„Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 22:34 Ryan Seacrest við störf í hinni gríðarvinsælu sjónvarpsþáttaröð American Idol. Vísir/Getty Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum um að hafa áreitt konu kynferðislega. Hann segir jafnframt mikilvægt að allir hlutaðeigandi í málum, sem nú koma upp á yfirborðið í kjölfer #MeToo-byltingarinnar, fái sanngjarna málsmeðferð. Seacrest, sem þekktastur er fyrir starf sitt sem kynnir bandarísku raunveruleikaþáttanna American Idol, er einn fjölmargra karlmanna í Hollywood sem sakaður var um kynferðislega áreitni og –ofbeldi á síðasta ári. Áður en ásakanirnar á hendur Seacrest litu dagsins ljós sendi hann þó frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir þær. Fullviss um að ekkert væri hæft í ásökununum Í yfirlýsingunni í nóvember sagði Seacrest stílista, sem starfaði með honum hjá sjónvarpsstöðinni E! News fyrir tíu árum, hafa stigið fram og sakað hann um ósæmilega kynferðislega hegðun þegar þau unnu saman. Eins og áður sagði hafnaði Seacrest ásökununum, sagði þær „gálausar“ og að hann myndi vera samvinnuþýður hverjum þeim sem færi með rannsókn málsins. Seacrest tjáði sig aftur um málið í pistli sem birtist á vef The Hollywood Reporter eftir að E! News komst formlega að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum konunnar. Í pistlinum, sem ber titilinn What happened after I was wrongly accused of harassment, segir Seacrest frá tímabilinu í lífi sínu sem tók við eftir að ásakanirnar voru gerðar opinberar. „Það var sársaukafullt þegar vegið var að starfsheiðri mínum. Ég hef alltaf reynt að koma fram við alla samstarfsfélaga mína með heiðarleika, virðingu og góðmennsku að leiðarljósi,“ skrifar Seacrest sem segist þó alltaf hafa verið þess fullviss að ekkert væri hæft í ásökununum. Mikilvægt að allir fái séns Í pistli sínum lagði Seacrest þó áherslu á að hann væri stuðningsmaður #MeToo-byltingarinnar og fór fögrum orðum um hinar hugrökku konur sem hafa stigið fram og sagt frá kerfisbundnu kynjamisrétti sem viðgengst hefur í Hollywood. „Ég vil taka þátt í breytingunum, framförunum, sem eru á sjóndeildarhringnum,“ segir Seacrest. Hann lagði þó áherslu á að mikilvægt væri að allir, „almenningur, einkareknar og opinberar stofnanir, kærendur og stefndir,“ eigi möguleika á sanngjarnri málsmeðferð. #MeToo-byltingin hefur farið hátt í fjölmiðlum og samfélaginu öllu síðan fjölmargar konur stigu fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og –ofbeldi í október í fyrra. Síðan þá hafa fleiri karlmenn verið sakaðir um sambærilega hegðun, og enn aðrir hafa fundið sig knúna til að koma starfsbræðrum sínum, sem liggja undir grun, til varnar. Þar á meðal eru leikararnir Liam Neeson og Alec Baldwin. MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Hlutabréf Guess hafa fallið eftir að Paul Marciano, listrænn stjórnandi merkisins, var sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. 2. febrúar 2018 21:45 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol Síðasta serían af raunveruleikaþættinum vinsæla fer í loftið á næsta ári en hún er sú fimmtánda í röðinni. 13. maí 2015 12:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum um að hafa áreitt konu kynferðislega. Hann segir jafnframt mikilvægt að allir hlutaðeigandi í málum, sem nú koma upp á yfirborðið í kjölfer #MeToo-byltingarinnar, fái sanngjarna málsmeðferð. Seacrest, sem þekktastur er fyrir starf sitt sem kynnir bandarísku raunveruleikaþáttanna American Idol, er einn fjölmargra karlmanna í Hollywood sem sakaður var um kynferðislega áreitni og –ofbeldi á síðasta ári. Áður en ásakanirnar á hendur Seacrest litu dagsins ljós sendi hann þó frá sér yfirlýsingu þar sem hann þvertók fyrir þær. Fullviss um að ekkert væri hæft í ásökununum Í yfirlýsingunni í nóvember sagði Seacrest stílista, sem starfaði með honum hjá sjónvarpsstöðinni E! News fyrir tíu árum, hafa stigið fram og sakað hann um ósæmilega kynferðislega hegðun þegar þau unnu saman. Eins og áður sagði hafnaði Seacrest ásökununum, sagði þær „gálausar“ og að hann myndi vera samvinnuþýður hverjum þeim sem færi með rannsókn málsins. Seacrest tjáði sig aftur um málið í pistli sem birtist á vef The Hollywood Reporter eftir að E! News komst formlega að þeirri niðurstöðu að ekkert væri hæft í ásökunum konunnar. Í pistlinum, sem ber titilinn What happened after I was wrongly accused of harassment, segir Seacrest frá tímabilinu í lífi sínu sem tók við eftir að ásakanirnar voru gerðar opinberar. „Það var sársaukafullt þegar vegið var að starfsheiðri mínum. Ég hef alltaf reynt að koma fram við alla samstarfsfélaga mína með heiðarleika, virðingu og góðmennsku að leiðarljósi,“ skrifar Seacrest sem segist þó alltaf hafa verið þess fullviss að ekkert væri hæft í ásökununum. Mikilvægt að allir fái séns Í pistli sínum lagði Seacrest þó áherslu á að hann væri stuðningsmaður #MeToo-byltingarinnar og fór fögrum orðum um hinar hugrökku konur sem hafa stigið fram og sagt frá kerfisbundnu kynjamisrétti sem viðgengst hefur í Hollywood. „Ég vil taka þátt í breytingunum, framförunum, sem eru á sjóndeildarhringnum,“ segir Seacrest. Hann lagði þó áherslu á að mikilvægt væri að allir, „almenningur, einkareknar og opinberar stofnanir, kærendur og stefndir,“ eigi möguleika á sanngjarnri málsmeðferð. #MeToo-byltingin hefur farið hátt í fjölmiðlum og samfélaginu öllu síðan fjölmargar konur stigu fram og sökuðu kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og –ofbeldi í október í fyrra. Síðan þá hafa fleiri karlmenn verið sakaðir um sambærilega hegðun, og enn aðrir hafa fundið sig knúna til að koma starfsbræðrum sínum, sem liggja undir grun, til varnar. Þar á meðal eru leikararnir Liam Neeson og Alec Baldwin.
MeToo Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Hlutabréf Guess hafa fallið eftir að Paul Marciano, listrænn stjórnandi merkisins, var sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. 2. febrúar 2018 21:45 Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15 Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol Síðasta serían af raunveruleikaþættinum vinsæla fer í loftið á næsta ári en hún er sú fimmtánda í röðinni. 13. maí 2015 12:30 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Sjá meira
Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Hlutabréf Guess hafa fallið eftir að Paul Marciano, listrænn stjórnandi merkisins, var sakaður um kynferðislega áreitni á fimmtudag. 2. febrúar 2018 21:45
Tarantino svarar fyrir sig „Ég neyddi hana ekki í bílinn. Hún gerði þetta því hún treysti mér og hún trúði mér.“ 6. febrúar 2018 11:15
Eftirminnilegustu augnablikin úr American Idol Síðasta serían af raunveruleikaþættinum vinsæla fer í loftið á næsta ári en hún er sú fimmtánda í röðinni. 13. maí 2015 12:30