Neitaði að borga lögfræðingnum því reikningurinn var hærri en 10 þúsund krónur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2018 18:15 Maðurinn býr í Eyjum og snerist upphaflega dómsmálið um girðingu sem nágranni hans vildi reisa. Vísir/Pjetur Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmanna á áttræðisaldri til þess að greiða skuld upp á tæplega 700 þúsund krónur, með dráttarvöxtum, en það var lögmannsstofa Lúðvíks Bergvinssonar, Bonafide, sem stefndi manninum vegna skuldarinnar. Fram kemur í dómnum að í maí 2015 hafi maðurinn veitt lögfræðingi hjá lögmannsstofu Lúðvíks umboð til að annast fyrirsvar fyrir hann vegna hugsanlegs ágreinings við nágranna vegna uppsetningar á girðingu. Í umboðinu fólst aðstoð og fyrirsvar við bréfaskriftir, kröfugerð, sáttatilraunir og málflutningur fyrir héraðsdómi eftir atvikum. Í framhaldinu gerði lögfræðingurinn kröfu hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum um að lögbann yrði lagt við því að nágranninn myndi reisa girðingu við lóðamörk á milli eigna þeirra í Eyjum.Mótmælti ekki tímaskráningu lögfræðingsins vegna málsins „Var lögbannið lagt á og höfðaði stefndi staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Suðurlands og var kveðinn upp í því dómur 5. apríl 2016. Voru dómkröfur stefnda, sem var þá stefnandi staðfestingarmálsins, að lögbannið yrði staðfest og að viðurkennt yrði að nágrannanum væri óheimilt að reisa girðingu við lóðamörkin, auk málskostnaðarkröfu. Var lögbannið staðfest, en stefndi í því máli sýknaður af kröfu um að honum væri óheimilt að reisa girðingu við lóðamörkin. Var málskostnaður felldur niður,“ segir í dómnum um lyktir þess máls fyrir dómstólum. Fram kemur í þingbók staðfestingarmálsins að bæði umræddur lögfræðingur sem sótti þing og Lúðvík Bergvinsson hafi komið að vinnu við málið einnig. „Kveður stefnandi að við framangreindan málarekstur hafi verið unnir 26,8 klukkutímar af hálfu stefnanda í þágu stefnda og hefur verið lögð fram tímaskýrsla um það. Hafa verið lagðir fram 3 reikningar stefnanda til stefnda, innheimtubréf, milliinnheimtuviðvaranir, lokaaðvaranir og löginnheimtubréf vegna innheimtu skuldarinnar, en stefnandi kveður stefnda ekki hafa greitt og er því ekki mótmælt. Mótmælir stefndi heldur ekki tímaskráningu stefnanda,“ segir í dómnum.Hélt að lögfræðingurinn yrði einn með málið en ekki „hópur af fólki“ í Reykjavík Maðurinn hafi hins vegar neitað að greiða reikningana þar sem hann hafi talið að lögfræðingurinn yrði einn með málið en ekki „hópur af fólki í Reykjavík.“ Þá hafi lögfræðingurinn talað um að kostnaðurinn við málareksturinn yrði um 10 þúsund krónur og að aldrei hafi verið gerð fyrir öllum þessum kostnaði sem skuldin hljóðaði upp á. Dómurinn hafnar þessari málsástæðu mannsins með öllu, segir hana ósannaða og auk þess „fráleitt“ að ætla að lögfæði- og lögmannsþjónusta líkt og maðurinn keypti af Bonafide myndi ekki kosta meira en 10 þúsund krónur. Þá var það jafnframt álit dómsins að með því að leita til lögmannsstofunnar hafi maðurinn undirgengist samningssamband við stofuna um að honum væri veitt lögfræðiaðstoð og þjónusta við málarekstur sinn. „Þá verður að telja ósannað að stefndi hafi ekki vitað um þær dómkröfur sem hann hafi gert í téðu dómsmáli, enda verður stefndi ekki sýknaður af kröfum stefnanda vegna þess að málareksturinn hafi tapast að hluta til,“ segir jafnframt í dómnum sem sjá má í heild sinni hér. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmanna á áttræðisaldri til þess að greiða skuld upp á tæplega 700 þúsund krónur, með dráttarvöxtum, en það var lögmannsstofa Lúðvíks Bergvinssonar, Bonafide, sem stefndi manninum vegna skuldarinnar. Fram kemur í dómnum að í maí 2015 hafi maðurinn veitt lögfræðingi hjá lögmannsstofu Lúðvíks umboð til að annast fyrirsvar fyrir hann vegna hugsanlegs ágreinings við nágranna vegna uppsetningar á girðingu. Í umboðinu fólst aðstoð og fyrirsvar við bréfaskriftir, kröfugerð, sáttatilraunir og málflutningur fyrir héraðsdómi eftir atvikum. Í framhaldinu gerði lögfræðingurinn kröfu hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum um að lögbann yrði lagt við því að nágranninn myndi reisa girðingu við lóðamörk á milli eigna þeirra í Eyjum.Mótmælti ekki tímaskráningu lögfræðingsins vegna málsins „Var lögbannið lagt á og höfðaði stefndi staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Suðurlands og var kveðinn upp í því dómur 5. apríl 2016. Voru dómkröfur stefnda, sem var þá stefnandi staðfestingarmálsins, að lögbannið yrði staðfest og að viðurkennt yrði að nágrannanum væri óheimilt að reisa girðingu við lóðamörkin, auk málskostnaðarkröfu. Var lögbannið staðfest, en stefndi í því máli sýknaður af kröfu um að honum væri óheimilt að reisa girðingu við lóðamörkin. Var málskostnaður felldur niður,“ segir í dómnum um lyktir þess máls fyrir dómstólum. Fram kemur í þingbók staðfestingarmálsins að bæði umræddur lögfræðingur sem sótti þing og Lúðvík Bergvinsson hafi komið að vinnu við málið einnig. „Kveður stefnandi að við framangreindan málarekstur hafi verið unnir 26,8 klukkutímar af hálfu stefnanda í þágu stefnda og hefur verið lögð fram tímaskýrsla um það. Hafa verið lagðir fram 3 reikningar stefnanda til stefnda, innheimtubréf, milliinnheimtuviðvaranir, lokaaðvaranir og löginnheimtubréf vegna innheimtu skuldarinnar, en stefnandi kveður stefnda ekki hafa greitt og er því ekki mótmælt. Mótmælir stefndi heldur ekki tímaskráningu stefnanda,“ segir í dómnum.Hélt að lögfræðingurinn yrði einn með málið en ekki „hópur af fólki“ í Reykjavík Maðurinn hafi hins vegar neitað að greiða reikningana þar sem hann hafi talið að lögfræðingurinn yrði einn með málið en ekki „hópur af fólki í Reykjavík.“ Þá hafi lögfræðingurinn talað um að kostnaðurinn við málareksturinn yrði um 10 þúsund krónur og að aldrei hafi verið gerð fyrir öllum þessum kostnaði sem skuldin hljóðaði upp á. Dómurinn hafnar þessari málsástæðu mannsins með öllu, segir hana ósannaða og auk þess „fráleitt“ að ætla að lögfæði- og lögmannsþjónusta líkt og maðurinn keypti af Bonafide myndi ekki kosta meira en 10 þúsund krónur. Þá var það jafnframt álit dómsins að með því að leita til lögmannsstofunnar hafi maðurinn undirgengist samningssamband við stofuna um að honum væri veitt lögfræðiaðstoð og þjónusta við málarekstur sinn. „Þá verður að telja ósannað að stefndi hafi ekki vitað um þær dómkröfur sem hann hafi gert í téðu dómsmáli, enda verður stefndi ekki sýknaður af kröfum stefnanda vegna þess að málareksturinn hafi tapast að hluta til,“ segir jafnframt í dómnum sem sjá má í heild sinni hér.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira