Robert Mueller, sérstakur saksóknari í málum tengdum meintum afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs, vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Donald Trump forseta og hefur spurningalistanum verið lekið til dagblaðsins New York Times.
Rannsókn Muellers beinist meðal annars að því hvort forsetinn hafi haft óeðlileg afskipti af fyrri rannsókn sömu mála. Ekki er enn ljóst hvort Mueller verður að þeirri ósk sinni að fá að yfirheyra Trump.
Spurningarnar snúast margar um hugsanagang Trumps og leita skýringa á ummælum sem hann hefur látið falla á Twitter. Þá er forsetinn spurður út í aðdraganda þess að hann rak yfirmann alríkislögreglunnar og ráðgjafa sinn í öryggismálum.
Einnig er hann beðinn að skýra fundi ráðgjafa sinna með Rússum, fasteignaviðskipti í Moskvu, tengsl sín við lögfræðinginn Michael D. Cohen og margt fleira.
Spurningalisti sérstaks saksóknara birtur - vill leggja á fimmta tug spurninga fyrir Trump

Tengdar fréttir

Repúblikanar skamma leyniþjónustuna í skýrslu um afskipti Rússa
Framboð Trump fær skammir fyrir að lofa og eiga í samskiptum við uppljóstranavefinn Wikileaks í skýrslu leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Trump heitt í hamsi í viðtali við vinina á Fox
Bandaríkjaforseti fór mikinn um meinta spillingu innan FBI og hagsmunaárekstra saksóknara í viðtalið við Fox og vini. Hótaði hann því að grípa inn í hjá dómsmálaráðuneytinu vegna Rússarannsóknarinnar.

Rússneskur lögmaður frá umtöluðum fundi hefur ekki verið yfirheyrður
Lögmaðurinn sat fundinn fræga í Trump-turninum með syni, tengdasyni og kosningastjóra Donalds Trump. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.