Rúnar Alex: Frakkaleikurinn verður gott próf fyrir okkur Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar 9. október 2018 08:30 Rúnar Alex á hóteli landsliðsins í gær. Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. „Ég er búinn að vera svo stutt í Frakklandi þannig að ég lít ekki alveg á mig sem Frakka enn þá. Það væri annað ef þessi leikur hefði verið í Danmörku þar sem ég var lengur þar. Þetta er svona venjulegt finnst mér,“ segir Rúnar Alex yfirvegaður á hóteli íslenska liðsins í Saint-Brieuc í gær. Markvörðurinn er að sögn sleipur í frönsku þó svo hann vilji nú ekki hæla sér of mikið fyrir hana. „Það gengur hægt og ég er nýbyrjaður í tímum. Ég hef verið að rifja upp það sem ég lærði áður. Mér gengur vel að skilja en það er erfiðara að tala. Ég var með fínan grunn frá því er ég bjó í Belgíu og svo tók ég auðveldu leiðina í framhaldsskóla með því að taka aukaáfanga í frönsku.“ Þó svo gengi Dijon hafi verið upp og ofan þá hefur Rúnar Alex verið að spila mjög vel og vakið athygli í franska boltanum fyrir sína frammistöðu. „Mér persónulega hefur gengið ágætlega þó svo liðið sé að hiksta. Mér líður mjög vel í borginni og hjá liðinu,“ segir markvörðurinn en hver helst munurinn á því að spila í Frakklandi og Danmörku? „Hraðinn myndi ég segja. Menn eru líkamlega sterkari og fljótari hér. Gæðalega eru þeir betri og betri lið í deildinni. Þá er meiri hraði á öllu og maður þarf að vera á tánum í 90 mínútur. Þetta er hörkudeild og gaman.“ Rúnar Alex er efstur á blaði yfir arftaka Hannesar Þórs Halldórssonar í marki íslenska liðsins og vonast eftir því að fá að spila gegn Frökkum. „Þetta verður erfitt og gott próf fyrir okkur. Þetta er æfingaleikur og því kannski auðveldara að setja mig í liðið. Þjálfarinn hefur samt bara fengið tvo leiki og vill kannski spila á því liði sem hann þekkir og treystir. Ég mun virða þá ákvörðun sem þjálfararnir taka.“ Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. „Ég er búinn að vera svo stutt í Frakklandi þannig að ég lít ekki alveg á mig sem Frakka enn þá. Það væri annað ef þessi leikur hefði verið í Danmörku þar sem ég var lengur þar. Þetta er svona venjulegt finnst mér,“ segir Rúnar Alex yfirvegaður á hóteli íslenska liðsins í Saint-Brieuc í gær. Markvörðurinn er að sögn sleipur í frönsku þó svo hann vilji nú ekki hæla sér of mikið fyrir hana. „Það gengur hægt og ég er nýbyrjaður í tímum. Ég hef verið að rifja upp það sem ég lærði áður. Mér gengur vel að skilja en það er erfiðara að tala. Ég var með fínan grunn frá því er ég bjó í Belgíu og svo tók ég auðveldu leiðina í framhaldsskóla með því að taka aukaáfanga í frönsku.“ Þó svo gengi Dijon hafi verið upp og ofan þá hefur Rúnar Alex verið að spila mjög vel og vakið athygli í franska boltanum fyrir sína frammistöðu. „Mér persónulega hefur gengið ágætlega þó svo liðið sé að hiksta. Mér líður mjög vel í borginni og hjá liðinu,“ segir markvörðurinn en hver helst munurinn á því að spila í Frakklandi og Danmörku? „Hraðinn myndi ég segja. Menn eru líkamlega sterkari og fljótari hér. Gæðalega eru þeir betri og betri lið í deildinni. Þá er meiri hraði á öllu og maður þarf að vera á tánum í 90 mínútur. Þetta er hörkudeild og gaman.“ Rúnar Alex er efstur á blaði yfir arftaka Hannesar Þórs Halldórssonar í marki íslenska liðsins og vonast eftir því að fá að spila gegn Frökkum. „Þetta verður erfitt og gott próf fyrir okkur. Þetta er æfingaleikur og því kannski auðveldara að setja mig í liðið. Þjálfarinn hefur samt bara fengið tvo leiki og vill kannski spila á því liði sem hann þekkir og treystir. Ég mun virða þá ákvörðun sem þjálfararnir taka.“
Fótbolti Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira