Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. maí 2018 08:05 Aron Einar ætlar ekki að missa af HM í Rússlandi vísir/hanna Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. Liðþófi rifnaði í hægra hné Arons Einars í leik með félagsliði hans Cardiff City um helgina og varð hann að fara í uppskurð eins fljótt og hægt var. „Tíminn frá því að ég meiddist og fram að því að ég fékk niðurstöður um hversu alvarlegt þetta væri var einhver sá óþægilegasti sem ég hef lifað. Ég var farinn að búa mig undir það versta en sem betur fer þá voru meiðslin ekki jafn slæm og ég óttaðist,“ sagði Aron Einar í tilkynningu sem send var fjölmiðlum nú í morgun. „Ég er þakklátur fyrir þann kraft sem settur hefur verið í að meðhöndla mig. Stjórnendur Cardiff sem og þeir sem starfa hjá íslenska landsliðinu eru búnir að slá í takt undangengna daga og það eru allir að gera sitt besta til að tryggja að ég nái sem skjótustum bata. Aðgerðin á mánudaginn heppnaðist vel og í dag byrjar ferlið þar sem ég vinn mig smám saman aftur af stað. Þetta verður hvorki þægilegt né skemmtilegt, en það breytir mig engu. Ég er bjartsýnn og ég geri bara það sem ég þarf að gera til að vera klár í tæka tíð.“ Aðeins 45 dagar eru í fyrsta leik á HM þar sem Ísland mætir Argentíu í Moskvu og er enginn vafi í huga Arons að hann muni verða þar með landsliðinu. „Ég ætla mér á HM, svo einfalt er það,“ sagði Aron. Aron er ekki eina íslenska íþróttastjarnan sem hefur orðið fyrir áfalli vegna meiðsla en Gunnar Nelson þurfti að hætta við bardaga sinn sem átti að fara fram í Liverpool í maí vegna meiðsla. Hann tók til samfélagsmiðla og lýsti yfir stuðningi við fyrirliðann.Góðan bata kafteinn. Hlakka til að sjá þig á HM í Rússlandi. Ef þú vilt kíkja í kaffi þá er ég heima líka með fótinn uppí loftið — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018Haha hljómar vel, ég er pro á hjólastól #wheelies — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar í aðgerð á morgun: „Bjartsýnn fyrir HM“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, mun undirgangast aðgerð á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Cardiff og Hull í gærkvöldi en Aron Einar fór af velli eftir níu mínútna leik. 29. apríl 2018 17:40 Aron Einar meiddur á hné og ökkla | Fer í myndatöku á morgun Neil Warnock staðfestir að Aron Einar hafði meiðst á hné og ökkla en alvarleiki meiðslanna er óljós og kemur betur í ljós á morgun þegar landsliðsfyrirliðinn fer í myndatöku. 28. apríl 2018 17:53 Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Leik lokið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira
Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. Liðþófi rifnaði í hægra hné Arons Einars í leik með félagsliði hans Cardiff City um helgina og varð hann að fara í uppskurð eins fljótt og hægt var. „Tíminn frá því að ég meiddist og fram að því að ég fékk niðurstöður um hversu alvarlegt þetta væri var einhver sá óþægilegasti sem ég hef lifað. Ég var farinn að búa mig undir það versta en sem betur fer þá voru meiðslin ekki jafn slæm og ég óttaðist,“ sagði Aron Einar í tilkynningu sem send var fjölmiðlum nú í morgun. „Ég er þakklátur fyrir þann kraft sem settur hefur verið í að meðhöndla mig. Stjórnendur Cardiff sem og þeir sem starfa hjá íslenska landsliðinu eru búnir að slá í takt undangengna daga og það eru allir að gera sitt besta til að tryggja að ég nái sem skjótustum bata. Aðgerðin á mánudaginn heppnaðist vel og í dag byrjar ferlið þar sem ég vinn mig smám saman aftur af stað. Þetta verður hvorki þægilegt né skemmtilegt, en það breytir mig engu. Ég er bjartsýnn og ég geri bara það sem ég þarf að gera til að vera klár í tæka tíð.“ Aðeins 45 dagar eru í fyrsta leik á HM þar sem Ísland mætir Argentíu í Moskvu og er enginn vafi í huga Arons að hann muni verða þar með landsliðinu. „Ég ætla mér á HM, svo einfalt er það,“ sagði Aron. Aron er ekki eina íslenska íþróttastjarnan sem hefur orðið fyrir áfalli vegna meiðsla en Gunnar Nelson þurfti að hætta við bardaga sinn sem átti að fara fram í Liverpool í maí vegna meiðsla. Hann tók til samfélagsmiðla og lýsti yfir stuðningi við fyrirliðann.Góðan bata kafteinn. Hlakka til að sjá þig á HM í Rússlandi. Ef þú vilt kíkja í kaffi þá er ég heima líka með fótinn uppí loftið — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018Haha hljómar vel, ég er pro á hjólastól #wheelies — Gunnar Nelson (@GunniNelson) May 1, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar í aðgerð á morgun: „Bjartsýnn fyrir HM“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, mun undirgangast aðgerð á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Cardiff og Hull í gærkvöldi en Aron Einar fór af velli eftir níu mínútna leik. 29. apríl 2018 17:40 Aron Einar meiddur á hné og ökkla | Fer í myndatöku á morgun Neil Warnock staðfestir að Aron Einar hafði meiðst á hné og ökkla en alvarleiki meiðslanna er óljós og kemur betur í ljós á morgun þegar landsliðsfyrirliðinn fer í myndatöku. 28. apríl 2018 17:53 Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Leik lokið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira
Aron Einar í aðgerð á morgun: „Bjartsýnn fyrir HM“ Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands og leikmaður Cardiff, mun undirgangast aðgerð á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Cardiff og Hull í gærkvöldi en Aron Einar fór af velli eftir níu mínútna leik. 29. apríl 2018 17:40
Aron Einar meiddur á hné og ökkla | Fer í myndatöku á morgun Neil Warnock staðfestir að Aron Einar hafði meiðst á hné og ökkla en alvarleiki meiðslanna er óljós og kemur betur í ljós á morgun þegar landsliðsfyrirliðinn fer í myndatöku. 28. apríl 2018 17:53
Aðgerð Arons gekk vel Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson segir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær hafa gengið vel. 1. maí 2018 11:42