Þýska úrvalsdeildarlið RB Leipzig hefur gert samning við Julian Nagelsmann um að hann verði knattspyrnustjóri félagsins frá og með næsta sumri.
Nagelsmann er 30 ára gamall og gerir fjögurra ára samning við Leipzig en hann þykir bjartasta vonin í þjálfarabransanum í Þýskalandi og hefur oft verið talað um hann sem framtíðarstjóra Bayern Munchen.
Hann hefur stýrt Hoffenheim síðan í október 2015 og náð mögnuðum árangri en Hoffenheim hafnaði í 4.sæti Bundesligunnar á síðustu leiktíð og er því á leið í forkeppni Meistaradeildarinnar.
Nagelsmann mun stýra Hoffenheim í vetur en færir sig svo yfir til Leipzig næsta sumar.
Hið nýríka félag RB Leipzig hafnaði í öðru sæti Bundesligunnar á síðustu leiktíð með fimmtán stigum minna en meistarar Bayern.
Nagelsmann tekur við Leipzig eftir eitt ár
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti

Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti


Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur
Körfubolti