Afvopnaði nakta byssumanninn og bjargaði lífi Vöffluhússgesta Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2018 08:00 James Shaw Jr. á blaðamannafundi í gær. Vísir/Epa Nakta byssumannsins, sem skaut fjóra til bana á veitingastaðnum Vöffluhúsinu (e. Waffle House) í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum í gærnótt, er enn leitað. Viðskiptavinur, sem afvopnaði árásarmanninn og hrakti hann á dyr, hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina.Sjá einnig: Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Byssumaðurinn, sem talinn er vera hinn 29 ára Travis Reinking, var í grænum jakka einum klæða þegar hann réðst inn á veitingastaðinn snemma á sunnudagsmorgun að staðartíma. Hann skaut tvo til bana fyrir utan veitingastaðinn og tvo til viðbótar þegar inn á staðinn var komið. Reinking fór úr jakkanum og lagði á flótta eftir árásina. Ekkert hefur spurst til hans síðan og eru skólar í Nashville í Tennessee margir hverjir á hæsta viðbúnarstigi í dag vegna leitarinnar.Frá vettvangi í bænum Antioch í Bandaríkjunum í gær.Vísir/AFPÞau Taurean C. Sanderlin, starfsmaður Vöffluhússins, Joe R. Perez, DeEbony Groves og Akilah Dasilva létust í árásinni. Þau voru öll á þrítugsaldri, að því er fram kemur í frétt bandarísku fréttastofunnar NBC. Reinking framdi voðaverkið með AR-15-riffli, vopni sem bandarískir byssumenn hafa oft beitt í skotárásum þar í landi í gegnum tíðina. Reinking var handtekinn þann 7. júlí síðastliðinn fyrir að fara inn á afgirt svæði í kringum Hvíta húsið í Washington í leyfisleysi. Í kjölfar handtökunnar lagði lögregla hald á skotvopn í eigu Reinking, þ.á m. AR-15-riffilinn sem hann notaði við árásina. Faðir Reinking hefur játað að hafa látið son sinn fá byssurnar aftur.Investigation on going at the Waffle House. Scene being processed by MNPD experts. This is the rifle used by the gunman. pic.twitter.com/lihhRImHQN — Metro Nashville PD (@MNPDNashville) April 22, 2018 Í gær voru fluttar fréttir af því að viskiptavini á staðnum hefði tekist að afvopna árásarmanninn. Viðskiptavinurinn, hinn 29 ára gamli James Shaw Jr., sagði á blaðamannafundi í gær að hann hafi ákveðið að byssumaðurinn þyrfti að „hafa fyrir því að drepa hann.“ Shaw sagðist hafa látið til skara skríða þegar Reinking gerði hlé á skothríðinni. „Ég kom höggi á hann með hurðinni og byssan stóð einhvern veginn á sér. Ég reif hana af honum og henti henni yfir afgreiðsluborðið.“ Shaw hrakti byssumanninn að því búnu á dyr. Shaw hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina en lögregla sagði engan vafa leika á því að hann hafi bjargað lífi fjölmargra með skjótum viðbrögðum sínum. Hann sagði þó í viðtali við fjölmiðilinn Tennessean að honum liði ekki eins og hetju, hann hefði aðeins verið að reyna að halda lífi.Hér að neðan má sjá myndband CNN-fréttastofunnar af blaðamannafundinum. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastaðnum "Waffle House“ í Bandaríkjunum í nótt. 22. apríl 2018 11:57 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Nakta byssumannsins, sem skaut fjóra til bana á veitingastaðnum Vöffluhúsinu (e. Waffle House) í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum í gærnótt, er enn leitað. Viðskiptavinur, sem afvopnaði árásarmanninn og hrakti hann á dyr, hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina.Sjá einnig: Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Byssumaðurinn, sem talinn er vera hinn 29 ára Travis Reinking, var í grænum jakka einum klæða þegar hann réðst inn á veitingastaðinn snemma á sunnudagsmorgun að staðartíma. Hann skaut tvo til bana fyrir utan veitingastaðinn og tvo til viðbótar þegar inn á staðinn var komið. Reinking fór úr jakkanum og lagði á flótta eftir árásina. Ekkert hefur spurst til hans síðan og eru skólar í Nashville í Tennessee margir hverjir á hæsta viðbúnarstigi í dag vegna leitarinnar.Frá vettvangi í bænum Antioch í Bandaríkjunum í gær.Vísir/AFPÞau Taurean C. Sanderlin, starfsmaður Vöffluhússins, Joe R. Perez, DeEbony Groves og Akilah Dasilva létust í árásinni. Þau voru öll á þrítugsaldri, að því er fram kemur í frétt bandarísku fréttastofunnar NBC. Reinking framdi voðaverkið með AR-15-riffli, vopni sem bandarískir byssumenn hafa oft beitt í skotárásum þar í landi í gegnum tíðina. Reinking var handtekinn þann 7. júlí síðastliðinn fyrir að fara inn á afgirt svæði í kringum Hvíta húsið í Washington í leyfisleysi. Í kjölfar handtökunnar lagði lögregla hald á skotvopn í eigu Reinking, þ.á m. AR-15-riffilinn sem hann notaði við árásina. Faðir Reinking hefur játað að hafa látið son sinn fá byssurnar aftur.Investigation on going at the Waffle House. Scene being processed by MNPD experts. This is the rifle used by the gunman. pic.twitter.com/lihhRImHQN — Metro Nashville PD (@MNPDNashville) April 22, 2018 Í gær voru fluttar fréttir af því að viskiptavini á staðnum hefði tekist að afvopna árásarmanninn. Viðskiptavinurinn, hinn 29 ára gamli James Shaw Jr., sagði á blaðamannafundi í gær að hann hafi ákveðið að byssumaðurinn þyrfti að „hafa fyrir því að drepa hann.“ Shaw sagðist hafa látið til skara skríða þegar Reinking gerði hlé á skothríðinni. „Ég kom höggi á hann með hurðinni og byssan stóð einhvern veginn á sér. Ég reif hana af honum og henti henni yfir afgreiðsluborðið.“ Shaw hrakti byssumanninn að því búnu á dyr. Shaw hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina en lögregla sagði engan vafa leika á því að hann hafi bjargað lífi fjölmargra með skjótum viðbrögðum sínum. Hann sagði þó í viðtali við fjölmiðilinn Tennessean að honum liði ekki eins og hetju, hann hefði aðeins verið að reyna að halda lífi.Hér að neðan má sjá myndband CNN-fréttastofunnar af blaðamannafundinum.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastaðnum "Waffle House“ í Bandaríkjunum í nótt. 22. apríl 2018 11:57 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastaðnum "Waffle House“ í Bandaríkjunum í nótt. 22. apríl 2018 11:57