon var ennþá sjóðheitur þegar hann fór í sjónvarpsviðtal eftir leikinn. „Ég veit að þetta er það sem dómarinn sá en þetta var mjög vafasamt atvik,“ sagði Buffon. BBC segir frá. „Þetta var aldrei greinileg vítaspyrna og hugsa sér að láta svona vafasamt atvik á 93. mínútu ráða þessu þegar við fengum ekki augljósa vítaspyrnu í fyrri leiknum. Það er ekki hægt að dæma svona,“ sagði Buffon. „Liðið gaf allt sitt í þetta en ein manneskja getur eyðilagt drauminn í enda ótrúlegrar endukomu með svona vafasömum dómi,“ sagði Buffon.Vísir/GettyEnginn enskur dómari fær að dæma á HM í sumar og samkvæmt Buffon þá er Michael Oliver best geymdur upp í stúku þegar alvöru fótboltaleikir fara fram. „Það er greinilegt að þessi maður hefur ekki hjarta í brjóstkassa sínum heldur aðeins ruslapoka. Ef þú hefur ekki karakterinn til að ganga út á leikvöll eins og þennan í leik sem þennan þá ertu best geymdur upp í stúku með konunni og börnunum étandi snakk og drekkandi þinn drykk,“ sagði Buffon. „Það á ekki að vera hægt að eyðileggja drauma liðs svona. Ég hefði getað sagt hvað sem er við dómarann á þessari stundu en hann varð bara að gera sér grein fyrir því hvað hann var að gera,“ sagði Buffon um rauða spjaldið. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Michael Oliver gaf Real Madrid vítaspyrnu í uppbótartíma og rak Gianluigi Buffon útaf með rautt spjald þegar ótrúleg endurkoma Juventus á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni í gærkvöldi endaði á umdeildum dómi. Gianluigi Buffon var að spila sinn síðasta leik á ferlinum í Meistaradeildinni og gjörsamlega missti sig þegar enski dómarinn dæmdi víti á 93. mínútu leiksins. Juventus tapaði fyrri leiknum á heimavelli 3-0 og flestir töldu þá vera úr leik. Þeir komu hinsvegar til Spánar og voru búnir að jafna einvígið með því að komast í 3-0. Það stefndi í framlengingu þegar Michael Oliver dæmdi víti fyrir brot á Lucas.Just when you thought you'd had enough #UCL drama for one week... Real Madrid v Juventus happened. Read our report: https://t.co/lsMrLqQ54Ppic.twitter.com/7xt2XkdVmW — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2018 Buffon gjörsamlega sturlaðist á þeirri stundu og Michael Oliver lyfti rauða spjaldinu. Buffon var ennþá sjóðheitur þegar hann fór í sjónvarpsviðtal eftir leikinn. „Ég veit að þetta er það sem dómarinn sá en þetta var mjög vafasamt atvik,“ sagði Buffon. BBC segir frá. „Þetta var aldrei greinileg vítaspyrna og hugsa sér að láta svona vafasamt atvik á 93. mínútu ráða þessu þegar við fengum ekki augljósa vítaspyrnu í fyrri leiknum. Það er ekki hægt að dæma svona,“ sagði Buffon. „Liðið gaf allt sitt í þetta en ein manneskja getur eyðilagt drauminn í enda ótrúlegrar endukomu með svona vafasömum dómi,“ sagði Buffon.Vísir/GettyEnginn enskur dómari fær að dæma á HM í sumar og samkvæmt Buffon þá er Michael Oliver best geymdur upp í stúku þegar alvöru fótboltaleikir fara fram. „Það er greinilegt að þessi maður hefur ekki hjarta í brjóstkassa sínum heldur aðeins ruslapoka. Ef þú hefur ekki karakterinn til að ganga út á leikvöll eins og þennan í leik sem þennan þá ertu best geymdur upp í stúku með konunni og börnunum étandi snakk og drekkandi þinn drykk,“ sagði Buffon. „Það á ekki að vera hægt að eyðileggja drauma liðs svona. Ég hefði getað sagt hvað sem er við dómarann á þessari stundu en hann varð bara að gera sér grein fyrir því hvað hann var að gera,“ sagði Buffon um rauða spjaldið.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira