Áttaði sig ekki á því fyrr en daginn eftir að hann hefði bjargað lífi eldri konu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 17:55 Jónas Már Karlsson var í dag valinn skyndihjálparmaður ársins af Rauða krossi Íslands. Jónas starfar sem kokkur hjá fyrirtæki sem keyrir út heitan mat, meðal annars til ýmissa eldri borgara í Hafnarfirði. Þennan dag er Jónas tiltölulega nýlagður af stað með fullan bíl af matarsendingum þegar hann hringir bjöllunni hjá eldri konu. „Ég er sem sagt að keyra út mat til eldri borgara í Hafnarfirði og ég kem heim til konu og hún er treg til að svara bjöllunni. En eftir smástund þá hleypir hún mér inn og þegar ég kem að hurðinni hjá henni þá stendur hún þar og bendir á bakið og kurrar í henni að hún eigi í erfiðleikum. Í hurðargatinu þá slæ ég aðeins í bakið á henni en ég sé það er ekki að duga. Þá fer ég með hana inn í íbúðina og held áfram að slá á bakið á henni og það er ekki nást,“ sagði Jónas í samtali við fréttastofu um björgunina í dag. Hann sá að konan var að verða máttfarin og var farin að blána meira og meira í framan. „Þá fer smá biti upp úr henni og ég held áfram í smástund en ég sé og finn alveg að það er ennþá fast í henni hún er ekki að ná miklu lofti með og þá tók ég upp símann og hringdi á 112 og bað um sjúkrabíl og talaði um að það væri kona í andnauð.“ Sjúkrabíllinn kom svo skömmu seinna. Þeir tóku við að reyna að ná bitanum upp úr henni og eftir smástund fór Jónas aftur til vinnu að keyra út mat á fleiri staði. „Það er ekkert fyrr en daginn eftir þegar aðstandendur hafa samband og segja að hún hafi verið flutt upp á spítala í neyð og hefði þurft að fara í aðgerð til að losa aðskotahlutinn að þetta svona síaðist inn að ég hefði bjargað lífi hennar,“ sagði Jónas. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá viðtal við Jónas um þar sem hann lýsir björguninni. Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira
Jónas Már Karlsson var í dag valinn skyndihjálparmaður ársins af Rauða krossi Íslands. Jónas starfar sem kokkur hjá fyrirtæki sem keyrir út heitan mat, meðal annars til ýmissa eldri borgara í Hafnarfirði. Þennan dag er Jónas tiltölulega nýlagður af stað með fullan bíl af matarsendingum þegar hann hringir bjöllunni hjá eldri konu. „Ég er sem sagt að keyra út mat til eldri borgara í Hafnarfirði og ég kem heim til konu og hún er treg til að svara bjöllunni. En eftir smástund þá hleypir hún mér inn og þegar ég kem að hurðinni hjá henni þá stendur hún þar og bendir á bakið og kurrar í henni að hún eigi í erfiðleikum. Í hurðargatinu þá slæ ég aðeins í bakið á henni en ég sé það er ekki að duga. Þá fer ég með hana inn í íbúðina og held áfram að slá á bakið á henni og það er ekki nást,“ sagði Jónas í samtali við fréttastofu um björgunina í dag. Hann sá að konan var að verða máttfarin og var farin að blána meira og meira í framan. „Þá fer smá biti upp úr henni og ég held áfram í smástund en ég sé og finn alveg að það er ennþá fast í henni hún er ekki að ná miklu lofti með og þá tók ég upp símann og hringdi á 112 og bað um sjúkrabíl og talaði um að það væri kona í andnauð.“ Sjúkrabíllinn kom svo skömmu seinna. Þeir tóku við að reyna að ná bitanum upp úr henni og eftir smástund fór Jónas aftur til vinnu að keyra út mat á fleiri staði. „Það er ekkert fyrr en daginn eftir þegar aðstandendur hafa samband og segja að hún hafi verið flutt upp á spítala í neyð og hefði þurft að fara í aðgerð til að losa aðskotahlutinn að þetta svona síaðist inn að ég hefði bjargað lífi hennar,“ sagði Jónas. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá viðtal við Jónas um þar sem hann lýsir björguninni.
Mest lesið Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Fleiri fréttir Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Sjá meira