Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál gegn ríkinu til meðferðar Þórdís Valsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Mannréttindadómstóllinn mun taka tvö mál gegn íslenska ríkinu til efnislegrar meðferðar, m.a. mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar. vísir/Pjetur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest að dómurinn muni taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar sem og mál Styrmis Þórs Bragasonar gegn ríkinu. Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar. Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru árið 2013 dæmdir til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá verjendastörfum í Al-Thani málinu. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var dæmdur í eins árs fangelsi sama ár í Exeter-málinu. Ragnar H. Hall segist hafa fengið bréf frá dómstólnum á mánudag. „Við erum afskaplega sáttir við að þetta mál fái efnislega meðferð, þá meðferð sem við teljum að sé eðlileg,“ segir Ragnar. Aðspurður segir Ragnar að þeir Gestur hafi verið vongóðir um að dómstóllinn myndi fjalla um mál þeirra. „Við töldum að það hefði augljóslega verið brotinn réttur á okkur samkvæmt mannréttindasáttmálanum. Við hefðum ekki kært þetta nema af því að við töldum okkur hafa góðar vonir um að þetta fengi sína meðferð,“ segir Ragnar. Mannréttindadómstóll Evrópu tók á árunum 2000 til 2015 einungis um þrjú prósent þeirra mála sem kærð voru til dómsins til efnislegrar meðferðar. „Það fer gríðarlegur fjöldi af málum til dómstólsins og það eru mjög öflugar síur sem sigta út þau mál sem þeir telja að séu þess eðlis að fjalla eigi um,“ segir Ragnar og bætir við að þau mál gegn íslenska ríkinu sem dómstóllinn hefur ákveðið að taka til meðferðar hafi yfirleitt falið í sér áfelli á hendur ríkinu. Dómstóllinn hefur kveðið upp dóm í níu prósent þeirra mála sem höfðuð voru gegn íslenska ríkinu á sama tímabili en í áttatíu prósent þeirra var íslenska ríkið dæmt fyrir brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Í tuttugu prósent tilfella hefur íslenska ríkið samið við viðkomandi borgara um lyktir málsins. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest að dómurinn muni taka mál Ragnars H. Hall og Gests Jónssonar gegn íslenska ríkinu til umfjöllunar sem og mál Styrmis Þórs Bragasonar gegn ríkinu. Í lok nóvember 2013 staðfesti dómurinn að mál Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði tekið til meðferðar. Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson voru árið 2013 dæmdir til réttarfarssektar fyrir að segja sig frá verjendastörfum í Al-Thani málinu. Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var dæmdur í eins árs fangelsi sama ár í Exeter-málinu. Ragnar H. Hall segist hafa fengið bréf frá dómstólnum á mánudag. „Við erum afskaplega sáttir við að þetta mál fái efnislega meðferð, þá meðferð sem við teljum að sé eðlileg,“ segir Ragnar. Aðspurður segir Ragnar að þeir Gestur hafi verið vongóðir um að dómstóllinn myndi fjalla um mál þeirra. „Við töldum að það hefði augljóslega verið brotinn réttur á okkur samkvæmt mannréttindasáttmálanum. Við hefðum ekki kært þetta nema af því að við töldum okkur hafa góðar vonir um að þetta fengi sína meðferð,“ segir Ragnar. Mannréttindadómstóll Evrópu tók á árunum 2000 til 2015 einungis um þrjú prósent þeirra mála sem kærð voru til dómsins til efnislegrar meðferðar. „Það fer gríðarlegur fjöldi af málum til dómstólsins og það eru mjög öflugar síur sem sigta út þau mál sem þeir telja að séu þess eðlis að fjalla eigi um,“ segir Ragnar og bætir við að þau mál gegn íslenska ríkinu sem dómstóllinn hefur ákveðið að taka til meðferðar hafi yfirleitt falið í sér áfelli á hendur ríkinu. Dómstóllinn hefur kveðið upp dóm í níu prósent þeirra mála sem höfðuð voru gegn íslenska ríkinu á sama tímabili en í áttatíu prósent þeirra var íslenska ríkið dæmt fyrir brot á Mannréttindasáttmála Evrópu. Í tuttugu prósent tilfella hefur íslenska ríkið samið við viðkomandi borgara um lyktir málsins.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Sjá meira