Mikil svifryksmengun á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 10:53 Þessi mynd var tekin í vikunni á Akureyri þegar svifryk mældist í bænum. umhverfisstofnun Aukinn styrkur svifryks hefur mælst undanfarið á loftgæðamælistöð Akureyrarbæjar og Umhverfisstofnunar sem staðsett er við Strandgöut á móts við Hof. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að óvenju há gildi svifryks hafi mælst í bænum frá miðjum október en háir svifrykstoppar sem fara langt yfir þau mörk sem miðað er við á sólarhring hafa meiri áhrif á heilsu fólks en toppar sem fara rétt rúmlega yfir mörkin. Heilsuverndarmörk svifryks eru miðuð við meðaltal hvers sólarhrings þar sem mörk eru 50 µg/m3 að meðaltali í heilan sólarhring. „Sólarhringsmeðaltal s.l. þriðjudag, 20. nóvember, var 119 µg/m3 og var dagurinn því vel yfir heilsuverndarmörkum. Sólarhringsmeðaltal svifryks má ekki fara yfir mörkin oftar en 35 daga á ári. Þetta var 15. dagurinn sem mælist yfir mörkum síðan stöðin var sett upp við Strandgötu um miðan febrúar á þessi ári,“ segir á vef Umhverfisstofnunar en hæsta einstaka klukkutímameðaltalið sem hefur mælst á Strandgötu það sem af er vetri er 455 455 µg/m3. Ekki eru hins vegar nein heilsuverndarmörk í gildi fyrir hvern klukkutíma, aðeins meðaltal sólarhrings. „Þegar svona er ástatt getur fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum fundið fyrir óþægindum. Í þann hóp falla öll ung börn og hluti aldraðra. Einnig er fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma viðkvæmara fyrir svifryki og fólk með astma getur fundið fyrir auknum einkennum. Ekki er hægt að mæla með að fólk sé í mikilli líkamlegri áreynslu í nágrenni við miklar umferðargötur þegar styrkur svifryks er svo hár. Mælt er með að hlauparar velji sér leið fjær mestu umferðargötunum. Mikil umferð á Akureyri er meginorsök svifryksmengunarinnar í bænum. Er þörf á að nota heimilisbílinn alltaf til allra erinda? Frítt er í strætó á Akureyri og er fólk hvatt til að kynna sér leiðakerfið. Í litlum bæ búa margir í göngu eða hjólafæri við sinn vinnustað eða skóla. Ef veðurspá næstu daga gengur eftir gæti áfram orðið hár styrkur svifryks í bænum. Full ástæða er til að vara við hugsanlegum áhrifum svifryksins á heilsu fólks. Sú spurning er áleitin hvort taka ætti upp þá stefnu að gefa út viðvaranir til íbúa á Akureyri þegar mikil svifryksmengun mælist, líkt og gert er í Reykjavík,“ segir á vef Umhverfisstofnunar þar sem lesa má nánar um málið. Umhverfismál Tengdar fréttir Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. 20. nóvember 2018 18:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Aukinn styrkur svifryks hefur mælst undanfarið á loftgæðamælistöð Akureyrarbæjar og Umhverfisstofnunar sem staðsett er við Strandgöut á móts við Hof. Fram kemur á vef Umhverfisstofnunar að óvenju há gildi svifryks hafi mælst í bænum frá miðjum október en háir svifrykstoppar sem fara langt yfir þau mörk sem miðað er við á sólarhring hafa meiri áhrif á heilsu fólks en toppar sem fara rétt rúmlega yfir mörkin. Heilsuverndarmörk svifryks eru miðuð við meðaltal hvers sólarhrings þar sem mörk eru 50 µg/m3 að meðaltali í heilan sólarhring. „Sólarhringsmeðaltal s.l. þriðjudag, 20. nóvember, var 119 µg/m3 og var dagurinn því vel yfir heilsuverndarmörkum. Sólarhringsmeðaltal svifryks má ekki fara yfir mörkin oftar en 35 daga á ári. Þetta var 15. dagurinn sem mælist yfir mörkum síðan stöðin var sett upp við Strandgötu um miðan febrúar á þessi ári,“ segir á vef Umhverfisstofnunar en hæsta einstaka klukkutímameðaltalið sem hefur mælst á Strandgötu það sem af er vetri er 455 455 µg/m3. Ekki eru hins vegar nein heilsuverndarmörk í gildi fyrir hvern klukkutíma, aðeins meðaltal sólarhrings. „Þegar svona er ástatt getur fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum fundið fyrir óþægindum. Í þann hóp falla öll ung börn og hluti aldraðra. Einnig er fólk með hjarta- og lungnasjúkdóma viðkvæmara fyrir svifryki og fólk með astma getur fundið fyrir auknum einkennum. Ekki er hægt að mæla með að fólk sé í mikilli líkamlegri áreynslu í nágrenni við miklar umferðargötur þegar styrkur svifryks er svo hár. Mælt er með að hlauparar velji sér leið fjær mestu umferðargötunum. Mikil umferð á Akureyri er meginorsök svifryksmengunarinnar í bænum. Er þörf á að nota heimilisbílinn alltaf til allra erinda? Frítt er í strætó á Akureyri og er fólk hvatt til að kynna sér leiðakerfið. Í litlum bæ búa margir í göngu eða hjólafæri við sinn vinnustað eða skóla. Ef veðurspá næstu daga gengur eftir gæti áfram orðið hár styrkur svifryks í bænum. Full ástæða er til að vara við hugsanlegum áhrifum svifryksins á heilsu fólks. Sú spurning er áleitin hvort taka ætti upp þá stefnu að gefa út viðvaranir til íbúa á Akureyri þegar mikil svifryksmengun mælist, líkt og gert er í Reykjavík,“ segir á vef Umhverfisstofnunar þar sem lesa má nánar um málið.
Umhverfismál Tengdar fréttir Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. 20. nóvember 2018 18:26 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bílvelta í Kömbunum Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Svifryk yfir heilsuverndarmörkum: „Of margir dagar og of háir toppar“ Loftgæði á Akureyri hafa verið slæm alla helgina. 20. nóvember 2018 18:26