Rannsóknarnefnd gagnrýnir Tesla vegna banaslyss Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. apríl 2018 18:35 Ætlast er til þess að ökumenn Tesla-bíla séu með hendur á stýri jafnvel þó að sjálfstýringin sé í gangi. Vísir/AFP Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars síðastliðinn, þar sem Tesla-jepplingur ók á vegatálma með þeim afleiðingum að Walter Huang, tveggja barna faðir á fertugsaldri, lést. Hefur nefndin gert athugasemdir við yfirlýsingu fyrirtækisins um tildrög slyssins.Tesla sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem kom fram að sjálfstýrikerfi bílsins hafi verið í notkun þegar slysið átti sér stað. Þá sagði fyrirtækið að ökumaðurinn sem lést hafi borið nokkra sök, til að mynda hafi hann ekki verið með hendur á stýri rétt fyrir áreksturinn þó að bíllinn hafi gefið frá sér viðvaranir um að öruggast væri að hafa hendur á stýri. Þá sagði einnig að öryggistálminn sem bíllinn klessti á hafi orðið fyrir höggi í öðrum árekstri og því hafi hann ekki dreift högginu sem skyldi þegar bíll Huang lenti á tálmanum. „Á þessum tíma þarf rannsóknarnefnd samgönguslysa aðstoð Tesla við að lesa gögn úr bílnum,“ segir í yfirlýsingu frá Chris O‘Neil, talsmanni nefndarinnar. „Í öllum rannsóknum okkar þar sem Tesla bíll kemur við sögu hefur fyrirtækið verið afar samvinnuþýtt við að lesa gögn. Nefndin er hins vegar ósátt við að Tesla hafi gefið út upplýsingar sem eru til rannsóknar.“ Það þykir óvanalegt að nefndin gefi út yfirlýsingu af þessu tagi en hún hefur hins vegar gripið til aðgerða þegar flugfélög og flugvélaframleiðendur hafa birt upplýsingar sem nefndarmenn telja ótímabært að gera opinberar. Tengdar fréttir Tesla segir sjálfstýribúnað gera heiminn öruggari þrátt fyrir banaslys Búnaðurinn fækki árekstrum um allt að 40%. 1. apríl 2018 00:01 Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum er ósátt við vinnubrögð bílaframleiðandans TESLA í kjölfar banaslyss þann 23. mars síðastliðinn, þar sem Tesla-jepplingur ók á vegatálma með þeim afleiðingum að Walter Huang, tveggja barna faðir á fertugsaldri, lést. Hefur nefndin gert athugasemdir við yfirlýsingu fyrirtækisins um tildrög slyssins.Tesla sendi frá sér tilkynningu á föstudag þar sem kom fram að sjálfstýrikerfi bílsins hafi verið í notkun þegar slysið átti sér stað. Þá sagði fyrirtækið að ökumaðurinn sem lést hafi borið nokkra sök, til að mynda hafi hann ekki verið með hendur á stýri rétt fyrir áreksturinn þó að bíllinn hafi gefið frá sér viðvaranir um að öruggast væri að hafa hendur á stýri. Þá sagði einnig að öryggistálminn sem bíllinn klessti á hafi orðið fyrir höggi í öðrum árekstri og því hafi hann ekki dreift högginu sem skyldi þegar bíll Huang lenti á tálmanum. „Á þessum tíma þarf rannsóknarnefnd samgönguslysa aðstoð Tesla við að lesa gögn úr bílnum,“ segir í yfirlýsingu frá Chris O‘Neil, talsmanni nefndarinnar. „Í öllum rannsóknum okkar þar sem Tesla bíll kemur við sögu hefur fyrirtækið verið afar samvinnuþýtt við að lesa gögn. Nefndin er hins vegar ósátt við að Tesla hafi gefið út upplýsingar sem eru til rannsóknar.“ Það þykir óvanalegt að nefndin gefi út yfirlýsingu af þessu tagi en hún hefur hins vegar gripið til aðgerða þegar flugfélög og flugvélaframleiðendur hafa birt upplýsingar sem nefndarmenn telja ótímabært að gera opinberar.
Tengdar fréttir Tesla segir sjálfstýribúnað gera heiminn öruggari þrátt fyrir banaslys Búnaðurinn fækki árekstrum um allt að 40%. 1. apríl 2018 00:01 Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Tesla segir sjálfstýribúnað gera heiminn öruggari þrátt fyrir banaslys Búnaðurinn fækki árekstrum um allt að 40%. 1. apríl 2018 00:01
Tesla-bifreið var á sjálfstýringu þegar hún hafnaði á vegartálma Bíllinn hafnaði á vegatrálma og fórst ökumaður hans. 31. mars 2018 17:30