Arnór Ingvi: Gott að svara gagnrýnisröddum Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. apríl 2018 22:15 Arnór Ingvi hefur byrjað vel hjá Malmö. Hér fagnar hann marki í bikarleik á dögunum. vísir/getty Arnór Ingvi Traustason reyndist hetja Malmö þegar liðið vann 1-2 sigur á Elfsborg í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Arnór Ingvi kom Malmö í 1-2 um miðbik fyrri hálfleiks. Suðurnesjamaðurinn var að leika sinn fyrsta deildarleik fyrir Malmö en hann þekkir vel til í Svíþjóð eftir að hafa slegið í gegn með Norrköping á árunum 2014-2016. Í kjölfarið var hann keyptur til austurríska stórliðsins Rapid Wien en þar gengu hlutirnir ekki jafn vel og var Arnór Ingvi lánaður til AEK í Grikklandi áður en hann var keyptur til Malmö síðasta haust. Arnór Ingvi fagnaði markinu með því að halda fyrir bæði eyrun. Var hann spurður út í fagnið af sænskum fjölmiðlum eftir leik. „Þetta var bara fyrir mig. Ég hef orðið fyrir mikilli gagnrýni á undanförnum árum. Stundum þarf maður að loka eyrunum fyrir því og hlusta á sjálfan sig. Mér líður vel núna og sjálfstraustið er á réttri leið eftir að ég kom til Malmö.“ „Fólk er alltaf tilbúið til að gagnrýna og að sjálfsögðu er gott að geta svarað því. Mikilvægast af öllu er að trúa á sjálfan sig. Fólkið mitt styður mig í gegnum allt,“ sagði Arnór Ingvi sigurreifur. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Arnór Ingvi tryggði Malmö sigur Arnór Ingvi Traustason var á skotskónum í sigri Malmö. 2. apríl 2018 17:15 Mest lesið Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Fótbolti Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Sport Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Enski boltinn 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár Sport Fleiri fréttir Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira
Arnór Ingvi Traustason reyndist hetja Malmö þegar liðið vann 1-2 sigur á Elfsborg í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Arnór Ingvi kom Malmö í 1-2 um miðbik fyrri hálfleiks. Suðurnesjamaðurinn var að leika sinn fyrsta deildarleik fyrir Malmö en hann þekkir vel til í Svíþjóð eftir að hafa slegið í gegn með Norrköping á árunum 2014-2016. Í kjölfarið var hann keyptur til austurríska stórliðsins Rapid Wien en þar gengu hlutirnir ekki jafn vel og var Arnór Ingvi lánaður til AEK í Grikklandi áður en hann var keyptur til Malmö síðasta haust. Arnór Ingvi fagnaði markinu með því að halda fyrir bæði eyrun. Var hann spurður út í fagnið af sænskum fjölmiðlum eftir leik. „Þetta var bara fyrir mig. Ég hef orðið fyrir mikilli gagnrýni á undanförnum árum. Stundum þarf maður að loka eyrunum fyrir því og hlusta á sjálfan sig. Mér líður vel núna og sjálfstraustið er á réttri leið eftir að ég kom til Malmö.“ „Fólk er alltaf tilbúið til að gagnrýna og að sjálfsögðu er gott að geta svarað því. Mikilvægast af öllu er að trúa á sjálfan sig. Fólkið mitt styður mig í gegnum allt,“ sagði Arnór Ingvi sigurreifur.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Arnór Ingvi tryggði Malmö sigur Arnór Ingvi Traustason var á skotskónum í sigri Malmö. 2. apríl 2018 17:15 Mest lesið Eygló Fanndal er Íþróttamaður ársins 2025 Sport Luke Littler rústaði úrslitaleiknum og er aftur heimsmeistari Sport „Þetta ár var klárlega stærsta árið á ferlinum“ Sport McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Golf Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Körfubolti Íþróttaeldhugi ársins endurvakti ungmennafélag Sport Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Fótbolti Jón Arnar nýjasti meðlimurinn í Heiðurshöll ÍSÍ Sport Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Enski boltinn 24 fengu atkvæði í kjöri Íþróttamanns ársins í ár Sport Fleiri fréttir Arteta segir Declan Rice vera einn þann besta í heimi Tíu Malímenn lentu undir en unnu samt Börsungar björguðu sér með tveimur mörkum í lokin Declan Rice var hetjan þegar Arsenal náði sex stiga forskoti Þórir og félagar tóku stig af Juventus Mané lagði upp tvö og Senegal fyrsta liðið í átta liða úrslit Fór að gráta eftir að hafa gefið mark í ensku úrvalsdeildinni Tómas Bent og félagar með sex stiga forskot Fyrsti sigurinn hjá Úlfunum var stórsigur á West Ham Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar Markmannsmistök komu í veg fyrir fögnuð hjá Mikael McGinn útskýrir furðulega fagnið: „Smá grín hjá okkur í klefanum“ McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Sjá meira
Arnór Ingvi tryggði Malmö sigur Arnór Ingvi Traustason var á skotskónum í sigri Malmö. 2. apríl 2018 17:15