Markametið féll þegar Liverpool gulltryggði Meistaradeildarsæti Arnar Geir Halldórsson skrifar 13. maí 2018 15:45 Metið fallið vísir/getty Liverpool tryggði sér Meistaradeildarsæti með glæsibrag þegar Brighton heimsótti Anfield í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Mohamed Salah vantaði eitt mark til að eigna sér markamet ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti metið sem var 31 mark ásamt Alan Shearer, Luis Suarez og Cristiano Ronaldo þegar kom að leiknum í dag. Það tók Egyptann knáa 26 mínútur að opna markareikninginn í dag og skora sitt 32. mark í úrvalsdeildinni á tímabilinu. Skömmu síðar tvöfaldaði Dejan Lovren forystuna. Dominic Solanke fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag og hann skoraði glæsilegt mark í upphafi síðari hálfleiks eftir undirbúning Salah. Andrew Robertson rak síðasta naglann í kistu Brighton á 85.mínútu og reyndist það síðasta mark leiksins, lokatölur á Anfield 4-0. Liverpool lýkur því keppni í ensku úrvalsdeildinni í 4.sæti þetta tímabilið. Enski boltinn
Liverpool tryggði sér Meistaradeildarsæti með glæsibrag þegar Brighton heimsótti Anfield í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Mohamed Salah vantaði eitt mark til að eigna sér markamet ensku úrvalsdeildarinnar en hann átti metið sem var 31 mark ásamt Alan Shearer, Luis Suarez og Cristiano Ronaldo þegar kom að leiknum í dag. Það tók Egyptann knáa 26 mínútur að opna markareikninginn í dag og skora sitt 32. mark í úrvalsdeildinni á tímabilinu. Skömmu síðar tvöfaldaði Dejan Lovren forystuna. Dominic Solanke fékk tækifæri í byrjunarliðinu í dag og hann skoraði glæsilegt mark í upphafi síðari hálfleiks eftir undirbúning Salah. Andrew Robertson rak síðasta naglann í kistu Brighton á 85.mínútu og reyndist það síðasta mark leiksins, lokatölur á Anfield 4-0. Liverpool lýkur því keppni í ensku úrvalsdeildinni í 4.sæti þetta tímabilið.
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn