Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Þórdís Valsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Mannréttindadómstóllinn mun taka tvö mál gegn íslenska ríkinu til efnislegrar meðferðar, m.a. mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar. vísir/Pjetur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest að dómurinn muni taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar sem og mál Styrmis Þórs Bragasonar gegn ríkinu. Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar. Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru árið 2013 dæmdir til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá verjendastörfum í Al-Thani málinu. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var dæmdur í eins árs fangelsi sama ár í Exeter-málinu. Ragnar H. Hall segist hafa fengið bréf frá dómstólnum á mánudag. „Við erum afskaplega sáttir við að þetta mál fái efnislega meðferð, þá meðferð sem við teljum að sé eðlileg,“ segir Ragnar. Aðspurður segir Ragnar að þeir Gestur hafi verið vongóðir um að dómstóllinn myndi fjalla um mál þeirra. „Við töldum að það hefði augljóslega verið brotinn réttur á okkur samkvæmt mannréttindasáttmálanum. Við hefðum ekki kært þetta nema af því að við töldum okkur hafa góðar vonir um að þetta fengi sína meðferð,“ segir Ragnar. Mannréttindadómstóll Evrópu tók á árunum 2000 til 2015 einungis um þrjú prósent þeirra mála sem kærð voru til dómsins til efnislegrar meðferðar. „Það fer gríðarlegur fjöldi af málum til dómstólsins og það eru mjög öflugar síur sem sigta út þau mál sem þeir telja að séu þess eðlis að fjalla eigi um,“ segir Ragnar og bætir við að þau mál gegn íslenska ríkinu sem dómstóllinn hefur ákveðið að taka til meðferðar hafi yfirleitt falið í sér áfelli á hendur ríkinu. Dómstóllinn hefur kveðið upp dóm í níu prósent þeirra mála sem höfðuð voru gegn íslenska ríkinu á sama tímabili en í áttatíu prósent þeirra var íslenska ríkið dæmt fyrir brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Í tuttugu prósent tilfella hefur íslenska ríkið samið við viðkomandi borgara um lyktir málsins. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest að dómurinn muni taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar sem og mál Styrmis Þórs Bragasonar gegn ríkinu. Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar. Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru árið 2013 dæmdir til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá verjendastörfum í Al-Thani málinu. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var dæmdur í eins árs fangelsi sama ár í Exeter-málinu. Ragnar H. Hall segist hafa fengið bréf frá dómstólnum á mánudag. „Við erum afskaplega sáttir við að þetta mál fái efnislega meðferð, þá meðferð sem við teljum að sé eðlileg,“ segir Ragnar. Aðspurður segir Ragnar að þeir Gestur hafi verið vongóðir um að dómstóllinn myndi fjalla um mál þeirra. „Við töldum að það hefði augljóslega verið brotinn réttur á okkur samkvæmt mannréttindasáttmálanum. Við hefðum ekki kært þetta nema af því að við töldum okkur hafa góðar vonir um að þetta fengi sína meðferð,“ segir Ragnar. Mannréttindadómstóll Evrópu tók á árunum 2000 til 2015 einungis um þrjú prósent þeirra mála sem kærð voru til dómsins til efnislegrar meðferðar. „Það fer gríðarlegur fjöldi af málum til dómstólsins og það eru mjög öflugar síur sem sigta út þau mál sem þeir telja að séu þess eðlis að fjalla eigi um,“ segir Ragnar og bætir við að þau mál gegn íslenska ríkinu sem dómstóllinn hefur ákveðið að taka til meðferðar hafi yfirleitt falið í sér áfelli á hendur ríkinu. Dómstóllinn hefur kveðið upp dóm í níu prósent þeirra mála sem höfðuð voru gegn íslenska ríkinu á sama tímabili en í áttatíu prósent þeirra var íslenska ríkið dæmt fyrir brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Í tuttugu prósent tilfella hefur íslenska ríkið samið við viðkomandi borgara um lyktir málsins.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels