Rúnar Alex: Frakkaleikurinn verður gott próf fyrir okkur Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar 9. október 2018 08:30 Rúnar Alex á hóteli landsliðsins í gær. Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. „Ég er búinn að vera svo stutt í Frakklandi þannig að ég lít ekki alveg á mig sem Frakka enn þá. Það væri annað ef þessi leikur hefði verið í Danmörku þar sem ég var lengur þar. Þetta er svona venjulegt finnst mér,“ segir Rúnar Alex yfirvegaður á hóteli íslenska liðsins í Saint-Brieuc í gær. Markvörðurinn er að sögn sleipur í frönsku þó svo hann vilji nú ekki hæla sér of mikið fyrir hana. „Það gengur hægt og ég er nýbyrjaður í tímum. Ég hef verið að rifja upp það sem ég lærði áður. Mér gengur vel að skilja en það er erfiðara að tala. Ég var með fínan grunn frá því er ég bjó í Belgíu og svo tók ég auðveldu leiðina í framhaldsskóla með því að taka aukaáfanga í frönsku.“ Þó svo gengi Dijon hafi verið upp og ofan þá hefur Rúnar Alex verið að spila mjög vel og vakið athygli í franska boltanum fyrir sína frammistöðu. „Mér persónulega hefur gengið ágætlega þó svo liðið sé að hiksta. Mér líður mjög vel í borginni og hjá liðinu,“ segir markvörðurinn en hver helst munurinn á því að spila í Frakklandi og Danmörku? „Hraðinn myndi ég segja. Menn eru líkamlega sterkari og fljótari hér. Gæðalega eru þeir betri og betri lið í deildinni. Þá er meiri hraði á öllu og maður þarf að vera á tánum í 90 mínútur. Þetta er hörkudeild og gaman.“ Rúnar Alex er efstur á blaði yfir arftaka Hannesar Þórs Halldórssonar í marki íslenska liðsins og vonast eftir því að fá að spila gegn Frökkum. „Þetta verður erfitt og gott próf fyrir okkur. Þetta er æfingaleikur og því kannski auðveldara að setja mig í liðið. Þjálfarinn hefur samt bara fengið tvo leiki og vill kannski spila á því liði sem hann þekkir og treystir. Ég mun virða þá ákvörðun sem þjálfararnir taka.“ Fótbolti Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson gekk í raðir franska liðsins Dijon síðasta sumar og er nú mættur í landsleik gegn Frökkum sem fram fer í Guingamp á fimmtudag. „Ég er búinn að vera svo stutt í Frakklandi þannig að ég lít ekki alveg á mig sem Frakka enn þá. Það væri annað ef þessi leikur hefði verið í Danmörku þar sem ég var lengur þar. Þetta er svona venjulegt finnst mér,“ segir Rúnar Alex yfirvegaður á hóteli íslenska liðsins í Saint-Brieuc í gær. Markvörðurinn er að sögn sleipur í frönsku þó svo hann vilji nú ekki hæla sér of mikið fyrir hana. „Það gengur hægt og ég er nýbyrjaður í tímum. Ég hef verið að rifja upp það sem ég lærði áður. Mér gengur vel að skilja en það er erfiðara að tala. Ég var með fínan grunn frá því er ég bjó í Belgíu og svo tók ég auðveldu leiðina í framhaldsskóla með því að taka aukaáfanga í frönsku.“ Þó svo gengi Dijon hafi verið upp og ofan þá hefur Rúnar Alex verið að spila mjög vel og vakið athygli í franska boltanum fyrir sína frammistöðu. „Mér persónulega hefur gengið ágætlega þó svo liðið sé að hiksta. Mér líður mjög vel í borginni og hjá liðinu,“ segir markvörðurinn en hver helst munurinn á því að spila í Frakklandi og Danmörku? „Hraðinn myndi ég segja. Menn eru líkamlega sterkari og fljótari hér. Gæðalega eru þeir betri og betri lið í deildinni. Þá er meiri hraði á öllu og maður þarf að vera á tánum í 90 mínútur. Þetta er hörkudeild og gaman.“ Rúnar Alex er efstur á blaði yfir arftaka Hannesar Þórs Halldórssonar í marki íslenska liðsins og vonast eftir því að fá að spila gegn Frökkum. „Þetta verður erfitt og gott próf fyrir okkur. Þetta er æfingaleikur og því kannski auðveldara að setja mig í liðið. Þjálfarinn hefur samt bara fengið tvo leiki og vill kannski spila á því liði sem hann þekkir og treystir. Ég mun virða þá ákvörðun sem þjálfararnir taka.“
Fótbolti Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira