Ríkið vill lengri frest til að svara MDE um Al-Thani Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. október 2016 07:00 Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall sögðu sig frá málinu eftir að bón þeirra um frestun á aðalmeðferð var hafnað. Þeim var báðum gert að greiða milljón í réttarfarssekt af þeim sökum. vísir/pjetur Íslenska ríkið hefur óskað eftir lengri fresti til þess að svara spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í tengslum við Al-Thani málið. Fresturinn til að svara rann út í fyrradag. Fyrrverandi verjandi í málinu segir bón ríkisins broslega. Í Al-Thani málinu voru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Hreiðar Már hlaut 5?½ árs dóm, Magnús og Ólafur ári minna og Sigurður fjögurra ára dóm. Í júní síðastliðnum beindi MDE fjórum spurningum til ríkisins varðandi málsmeðferðina. Meðal annars var spurt um hæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara til að dæma í málinu þar sem sonur hans starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings. Þá var einnig spurt út í símhleranir á símtölum milli verjenda og sakborninga, hvort brotið hafi verið á rétti þeirra með að hafna því að leiða fram ákveðin vitni og hvort þeir hefðu haft nægilegan tíma til undirbúnings og aðgang að gögnum. „Ríkið hefur haft þrjá mánuði til að svara þessum tiltölulega einföldu spurningum og það er broslegt að það óski eftir fresti til að svara þeim,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Hann var verjandi Ólafs Ólafssonar í upphafi en sagði sig frá málinu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bón hans um að aðalmeðferð yrði frestað um sex til átta vikur. Hið sama gerði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar. „Skömmu fyrir aðalmeðferðina lagði saksóknari fram gífurlegt magn af gögnum og við fórum fram á frestun sökum þess. Því var alfarið hafnað og var í raun kornið sem fyllti mælinn.“ Auk fyrrgreindra spurninga fer MDE fram á svör við því hvort aðgangur sakborninga að gögnum máls hafi verið nægilegur og hvort brotið hafi verið á rétti þeirra þegar þeim var synjað um að leiða ákveðin vitni fyrir dóm.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32 Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45 Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07 Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Íslenska ríkið hefur óskað eftir lengri fresti til þess að svara spurningum Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, í tengslum við Al-Thani málið. Fresturinn til að svara rann út í fyrradag. Fyrrverandi verjandi í málinu segir bón ríkisins broslega. Í Al-Thani málinu voru Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Hreiðar Már hlaut 5?½ árs dóm, Magnús og Ólafur ári minna og Sigurður fjögurra ára dóm. Í júní síðastliðnum beindi MDE fjórum spurningum til ríkisins varðandi málsmeðferðina. Meðal annars var spurt um hæfi Árna Kolbeinssonar hæstaréttardómara til að dæma í málinu þar sem sonur hans starfaði sem forstöðumaður lögfræðisviðs slitastjórnar Kaupþings. Þá var einnig spurt út í símhleranir á símtölum milli verjenda og sakborninga, hvort brotið hafi verið á rétti þeirra með að hafna því að leiða fram ákveðin vitni og hvort þeir hefðu haft nægilegan tíma til undirbúnings og aðgang að gögnum. „Ríkið hefur haft þrjá mánuði til að svara þessum tiltölulega einföldu spurningum og það er broslegt að það óski eftir fresti til að svara þeim,“ segir Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður. Hann var verjandi Ólafs Ólafssonar í upphafi en sagði sig frá málinu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði bón hans um að aðalmeðferð yrði frestað um sex til átta vikur. Hið sama gerði Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar. „Skömmu fyrir aðalmeðferðina lagði saksóknari fram gífurlegt magn af gögnum og við fórum fram á frestun sökum þess. Því var alfarið hafnað og var í raun kornið sem fyllti mælinn.“ Auk fyrrgreindra spurninga fer MDE fram á svör við því hvort aðgangur sakborninga að gögnum máls hafi verið nægilegur og hvort brotið hafi verið á rétti þeirra þegar þeim var synjað um að leiða ákveðin vitni fyrir dóm.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32 Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45 Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07 Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, til að á endanum fáist Al Thani-málið endurupptekið. 2. júlí 2016 20:32
Sigurður Einarsson: Al Thani enginn huldumaður Al Thani-fjölskyldan hefur aukið verulega hlut sinn í Deutsche Bank. 20. júlí 2016 15:45
Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56
Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá MDE gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að þau séu 21 og hafi aldrei verið fleiri. 5. júlí 2016 19:07
Hreiðar Már telur að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi brotið gegn sakamálalögum, lögreglulögum og almennum hegningarlögum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari hafnar ásökunum Hreiðars Más Sigurðssonar um að starfsmenn sérstaks saksóknara hafi leynt gögnum í CLN-málinu. 8. ágúst 2016 13:36