Úttekt Sky Sport: Frammistaða Gylfa lykill að uppkomu Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu um síðustu helgi. Vísir/Getty Everton er á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir inn í nágrannaslaginn á móti Liverpool um helgina með fimm sigra og aðeins eitt tap í síðustu sjö leikjum sínum. Sky Sports skoðaði betur ástæðurnar fyrir mun betri leik Everton á þessu tímabili og hvernig knattspyrnustjóranum Marco Silva hefur tekið að nýta mannskapinn sinn betur á sínu fyrstu leikstíl í stjórastólnum á Goodison Park. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að ein af niðurstöðunum í þessari úttekt Sky Sports sé að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sé ein af lykilmönnunum í því að Everton tókst að betrumbæta sinn leik. Everton endaði í áttunda sæti á fyrsta tímabili Gylfa með félaginu þar sem þrír stýrðu liðinu ( Ronald Koeman, David Unsworth og Sam Allardyce) en liðið situr núna í sjötta sæti og á uppleið. Blaðamaður Sky Sports hrósar Everton ekki aðeins fyrir stigasöfnunina í vetur heldur einnig fyrir góðan fótbolta. Sóknartölfræði liðsins er allt önnur og miklu glæsilegri heldur en á síðasta tímabili þegar liðið spilaði hreinlega hundleiðinlegan fótbolta. Í fyrra var aðeins eitt lið í deildinni með færri skot á mark en í vetur er Everton liðið að reyna helmingi fleiri skot. Ekkert félag í deildinni hefur tekið viðlíka stökk í þeirri tölfræði. Varnarleikurinn er líka mun betri og liðið er að gefa andstæðingum sínum færri tækifæri að ná skotum að marki. Marco Silva steig stórt skref til framtíðar í sumar með því að kaupa sex leikmenn 25 ára yngri og nýju mennirnir hafa stimplað sig inn. Kurt Zouma, Yerry Mina og Lucas Digne hafa allir komið inn í varnarleikinn með góðum árangri og Digne er sá varnarmaður sem hefur skapað flest færi í deildinni. Andre Gomes hefur verið frábær á miðjunni og Bernard er líka að gera góða hluti. Svo má ekki gleyma sóknarmanninum Richarlison sem hefur skorað sex mörk og unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu.Marco Silva has only been at Everton for six months but the stats show an impressive transformation | @Matt_Cheetham More here https://t.co/hnj2E0IGuB — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 29, 2018Lykilatriðið er þó hvernig Marco Silva tókst að kveikja á þeim Michael Keane og Gylfa Þór Sigurðssyni. Báðir áttu þeir ekki sitt besta tímabil í fyrra en hafa báðir verið magnaðir í vetur. „Þetta eru tveir leikmenn sem voru í vandræðum á síðasta tímabili en hafa báðir verið lykilmenn í uppkomu Everton. Ný forysta hefur lífgað þá við,“ segir meðal annars í úttekt Sky Sports.| Gylfi's gearing up for Sunday! Read https://t.co/NjQkGvm1oN#EFCpic.twitter.com/mVsDntfH8x — Everton (@Everton) November 28, 2018Dugnaður Gylfa hjálpar til að koma Everton á toppinn yfir það að vinna boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Gylfi er líka lykilmaður í hraðari sóknum. Everton var alltof lengi að koma sér upp völlinn í fyrra en allt aðra sögu er að segja af liðinu í vetur. Nú er hinsvegar komið að athyglisverðu prófi á liðið þegar Gylfi og félagar heimsækja erkifjendur sína og nágranna í Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Það má sjá alla úttekt Sky Sports með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Everton er á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni en liðið mætir inn í nágrannaslaginn á móti Liverpool um helgina með fimm sigra og aðeins eitt tap í síðustu sjö leikjum sínum. Sky Sports skoðaði betur ástæðurnar fyrir mun betri leik Everton á þessu tímabili og hvernig knattspyrnustjóranum Marco Silva hefur tekið að nýta mannskapinn sinn betur á sínu fyrstu leikstíl í stjórastólnum á Goodison Park. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að ein af niðurstöðunum í þessari úttekt Sky Sports sé að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson sé ein af lykilmönnunum í því að Everton tókst að betrumbæta sinn leik. Everton endaði í áttunda sæti á fyrsta tímabili Gylfa með félaginu þar sem þrír stýrðu liðinu ( Ronald Koeman, David Unsworth og Sam Allardyce) en liðið situr núna í sjötta sæti og á uppleið. Blaðamaður Sky Sports hrósar Everton ekki aðeins fyrir stigasöfnunina í vetur heldur einnig fyrir góðan fótbolta. Sóknartölfræði liðsins er allt önnur og miklu glæsilegri heldur en á síðasta tímabili þegar liðið spilaði hreinlega hundleiðinlegan fótbolta. Í fyrra var aðeins eitt lið í deildinni með færri skot á mark en í vetur er Everton liðið að reyna helmingi fleiri skot. Ekkert félag í deildinni hefur tekið viðlíka stökk í þeirri tölfræði. Varnarleikurinn er líka mun betri og liðið er að gefa andstæðingum sínum færri tækifæri að ná skotum að marki. Marco Silva steig stórt skref til framtíðar í sumar með því að kaupa sex leikmenn 25 ára yngri og nýju mennirnir hafa stimplað sig inn. Kurt Zouma, Yerry Mina og Lucas Digne hafa allir komið inn í varnarleikinn með góðum árangri og Digne er sá varnarmaður sem hefur skapað flest færi í deildinni. Andre Gomes hefur verið frábær á miðjunni og Bernard er líka að gera góða hluti. Svo má ekki gleyma sóknarmanninum Richarlison sem hefur skorað sex mörk og unnið sér sæti í brasilíska landsliðinu.Marco Silva has only been at Everton for six months but the stats show an impressive transformation | @Matt_Cheetham More here https://t.co/hnj2E0IGuB — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 29, 2018Lykilatriðið er þó hvernig Marco Silva tókst að kveikja á þeim Michael Keane og Gylfa Þór Sigurðssyni. Báðir áttu þeir ekki sitt besta tímabil í fyrra en hafa báðir verið magnaðir í vetur. „Þetta eru tveir leikmenn sem voru í vandræðum á síðasta tímabili en hafa báðir verið lykilmenn í uppkomu Everton. Ný forysta hefur lífgað þá við,“ segir meðal annars í úttekt Sky Sports.| Gylfi's gearing up for Sunday! Read https://t.co/NjQkGvm1oN#EFCpic.twitter.com/mVsDntfH8x — Everton (@Everton) November 28, 2018Dugnaður Gylfa hjálpar til að koma Everton á toppinn yfir það að vinna boltann á síðasta þriðjungi vallarins og Gylfi er líka lykilmaður í hraðari sóknum. Everton var alltof lengi að koma sér upp völlinn í fyrra en allt aðra sögu er að segja af liðinu í vetur. Nú er hinsvegar komið að athyglisverðu prófi á liðið þegar Gylfi og félagar heimsækja erkifjendur sína og nágranna í Liverpool á Anfield á sunnudaginn. Það má sjá alla úttekt Sky Sports með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira