„Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 13:00 Jorge Sampaoli kolféll á prófinu gegn Íslandi í gær. vísir/getty Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að íslenska landsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Argentínu á HM 2018 í fótbolta í gær. Leikurinn var nánast fullkomlega spilaður hjá okkar mönnum en leikskipulagið var frábært og framkvæmdin hjá strákunum í hæsta gæðaflokki. Argentínumenn komust lítt á leiðis gegn íslenska varnarmúrnum. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er yfirnjósnari íslenska liðsins og hann sat upp í stúku og hjálpaði til við að leikgreina leikinn í beinni. Hann kom svo skilaboðum áleiðis niður á bekkinn.Freyr Alexandersson er yfirnjósnari íslenska liðsins.vísir/gettyBiðu eftir því óvænta Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, þykir mikið séní þegar kemur að leikskipulagi og leikfræði og því óttaðist íslenska þjálfarateymið að hann myndi finna upp hjóli á Spartak-vellinum í gær en svo var nú aldeilis ekki. Argentínumaðurinn féll á prófinu. „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við. Það var ekkert sem að kom okkur á óvart. Við Heimir vorum alltaf að bíða eftir þessu óvænta því það er alltaf talað um hvað Sampaoli sé mikill snillingur,“ segir Freyr en hann tók virkan þátt í æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í dag. „Ég held að þetta snúist frekar um hvað hann getur verið óútreiknanlegur. Það bara kom ekki neitt,“ segir hann. Lionel Messi kom boltanum ekki í netið í gær þrátt fyrir að skjóta ellefu sinnum að marki. Íslensku strákarnir voru búnir að undirbúa sig vel fyrir að mæta einum besta leikmanni sögunnar og það skilaði sér.Lionel Messi var í gjörgæslu.vísir/gettyMest bara hissa „Við vorum búnir að fara vel yfir það, að Messi má aldrei fá yfir tíu metra á milli varnar og miðju og hvernig varnarlínan okkar og miðlínan unnu saman að því að loka því svæði var stórkostlegt. Svo var Heimir búinn að fara einstaklega vel yfir það hvernig menn eiga að standa á Messi. Það var meiriháttar að horfa á þetta,“ segir Freyr. Það þótti ákveðin vanvirðing og vanmat þegar að Sampaoli las upp byrjunarlið argentínska liðsins á blaðamannafundi degi fyrir leik og gaf þannig Heimi og hans mönnum meiri tíma til að undirbúa sig. „Ég var bara hissa. Ég vissi ekki hvort ég átti að túlka þetta sem hroka eða sjálfstraust hjá þeim. Þetta eru ekki vanaleg vinnubrögð. Ég athugaði það. Við vorum aðallega hissa en við vorum aftur á móti búnir að giska á þetta byrjunarlið þannig að þetta kom okkur ekki á óvart heldur skapaði okkur bara frekara svigrúm til að slaka á og vinna í öðrum hlutum,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 HM mögulega búið hjá Jóhanni Berg Fór á sjúkrahús í myndatöku í morgun. 17. júní 2018 09:55 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að íslenska landsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við Argentínu á HM 2018 í fótbolta í gær. Leikurinn var nánast fullkomlega spilaður hjá okkar mönnum en leikskipulagið var frábært og framkvæmdin hjá strákunum í hæsta gæðaflokki. Argentínumenn komust lítt á leiðis gegn íslenska varnarmúrnum. Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er yfirnjósnari íslenska liðsins og hann sat upp í stúku og hjálpaði til við að leikgreina leikinn í beinni. Hann kom svo skilaboðum áleiðis niður á bekkinn.Freyr Alexandersson er yfirnjósnari íslenska liðsins.vísir/gettyBiðu eftir því óvænta Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, þykir mikið séní þegar kemur að leikskipulagi og leikfræði og því óttaðist íslenska þjálfarateymið að hann myndi finna upp hjóli á Spartak-vellinum í gær en svo var nú aldeilis ekki. Argentínumaðurinn féll á prófinu. „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við. Það var ekkert sem að kom okkur á óvart. Við Heimir vorum alltaf að bíða eftir þessu óvænta því það er alltaf talað um hvað Sampaoli sé mikill snillingur,“ segir Freyr en hann tók virkan þátt í æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í dag. „Ég held að þetta snúist frekar um hvað hann getur verið óútreiknanlegur. Það bara kom ekki neitt,“ segir hann. Lionel Messi kom boltanum ekki í netið í gær þrátt fyrir að skjóta ellefu sinnum að marki. Íslensku strákarnir voru búnir að undirbúa sig vel fyrir að mæta einum besta leikmanni sögunnar og það skilaði sér.Lionel Messi var í gjörgæslu.vísir/gettyMest bara hissa „Við vorum búnir að fara vel yfir það, að Messi má aldrei fá yfir tíu metra á milli varnar og miðju og hvernig varnarlínan okkar og miðlínan unnu saman að því að loka því svæði var stórkostlegt. Svo var Heimir búinn að fara einstaklega vel yfir það hvernig menn eiga að standa á Messi. Það var meiriháttar að horfa á þetta,“ segir Freyr. Það þótti ákveðin vanvirðing og vanmat þegar að Sampaoli las upp byrjunarlið argentínska liðsins á blaðamannafundi degi fyrir leik og gaf þannig Heimi og hans mönnum meiri tíma til að undirbúa sig. „Ég var bara hissa. Ég vissi ekki hvort ég átti að túlka þetta sem hroka eða sjálfstraust hjá þeim. Þetta eru ekki vanaleg vinnubrögð. Ég athugaði það. Við vorum aðallega hissa en við vorum aftur á móti búnir að giska á þetta byrjunarlið þannig að þetta kom okkur ekki á óvart heldur skapaði okkur bara frekara svigrúm til að slaka á og vinna í öðrum hlutum,“ segir Freyr Alexandersson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 HM mögulega búið hjá Jóhanni Berg Fór á sjúkrahús í myndatöku í morgun. 17. júní 2018 09:55 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00
Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30