Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Þórdís Valsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Mannréttindadómstóllinn mun taka tvö mál gegn íslenska ríkinu til efnislegrar meðferðar, m.a. mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar. vísir/Pjetur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest að dómurinn muni taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar sem og mál Styrmis Þórs Bragasonar gegn ríkinu. Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar. Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru árið 2013 dæmdir til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá verjendastörfum í Al-Thani málinu. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var dæmdur í eins árs fangelsi sama ár í Exeter-málinu. Ragnar H. Hall segist hafa fengið bréf frá dómstólnum á mánudag. „Við erum afskaplega sáttir við að þetta mál fái efnislega meðferð, þá meðferð sem við teljum að sé eðlileg,“ segir Ragnar. Aðspurður segir Ragnar að þeir Gestur hafi verið vongóðir um að dómstóllinn myndi fjalla um mál þeirra. „Við töldum að það hefði augljóslega verið brotinn réttur á okkur samkvæmt mannréttindasáttmálanum. Við hefðum ekki kært þetta nema af því að við töldum okkur hafa góðar vonir um að þetta fengi sína meðferð,“ segir Ragnar. Mannréttindadómstóll Evrópu tók á árunum 2000 til 2015 einungis um þrjú prósent þeirra mála sem kærð voru til dómsins til efnislegrar meðferðar. „Það fer gríðarlegur fjöldi af málum til dómstólsins og það eru mjög öflugar síur sem sigta út þau mál sem þeir telja að séu þess eðlis að fjalla eigi um,“ segir Ragnar og bætir við að þau mál gegn íslenska ríkinu sem dómstóllinn hefur ákveðið að taka til meðferðar hafi yfirleitt falið í sér áfelli á hendur ríkinu. Dómstóllinn hefur kveðið upp dóm í níu prósent þeirra mála sem höfðuð voru gegn íslenska ríkinu á sama tímabili en í áttatíu prósent þeirra var íslenska ríkið dæmt fyrir brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Í tuttugu prósent tilfella hefur íslenska ríkið samið við viðkomandi borgara um lyktir málsins. Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest að dómurinn muni taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar sem og mál Styrmis Þórs Bragasonar gegn ríkinu. Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar. Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru árið 2013 dæmdir til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá verjendastörfum í Al-Thani málinu. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var dæmdur í eins árs fangelsi sama ár í Exeter-málinu. Ragnar H. Hall segist hafa fengið bréf frá dómstólnum á mánudag. „Við erum afskaplega sáttir við að þetta mál fái efnislega meðferð, þá meðferð sem við teljum að sé eðlileg,“ segir Ragnar. Aðspurður segir Ragnar að þeir Gestur hafi verið vongóðir um að dómstóllinn myndi fjalla um mál þeirra. „Við töldum að það hefði augljóslega verið brotinn réttur á okkur samkvæmt mannréttindasáttmálanum. Við hefðum ekki kært þetta nema af því að við töldum okkur hafa góðar vonir um að þetta fengi sína meðferð,“ segir Ragnar. Mannréttindadómstóll Evrópu tók á árunum 2000 til 2015 einungis um þrjú prósent þeirra mála sem kærð voru til dómsins til efnislegrar meðferðar. „Það fer gríðarlegur fjöldi af málum til dómstólsins og það eru mjög öflugar síur sem sigta út þau mál sem þeir telja að séu þess eðlis að fjalla eigi um,“ segir Ragnar og bætir við að þau mál gegn íslenska ríkinu sem dómstóllinn hefur ákveðið að taka til meðferðar hafi yfirleitt falið í sér áfelli á hendur ríkinu. Dómstóllinn hefur kveðið upp dóm í níu prósent þeirra mála sem höfðuð voru gegn íslenska ríkinu á sama tímabili en í áttatíu prósent þeirra var íslenska ríkið dæmt fyrir brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Í tuttugu prósent tilfella hefur íslenska ríkið samið við viðkomandi borgara um lyktir málsins.
Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira