Forgangsakstur fær að fara yfir lokaða Ölfusárbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2018 21:39 Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar í Suðursvæði Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Það mun koma sér afar illa fyrir marga þegar Ölfusárbrú við Selfoss verður lokað í um viku um miðjan ágúst en um sautján þúsund bílar fara yfir brúnna á hverjum sólarhring. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að ekki verið komist hjá því að loka brúnni í svona langan tíma á meðan nýtt brúargólf verður steypt. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þá er ætlunin að loka brúnni á miðnætti 12. ágúst., opna hana svona aftur kl. 06:00 að morgni 13. ágúst og hafa opið til 20:00 þann dag, eða þar til að brúnni verður alveg lokað til 20. ágúst. „Það á að laga slitgólf brúarinnar því það eru komin mjög mikil hjólför í gólfið sem eru 40 til 50 millimetrar og farin að nálgast járnin í brúnni. Það þarf að fræsa upp gólfið og steypa nýtt slitlag“, segir Svanur. Um sautján þúsund bílar aka yfir Ölfusárbrú við Selfoss á hverjum sólarhringVísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki slæm staða að þurfa að loka brúnni í svona langan tíma ? „Það er bara mjög slæmt og kemur ábyggilega illa við marga en það er bara algjörlega óhjákvæmilegt að gera þetta. Ég skal ekki segja til um það hvort þetta sé rétti tíminn en þetta þarf að gerast að sumarlagi. Við teljum rétta að gera þetta áður en skólar byrja, já, ég held að þetta sé nálægt því að vera rétti tíminn“, bætir Svanur við. Margir hafa spurt sig eftir að fréttist af vikulokuninni hvernig færi með lögreglu og sjúkrabíla sem væru í forgangsakstri, komast þeir yfir brúnna þrátt fyrir að hún verði lokuð ? „Já, við ætlum að reyna að finna lausnir til þess en það verður væntanlega þannig að við tökum handriðið af við gönguleiðina yfir brúnna þannig að bílarnir fá þá að keyra gönguleiðina. Við verðum með vakt á brúnni í þannig tilfellum svo enginn annar keyri yfir“, segir Svanur enn fremur. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Það mun koma sér afar illa fyrir marga þegar Ölfusárbrú við Selfoss verður lokað í um viku um miðjan ágúst en um sautján þúsund bílar fara yfir brúnna á hverjum sólarhring. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar segir að ekki verið komist hjá því að loka brúnni í svona langan tíma á meðan nýtt brúargólf verður steypt. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þá er ætlunin að loka brúnni á miðnætti 12. ágúst., opna hana svona aftur kl. 06:00 að morgni 13. ágúst og hafa opið til 20:00 þann dag, eða þar til að brúnni verður alveg lokað til 20. ágúst. „Það á að laga slitgólf brúarinnar því það eru komin mjög mikil hjólför í gólfið sem eru 40 til 50 millimetrar og farin að nálgast járnin í brúnni. Það þarf að fræsa upp gólfið og steypa nýtt slitlag“, segir Svanur. Um sautján þúsund bílar aka yfir Ölfusárbrú við Selfoss á hverjum sólarhringVísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson En er ekki slæm staða að þurfa að loka brúnni í svona langan tíma ? „Það er bara mjög slæmt og kemur ábyggilega illa við marga en það er bara algjörlega óhjákvæmilegt að gera þetta. Ég skal ekki segja til um það hvort þetta sé rétti tíminn en þetta þarf að gerast að sumarlagi. Við teljum rétta að gera þetta áður en skólar byrja, já, ég held að þetta sé nálægt því að vera rétti tíminn“, bætir Svanur við. Margir hafa spurt sig eftir að fréttist af vikulokuninni hvernig færi með lögreglu og sjúkrabíla sem væru í forgangsakstri, komast þeir yfir brúnna þrátt fyrir að hún verði lokuð ? „Já, við ætlum að reyna að finna lausnir til þess en það verður væntanlega þannig að við tökum handriðið af við gönguleiðina yfir brúnna þannig að bílarnir fá þá að keyra gönguleiðina. Við verðum með vakt á brúnni í þannig tilfellum svo enginn annar keyri yfir“, segir Svanur enn fremur.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira