Innlent

Ríkið braut hvorki gegn Gesti né Ragnari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall sögðu sig frá málinu eftir að bón þeirra um frestun á aðalmeðferð var hafnað. Þeim var báðum gert að greiða milljón í réttarfarssekt af þeim sökum.
Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall sögðu sig frá málinu eftir að bón þeirra um frestun á aðalmeðferð var hafnað. Þeim var báðum gert að greiða milljón í réttarfarssekt af þeim sökum. Fréttablaðið/Pjetur
Íslenska ríkið braut hvorki gegn Gesti Jónssyni né Ragnari Hall þegar lögmennirnir voru sektaðir um eina milljón króna hvor fyrir að segja sig frá málsvörn í Al-Thani málinu árið 2013. Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm sinn í morgun þess efnis.

Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-málinu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn.

Við dómskvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sektaðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir hefðu aðeins fengið að verjast á einu dómstigi.

Þá töldu lögmennirnir ekki um refsivert lögbrot að ræða.
 Mannréttindadómstóllinn var þessu ósammála og taldi að íslenska ríkið hefði ekki brotið á lögmönnunum tveimur.

Gestur og Ragnar ræddu ákvörðun sína að segja sig frá málinu í Klinkinu árið 2013. Þáttinn má sjá að neðan.


Tengdar fréttir

Ragnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins

Lögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson fengu eina milljón króna í réttarfarsekt hvor fyrir að segja sig af tilnefnislausu frá Al-Thani málinu sem verjendur sakborninga við dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi í dag.

Dóms að vænta í máli Gests og Ragnars Hall

Dómur í máli hæstaréttarlögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp af Mannréttindadómstól Evrópu (MDE) á þriðjudag.

Nýir verjendur mæta með Sigurði og Ólafi

Nýir lögmenn munu mæta með Sigurði Einarssyni og Ólafi Ólafssyni í þinghald í Al Thani-máli sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skipaðir verjendur þeirra, Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, munu hins vegar ekki láta sjá sig.

Gestur segir réttarfarssekt "óskiljanlega“ - hafa báðir áfrýjað

Lögmennirnir Ragnar Hall og Gestur Jónsson sem dæmdir voru til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá málinu á fyrri stigum og fyrir að misbjóða virðingu Héraðsdóms Reykjavíkur hafa þegar áfrýjað þeirri refsingu sem þeir fengu í dómnum til Hæstaréttar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.