Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. febrúar 2018 20:30 Stefnt er að því að skýrar upplýsingar um kostnað og greiðslur til þingmanna verði brátt aðgengilegar á heimasíðu Alþingis. Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. Samkvæmt gildandi reglum er þingmönnum ætlaðar ýmsar aukagreiðslur. Þannig fá m.a. formenn nefnda, flokka og varaforsetar álag allt frá 15% og upp í 50% ofan á laun sín. Þingmenn utan af landi fá fasta mánaðarlega greiðslu og í sumum tilvikum álag að auki. Þá er greiddur ferðakostnaður án takmarkana fyrir akstur innan og utan kjördæmis. Ofan á þetta bætist svo kostnaður fyrir síma, tölvubúnað og svokallaður starfskostnaður.Tímabært að gera betur grein fyrir reglum Það er því ljóst að kostnaður skattborgara við hvern þingmann er oftast talsvert meiri en þingfararkaupið eitt. Hins vegar er erfitt fyrir hinn almenna borgara að henda reiður á því hver fær nákvæmlega hvað og hversu mikið. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tekur undir það að auka eigi gagnsæið í reglunum.„Ég held að það sé eðlilegt að við gerum miklu betur grein fyrir þessu og höfum opnara og aðgengilegra. Ég vona bara að góð samstaða geti tekist um það,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Hann segir markmiðið að upplýsingar um þessar aukagreiðslur verði öllum opnar, helst á vef Alþingis. Hann segir aftur á móti stuðst við opinberan taxta þegar aksturspeningar eru reiknaðir og því ekki á forræði þingsins að meta hvort þingmenn græði á slíkum greiðslum.Vill ekki ræða mál einstakra þingmanna Í Kastljósi í gær upplýsti Ásmundur Friðriksson að hann hefði þegið aksturspening í kosningabaráttu í prófkjöri en hann fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Þykir Steingrími eðlilegt að innheimta slíkan pening? „Ég ætla ekki að ræða þetta út frá málefnum einstaks þingmanns en það er alveg rétt að liður í þessari vinnu gæti verið að skerpa á því, framfylgni reglnanna.“Hafa þingmenn þá haft val um það sjálfir hvort þeir fylgi þessum reglum eða ekki?„Það er kannski ekki alveg bara þannig, en þessi regla eða viðmiðun er nú nýlega tilkomin og kannski hefur tekið svolítinn tíma að fella þetta allt saman undir hana.“Þá segir Steingrímur að til standi að taka reglurnar til endurskoðunar innan forsætisnefndar og sú vinna hafi raunar þegar verið hafin fyrir áramót. „Málið er á dagskrá í forsætisnefnd og ég held menn verði að sýna því aðeins skilning að nú þurfum við að fá tíma til að halda áfram þeirri vinnu,“ segir Steingrímur. Alþingi Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Stefnt er að því að skýrar upplýsingar um kostnað og greiðslur til þingmanna verði brátt aðgengilegar á heimasíðu Alþingis. Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. Samkvæmt gildandi reglum er þingmönnum ætlaðar ýmsar aukagreiðslur. Þannig fá m.a. formenn nefnda, flokka og varaforsetar álag allt frá 15% og upp í 50% ofan á laun sín. Þingmenn utan af landi fá fasta mánaðarlega greiðslu og í sumum tilvikum álag að auki. Þá er greiddur ferðakostnaður án takmarkana fyrir akstur innan og utan kjördæmis. Ofan á þetta bætist svo kostnaður fyrir síma, tölvubúnað og svokallaður starfskostnaður.Tímabært að gera betur grein fyrir reglum Það er því ljóst að kostnaður skattborgara við hvern þingmann er oftast talsvert meiri en þingfararkaupið eitt. Hins vegar er erfitt fyrir hinn almenna borgara að henda reiður á því hver fær nákvæmlega hvað og hversu mikið. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tekur undir það að auka eigi gagnsæið í reglunum.„Ég held að það sé eðlilegt að við gerum miklu betur grein fyrir þessu og höfum opnara og aðgengilegra. Ég vona bara að góð samstaða geti tekist um það,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Hann segir markmiðið að upplýsingar um þessar aukagreiðslur verði öllum opnar, helst á vef Alþingis. Hann segir aftur á móti stuðst við opinberan taxta þegar aksturspeningar eru reiknaðir og því ekki á forræði þingsins að meta hvort þingmenn græði á slíkum greiðslum.Vill ekki ræða mál einstakra þingmanna Í Kastljósi í gær upplýsti Ásmundur Friðriksson að hann hefði þegið aksturspening í kosningabaráttu í prófkjöri en hann fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Þykir Steingrími eðlilegt að innheimta slíkan pening? „Ég ætla ekki að ræða þetta út frá málefnum einstaks þingmanns en það er alveg rétt að liður í þessari vinnu gæti verið að skerpa á því, framfylgni reglnanna.“Hafa þingmenn þá haft val um það sjálfir hvort þeir fylgi þessum reglum eða ekki?„Það er kannski ekki alveg bara þannig, en þessi regla eða viðmiðun er nú nýlega tilkomin og kannski hefur tekið svolítinn tíma að fella þetta allt saman undir hana.“Þá segir Steingrímur að til standi að taka reglurnar til endurskoðunar innan forsætisnefndar og sú vinna hafi raunar þegar verið hafin fyrir áramót. „Málið er á dagskrá í forsætisnefnd og ég held menn verði að sýna því aðeins skilning að nú þurfum við að fá tíma til að halda áfram þeirri vinnu,“ segir Steingrímur.
Alþingi Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
„Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44