Hefur áhyggjur af fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 31. desember 2018 13:06 Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið en því er haldið fram í pistli sem forstjórinn birti á heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi. Hann segir að fækkun sjúkraflutningamanna geti verið skerðing á aðgengi þjónustunnar. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands gagnrýndi í pistli á Heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi fréttaflutning Stöðvar 2 og Vísis um að fækka eigi sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í byrjun næsta árs. En hún sagði fyrirsögn fréttarinnar ranga og villandi. Haft var eftir Herdísi í kvöldfréttum Stöðvar 2 að sjúkraflutningamönnum hjá stofnuninni verði fækkað úr 27 í 23 og í yfirlýsingu stofnunarinnar kemur meðal annars fram að fækka eigi stöðugildum sjúkraflutningamanna á næsta ári og að álag sé sívaxandi. Fréttastofa stendur við fréttina og fyrirsögn hennar. Herdís sagði jafnframt í pistli sínum að breytingin sé unnin í samráði við trúnaðarmenn sjúkraflutningamanna, stéttarfélag sjúkraflutningamanna og ráðuneyti en því hafnar formaður Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. „Þetta er ekki rétt og við höfum látið vita af þessu. Forstjórinn hefur talað um að þetta verði dregið til baka, eða þetta verði leiðrétt. Þetta var ekki í neinu samráði við stéttafélagið,“ segir Magnús. Magnús segist hafa mikla áhyggjur af boðaðri fækkun sjúkraflutningamanna á þessu svæði, sem hann segir viðkvæmt. Álagið hefur aukist og ekki séð að það sé að ganga til baka. „Þetta er gríðarlega stórt svæði sem þessi stofnun sinnir og það viðbragð sem er í boði í dag, hefur verið að takast að sinna þessu ágætlega. En við höfum frekar á tilfinningunni að það hafi bætt í, frekar en dregið úr.“ Forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar sagði í fréttum í gær að fækkun sjúkraflutningamanna mun snerta 4-5 einstaklinga en Magnús telur að þeir verði fleiri þegar upp er staðið. „Þær upplýsingar sem við höfum eru í raun og veru þannig að þetta gæti snert fleiri stöðugildi en við getum ekki slegið föstu hversu mörg stöðugildi er um að ræða,“ segir Magnús. Hann segir að fækkunin gæti skert aðgang að þjónustunni „Vissulega er það þannig að vegalengdirnar á þessu svæði eru gríðarlega miklar og ef við horfum á þetta í víðu samhengi, getum við alveg verið sammála því að þetta geti verið skerðing á aðgengi fyrir einstaklinga sem búa fjarri sjúkrabílaviðbragði.“ Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir ekki rétt hjá forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé gerð í samráði við Landssambandið en því er haldið fram í pistli sem forstjórinn birti á heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi. Hann segir að fækkun sjúkraflutningamanna geti verið skerðing á aðgengi þjónustunnar. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands gagnrýndi í pistli á Heimasíðu stofnunarinnar í gærkvöldi fréttaflutning Stöðvar 2 og Vísis um að fækka eigi sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi í byrjun næsta árs. En hún sagði fyrirsögn fréttarinnar ranga og villandi. Haft var eftir Herdísi í kvöldfréttum Stöðvar 2 að sjúkraflutningamönnum hjá stofnuninni verði fækkað úr 27 í 23 og í yfirlýsingu stofnunarinnar kemur meðal annars fram að fækka eigi stöðugildum sjúkraflutningamanna á næsta ári og að álag sé sívaxandi. Fréttastofa stendur við fréttina og fyrirsögn hennar. Herdís sagði jafnframt í pistli sínum að breytingin sé unnin í samráði við trúnaðarmenn sjúkraflutningamanna, stéttarfélag sjúkraflutningamanna og ráðuneyti en því hafnar formaður Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. „Þetta er ekki rétt og við höfum látið vita af þessu. Forstjórinn hefur talað um að þetta verði dregið til baka, eða þetta verði leiðrétt. Þetta var ekki í neinu samráði við stéttafélagið,“ segir Magnús. Magnús segist hafa mikla áhyggjur af boðaðri fækkun sjúkraflutningamanna á þessu svæði, sem hann segir viðkvæmt. Álagið hefur aukist og ekki séð að það sé að ganga til baka. „Þetta er gríðarlega stórt svæði sem þessi stofnun sinnir og það viðbragð sem er í boði í dag, hefur verið að takast að sinna þessu ágætlega. En við höfum frekar á tilfinningunni að það hafi bætt í, frekar en dregið úr.“ Forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar sagði í fréttum í gær að fækkun sjúkraflutningamanna mun snerta 4-5 einstaklinga en Magnús telur að þeir verði fleiri þegar upp er staðið. „Þær upplýsingar sem við höfum eru í raun og veru þannig að þetta gæti snert fleiri stöðugildi en við getum ekki slegið föstu hversu mörg stöðugildi er um að ræða,“ segir Magnús. Hann segir að fækkunin gæti skert aðgang að þjónustunni „Vissulega er það þannig að vegalengdirnar á þessu svæði eru gríðarlega miklar og ef við horfum á þetta í víðu samhengi, getum við alveg verið sammála því að þetta geti verið skerðing á aðgengi fyrir einstaklinga sem búa fjarri sjúkrabílaviðbragði.“
Tengdar fréttir Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08 Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Yfirlýsing vegna pistils forstjóra HSu Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofunnar Suðurlands, segir í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar í gærkvöldi að fyrirsögn á frétt Vísis um fækkun sjúkraflutningamanna á Suðurlandi sé villandi og ósönn. 31. desember 2018 08:08
Fækka sjúkraflutningamönnum á Suðurlandi þrátt fyrir fleiri alvarleg slys Fækka á sjúkraflutningarmönnum á Suðurlandi um fjóra frá 1. febrúar þrátt fyrir mikla fjölgun alvarlegra slysa á svæðinu. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir þetta nauðsynlegar breytingar í ljósi reksrarhalla stofnunarinnar. Þetta eigi ekki að hafa áhrif á viðbragðstíma á svæðinu. 30. desember 2018 19:00