Kannað verður sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 18:17 Barnarvernd Reykjavíkur frétti fyrst af kærunni, sem lögð var fram í ágúst, nú á síðustu dögum. Vísir/Daníel Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Þá verður kannað sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu sem barst til borgarinnar símleiðis árið 2008, að því er fram kemur í tilkynningu frá Barnaverndarnefnd. Í tilkynningu segir jafnframt að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur lítið málið mjög alvarlegum augum. Unnið hafi verið að því að afla upplýsinga frá því að lögregla tilkynnti um málið í janúar síðastliðnum. Starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður í ágúst síðastliðnum fyrir gróft kynferðisbrot gegn pilti og öðrum börnum en málið var fyrst tekið til rannsóknar nú í janúar og þá var manninum vikið úr starfi sínu á vistheimili barna. Í frétt Stöðvar 2, sem greindi fyrst frá málinu, kemur auk þess fram að maðurinn hafi verið tilkynntur í fjórgang til barnaverndaryfirvalda.Þegar fundað með félagsmálaráðherraÞá harmar Barnaverndarnefnd að ranglega hafi verið fjallað um málið í fréttatíma RÚV í gærkvöldi. „Fram kom í fjölmiðlum að tilkynningar vegna málsins hefðu borist símleiðis til Barnaverndar Reykjavíkur á árunum 2002 og 2008. Í fréttum RÚV kl. 19 í gær var svo ranglega sagt að slíkar tilkynningar hefðu einnig borist árin 2013, 2015 og 2017,“ segir í tilkynningu. „Leiðrétting var birt síðar í fréttatímanum en engu að síður ber að harma að slíkar rangfærslur komi fyrir þegar fjallað er um jafn viðkvæmt og alvarlegt mál á opinberum vettvangi.“ Formaður Barnaverndarnefndar hefur þegar átt fund með félagsmálaráðherra vegna málsins og mun verða unnið með ráðherra, lögreglu og öðrum sem hlut eiga að máli að breytingum á lögum og reglum til að reyna að fyrirbyggja að mál af þessu tagi komi fyrir aftur. Þá verður kannað sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu sem barst til borgarinnar með símtali árið 2008. Ekki hefur fengist staðfesting frá þeim sem kunna að hafa sent inn hliðstæða tilkynningu árið 2002. Barnaverndarnefnd leggur auk þess ríka áherslu á að allir fletir málsins verði kannaðir rækilega og framkvæmt verður áhættumat á allri starfsemi nefndarinnar.Yfirlýsing Barnaverndar Reykjavíkur í heild:Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Ekkert barn á að þola ofbeldi og síst af öllu í úrræðum á vegum barnaverndaryfirvalda.Barnaverndarnefnd Reykjavíkur tekur málið mjög alvarlega og hefur unnið að því að afla upplýsinga frá því að lögregla tilkynnti um málið í janúar sl.Fram kom í fjölmiðlum að tilkynningar vegna málsins hefðu borist símleiðis til Barnaverndar Reykjavíkur á árunum 2002 og 2008. Í fréttum RÚV kl. 19 í gær var svo ranglega sagt að slíkar tilkynningar hefðu einnig borist árin 2013, 2015 og 2017. Leiðrétting var birt síðar í fréttatímanum en engu að síður ber að harma að slíkar rangfærslur komi fyrir þegar fjallað er um jafn viðkvæmt og alvarlegt mál á opinberum vettvangi.Formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur hefur þegar átt fund með félagsmálaráðherra. Unnið verður með ráðherra, lögreglu og öðrum sem hlut eiga að máli að breytingum á lögum og reglum til að reyna að fyrirbyggja að mál af þessu tagi komi fyrir aftur.Á vegum Reykjavíkurborgar verður kannað sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu sem barst til borgarinnar með símtali árið 2008. Ekki hefur fengist staðfesting frá þeim sem kunna að hafa sent inn hliðstæða tilkynningu árið 2002.Barnaverndarnefnd Reykjavíkur leggur ríka áherslu á að allir fletir þessa máls verði kannaðir rækilega í samvinnu við innri endurskoðun borgarinnar. Framkvæmt verður sérstakt áhættumat á allri starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og allir verkferlar varðandi ábendingar og tilkynningar til Barnaverndar endurskoðaðir með það að markmiði að koma í veg fyrir að slík mistök endurtaki sig. Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Þá verður kannað sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu sem barst til borgarinnar símleiðis árið 2008, að því er fram kemur í tilkynningu frá Barnaverndarnefnd. Í tilkynningu segir jafnframt að Barnaverndarnefnd Reykjavíkur lítið málið mjög alvarlegum augum. Unnið hafi verið að því að afla upplýsinga frá því að lögregla tilkynnti um málið í janúar síðastliðnum. Starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur var kærður í ágúst síðastliðnum fyrir gróft kynferðisbrot gegn pilti og öðrum börnum en málið var fyrst tekið til rannsóknar nú í janúar og þá var manninum vikið úr starfi sínu á vistheimili barna. Í frétt Stöðvar 2, sem greindi fyrst frá málinu, kemur auk þess fram að maðurinn hafi verið tilkynntur í fjórgang til barnaverndaryfirvalda.Þegar fundað með félagsmálaráðherraÞá harmar Barnaverndarnefnd að ranglega hafi verið fjallað um málið í fréttatíma RÚV í gærkvöldi. „Fram kom í fjölmiðlum að tilkynningar vegna málsins hefðu borist símleiðis til Barnaverndar Reykjavíkur á árunum 2002 og 2008. Í fréttum RÚV kl. 19 í gær var svo ranglega sagt að slíkar tilkynningar hefðu einnig borist árin 2013, 2015 og 2017,“ segir í tilkynningu. „Leiðrétting var birt síðar í fréttatímanum en engu að síður ber að harma að slíkar rangfærslur komi fyrir þegar fjallað er um jafn viðkvæmt og alvarlegt mál á opinberum vettvangi.“ Formaður Barnaverndarnefndar hefur þegar átt fund með félagsmálaráðherra vegna málsins og mun verða unnið með ráðherra, lögreglu og öðrum sem hlut eiga að máli að breytingum á lögum og reglum til að reyna að fyrirbyggja að mál af þessu tagi komi fyrir aftur. Þá verður kannað sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu sem barst til borgarinnar með símtali árið 2008. Ekki hefur fengist staðfesting frá þeim sem kunna að hafa sent inn hliðstæða tilkynningu árið 2002. Barnaverndarnefnd leggur auk þess ríka áherslu á að allir fletir málsins verði kannaðir rækilega og framkvæmt verður áhættumat á allri starfsemi nefndarinnar.Yfirlýsing Barnaverndar Reykjavíkur í heild:Barnaverndarnefnd Reykjavíkur harmar mjög að starfsmaður á vegum nefndarinnar hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Ekkert barn á að þola ofbeldi og síst af öllu í úrræðum á vegum barnaverndaryfirvalda.Barnaverndarnefnd Reykjavíkur tekur málið mjög alvarlega og hefur unnið að því að afla upplýsinga frá því að lögregla tilkynnti um málið í janúar sl.Fram kom í fjölmiðlum að tilkynningar vegna málsins hefðu borist símleiðis til Barnaverndar Reykjavíkur á árunum 2002 og 2008. Í fréttum RÚV kl. 19 í gær var svo ranglega sagt að slíkar tilkynningar hefðu einnig borist árin 2013, 2015 og 2017. Leiðrétting var birt síðar í fréttatímanum en engu að síður ber að harma að slíkar rangfærslur komi fyrir þegar fjallað er um jafn viðkvæmt og alvarlegt mál á opinberum vettvangi.Formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur hefur þegar átt fund með félagsmálaráðherra. Unnið verður með ráðherra, lögreglu og öðrum sem hlut eiga að máli að breytingum á lögum og reglum til að reyna að fyrirbyggja að mál af þessu tagi komi fyrir aftur.Á vegum Reykjavíkurborgar verður kannað sérstaklega hvers vegna ekki var brugðist við tilkynningu sem barst til borgarinnar með símtali árið 2008. Ekki hefur fengist staðfesting frá þeim sem kunna að hafa sent inn hliðstæða tilkynningu árið 2002.Barnaverndarnefnd Reykjavíkur leggur ríka áherslu á að allir fletir þessa máls verði kannaðir rækilega í samvinnu við innri endurskoðun borgarinnar. Framkvæmt verður sérstakt áhættumat á allri starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og allir verkferlar varðandi ábendingar og tilkynningar til Barnaverndar endurskoðaðir með það að markmiði að koma í veg fyrir að slík mistök endurtaki sig.
Tengdar fréttir Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45 Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 „Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Maðurinn tilkynntur í fjórgang Lögregla var látin vita af meintum brotum starfsmanns á skammtímaheimili fyrir ungmenni í vanda árið 2015 að sögn móður brotaþola. Sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar leggur til að farið verði í áhættugreiningu á sólarhringsstarfsemi fyrir börn og unglinga. 31. janúar 2018 18:45
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
„Hann hefur undanfarin ár unnið mjög þétt og náið með mjög mörgum“ Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að bagalegt að lögreglan hafi ekki tilkynnt um kæru gegn starfsmanni borgarinnar fyrr en sex mánuðum eftir að hún var lögð fram. 29. janúar 2018 23:30