Nýtt diskastell forsetahjónanna skapar illdeilur í Frakklandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. júní 2018 16:30 Forsetahjúin í Frakklandi. Vísir/Getty Forsetahjónin í Frakklandi eru nú miðpunktur illdeilna í Frakklandi vegna ásakana um að forsetahöllinn sé að eyða háum fjárhæðum í nýtt diskastell fyrir höllina. Á sama tíma er forsetinn sagður hafa kvartað yfir háum fjárhæðum sem fara í franska velferðarkerfið. BBC greinir frá. Það var Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands og eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem valdi hið nýja stell. Samanstendur það af 1.200 hlutum og er sagt kosta 50 þúsund evrur, um sex milljónir króna.Þörfin fyrir endurnýjun diskastellsins er sögð vera mikil enda elstu hlutar þess taldir vera frá sjötta áratug síðustu aldar. Embættismenn segja mjög mikilvægt að endurnýja það sökum aldurs og að margir hlutar þess séu týndir.Í gegnum tíðina hefur postulínsverksmiðjan Sèvres framleitt diskastell fyrir forsetahöllina og á því verður engin breyting nú. Diskarnir eru sagðir vera mikil listaverk en mörgum þykir þeir þó vera dýrir og að ekki sé öll sagan sögð þegar kemur að verðinu á hinum handmáluðu diskum. „Endalaust“ af fjármunum í velferðarkerfið Hefur satírublaðið Le Canard enchaîné reiknað út að raunverulegur kostnaður diskanna sé um 400 evrur á disk, sem myndi tífalda verðið sem gefið hefur verið upp. Líklega væri þetta ekki mikið vandamál ef myndband af Macron að ræða um kostnaðinn við velferðarkerfið væri ekki í töluverðri dreifingu í Frakklandi. „Sjáið þið bara hvar við stöndum í velferðarmálum. Við setjum endalaust af pening í niðurgreiðslu og bætur og fólk er ennþá fátækt,“ heyrist Macton segja í myndbandinu, sem dreift var af samskiptastjóra Macron. Enn fremur segir hann að eitthvað þurfi að breytast svo fólk geti brotist út úr vítahring fátæktar.Le Président ? Toujours exigeant. Pas encore satisfait du discours qu'il prononcera demain au congrès de la Mutualité, il nous précise donc le brief ! Au boulot ! pic.twitter.com/2mjy1JmOVv— Sibeth Ndiaye (@SibNdiaye) June 12, 2018 Voru franskir Twitter-notendur fljótir að grípa ummæli Macron á lofti og setja í samhengi við umdeilda diskastell, líkt og sjá má hér að neðan. „Þú setur bílfarma af peningum í diskastell og fólk er enn ekki ánægt,“ segir í tístinu hér að neðan.On met un pognon de dingue dans la vaisselle et les gens ne sont pas contents #aidesSociales pic.twitter.com/36RqaRIimK— jmc (@nabotine974) June 13, 2018 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Forsetahjónin í Frakklandi eru nú miðpunktur illdeilna í Frakklandi vegna ásakana um að forsetahöllinn sé að eyða háum fjárhæðum í nýtt diskastell fyrir höllina. Á sama tíma er forsetinn sagður hafa kvartað yfir háum fjárhæðum sem fara í franska velferðarkerfið. BBC greinir frá. Það var Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands og eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, sem valdi hið nýja stell. Samanstendur það af 1.200 hlutum og er sagt kosta 50 þúsund evrur, um sex milljónir króna.Þörfin fyrir endurnýjun diskastellsins er sögð vera mikil enda elstu hlutar þess taldir vera frá sjötta áratug síðustu aldar. Embættismenn segja mjög mikilvægt að endurnýja það sökum aldurs og að margir hlutar þess séu týndir.Í gegnum tíðina hefur postulínsverksmiðjan Sèvres framleitt diskastell fyrir forsetahöllina og á því verður engin breyting nú. Diskarnir eru sagðir vera mikil listaverk en mörgum þykir þeir þó vera dýrir og að ekki sé öll sagan sögð þegar kemur að verðinu á hinum handmáluðu diskum. „Endalaust“ af fjármunum í velferðarkerfið Hefur satírublaðið Le Canard enchaîné reiknað út að raunverulegur kostnaður diskanna sé um 400 evrur á disk, sem myndi tífalda verðið sem gefið hefur verið upp. Líklega væri þetta ekki mikið vandamál ef myndband af Macron að ræða um kostnaðinn við velferðarkerfið væri ekki í töluverðri dreifingu í Frakklandi. „Sjáið þið bara hvar við stöndum í velferðarmálum. Við setjum endalaust af pening í niðurgreiðslu og bætur og fólk er ennþá fátækt,“ heyrist Macton segja í myndbandinu, sem dreift var af samskiptastjóra Macron. Enn fremur segir hann að eitthvað þurfi að breytast svo fólk geti brotist út úr vítahring fátæktar.Le Président ? Toujours exigeant. Pas encore satisfait du discours qu'il prononcera demain au congrès de la Mutualité, il nous précise donc le brief ! Au boulot ! pic.twitter.com/2mjy1JmOVv— Sibeth Ndiaye (@SibNdiaye) June 12, 2018 Voru franskir Twitter-notendur fljótir að grípa ummæli Macron á lofti og setja í samhengi við umdeilda diskastell, líkt og sjá má hér að neðan. „Þú setur bílfarma af peningum í diskastell og fólk er enn ekki ánægt,“ segir í tístinu hér að neðan.On met un pognon de dingue dans la vaisselle et les gens ne sont pas contents #aidesSociales pic.twitter.com/36RqaRIimK— jmc (@nabotine974) June 13, 2018
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“