Shaqiri ekki með Liverpool til Belgrad af öryggisástæðum Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. nóvember 2018 09:26 Shaqiri fær ekki að fara með Liverpool til Serbíu Vísir/Getty Xherdan Shaqiri er ekki í leikmannahópi Liverpool sem heldur til Serbíu í dag til að leika gegn Rauðu Stjörnunni í Meistaradeild Evrópu á morgun. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, viðurkennir að ákvörðunin sé tekin af öryggisástæðum en búist var við að Shaqiri, sem er Kosóvó-Albani þó hann spili fyrir Sviss, myndi fá sérstaklega óblíðar móttökur á heimavelli Rauðu Stjörnunnar. Serbar hafa átt í pólitískum útistöðum við bæði Kosóvó og Albaníu á undanförnum árum og því lítil vinátta á milli þjóðanna. Shaqiri hellti olíu á eldinn þegar hann fagnaði sigurmarki sínu gegn Serbíu á HM í Rússlandi með arnarmerki til að sýna stuðning við Albaníu.Þó Shaqiri hafi sjálfur sagt að hann óttist ekki að heimsækja Belgrad hefur Klopp tekið ákvörðun um að hann ferðist ekki með liðinu. „Við höfum heyrt af því og lesið um hvernig móttökur Shaq myndi fá. Þó að við vitum ekki hvað myndi gerast viljum við fara þangað og vera 100% einbeittir á að spila fótbolta og viljum ekki hugsa um neitt annað,“ segir Klopp og heldur áfram. „Við erum Liverpool FC og erum risaklúbbur en við erum ekki að senda nein skilaboð með þessu. Við höfum engar pólitískar skoðanir og viljum bara einbeita okkur að því að spila fótbolta.“ „Við viljum forðast allt sem gæti mögulega truflað okkur í þessu 90 mínútna verkefni og af þeirri ástæðu fer Shaq ekki með okkur. Hann samþykkir það og skilur ákvörðunina. Shaq er leikmaðurinn okkar, við elskum hann og hann mun spila fullt af leikjum fyrir okkur, en ekki á morgun,“ segir Klopp ennfremur. Leikur Rauðu Stjörnunnar og Liverpool hefst klukkan 17:55 á morgun.A 21-man squad has been named for our #UCL trip to Belgrade, but Jürgen Klopp explains why Xherdan Shaqiri will not be involved against Red Star and provides a general injury update... https://t.co/t2AbNKx67H— Liverpool FC (@LFC) November 5, 2018 Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Shaqiri óhræddur við að spila í Belgrad Xherdan Shaqiri óttast ekki að heimsækja Belgrad þrátt fyrir að hann sé langt því frá vinsælasti knattspyrnumaðurinn í Serbíu. 26. október 2018 11:30 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Xherdan Shaqiri er ekki í leikmannahópi Liverpool sem heldur til Serbíu í dag til að leika gegn Rauðu Stjörnunni í Meistaradeild Evrópu á morgun. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, viðurkennir að ákvörðunin sé tekin af öryggisástæðum en búist var við að Shaqiri, sem er Kosóvó-Albani þó hann spili fyrir Sviss, myndi fá sérstaklega óblíðar móttökur á heimavelli Rauðu Stjörnunnar. Serbar hafa átt í pólitískum útistöðum við bæði Kosóvó og Albaníu á undanförnum árum og því lítil vinátta á milli þjóðanna. Shaqiri hellti olíu á eldinn þegar hann fagnaði sigurmarki sínu gegn Serbíu á HM í Rússlandi með arnarmerki til að sýna stuðning við Albaníu.Þó Shaqiri hafi sjálfur sagt að hann óttist ekki að heimsækja Belgrad hefur Klopp tekið ákvörðun um að hann ferðist ekki með liðinu. „Við höfum heyrt af því og lesið um hvernig móttökur Shaq myndi fá. Þó að við vitum ekki hvað myndi gerast viljum við fara þangað og vera 100% einbeittir á að spila fótbolta og viljum ekki hugsa um neitt annað,“ segir Klopp og heldur áfram. „Við erum Liverpool FC og erum risaklúbbur en við erum ekki að senda nein skilaboð með þessu. Við höfum engar pólitískar skoðanir og viljum bara einbeita okkur að því að spila fótbolta.“ „Við viljum forðast allt sem gæti mögulega truflað okkur í þessu 90 mínútna verkefni og af þeirri ástæðu fer Shaq ekki með okkur. Hann samþykkir það og skilur ákvörðunina. Shaq er leikmaðurinn okkar, við elskum hann og hann mun spila fullt af leikjum fyrir okkur, en ekki á morgun,“ segir Klopp ennfremur. Leikur Rauðu Stjörnunnar og Liverpool hefst klukkan 17:55 á morgun.A 21-man squad has been named for our #UCL trip to Belgrade, but Jürgen Klopp explains why Xherdan Shaqiri will not be involved against Red Star and provides a general injury update... https://t.co/t2AbNKx67H— Liverpool FC (@LFC) November 5, 2018
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Shaqiri óhræddur við að spila í Belgrad Xherdan Shaqiri óttast ekki að heimsækja Belgrad þrátt fyrir að hann sé langt því frá vinsælasti knattspyrnumaðurinn í Serbíu. 26. október 2018 11:30 Mest lesið Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Körfubolti „Mig kitlar svakalega í puttana“ Handbolti „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Körfubolti Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Körfubolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Shaqiri óhræddur við að spila í Belgrad Xherdan Shaqiri óttast ekki að heimsækja Belgrad þrátt fyrir að hann sé langt því frá vinsælasti knattspyrnumaðurinn í Serbíu. 26. október 2018 11:30