Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Kjartan Kjartansson skrifar 2. febrúar 2018 16:40 Karli Steinari Valssyni hefur veri falið að stjórna greiningu og forgagnsröðun á 170 málum hjá kynferðisbrotadeildinni. Vísir/GVA Ítarleg skoðun mun fara fram innan lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu áhvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns sem unnið hefur fyrir Barnavernd Reykjavíkur. Rannsókn á máli hans er sögð miða vel. Kynferðisbrot mannsins voru kærð í lok sumars. Í yfirlýsingu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að sýnt þyki að mistök hafi verið gerð og harmar embættið að sú hafi verið raunin. Jafnframt er unnið að frekari greiningu á þeim 170 málum sem nú eru til meðferðar og rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst með tilliti til forgangsröðunar. Skipaðir hafa verið tveir hópar hjá embættinu til að sinna því verki undir stjórn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns og tengslafulltrúa Íslands hjá Europol. Rannsókn máls mannsins sem um ræðir miðar vel, að því er segir í yfirlýsingunni. Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í dag í Héraðsdómi Reykjaness fram áframhaldandi kröfu um gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli rannsóknar- og almannahagsmuna. Héraðsdómur féllst á kröfuna á grundvelli rannsóknarhagsmuna og situr maðurinn því áfram í varðhaldi til 9. febrúar. Í yfirlýsingunni kemur fram að að 39 manns hafi komið í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknarinnar, þar af sjö brotaþolar. Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Ítarleg skoðun mun fara fram innan lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu áhvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns sem unnið hefur fyrir Barnavernd Reykjavíkur. Rannsókn á máli hans er sögð miða vel. Kynferðisbrot mannsins voru kærð í lok sumars. Í yfirlýsingu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að sýnt þyki að mistök hafi verið gerð og harmar embættið að sú hafi verið raunin. Jafnframt er unnið að frekari greiningu á þeim 170 málum sem nú eru til meðferðar og rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst með tilliti til forgangsröðunar. Skipaðir hafa verið tveir hópar hjá embættinu til að sinna því verki undir stjórn Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns og tengslafulltrúa Íslands hjá Europol. Rannsókn máls mannsins sem um ræðir miðar vel, að því er segir í yfirlýsingunni. Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði í dag í Héraðsdómi Reykjaness fram áframhaldandi kröfu um gæsluvarðhald yfir honum á grundvelli rannsóknar- og almannahagsmuna. Héraðsdómur féllst á kröfuna á grundvelli rannsóknarhagsmuna og situr maðurinn því áfram í varðhaldi til 9. febrúar. Í yfirlýsingunni kemur fram að að 39 manns hafi komið í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknarinnar, þar af sjö brotaþolar.
Tengdar fréttir Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19 Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00 Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42 Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30 Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Starfsmaður barnaverndar hefur áður verið kærður fyrir kynferðisofbeldi Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um kynferðisofbeldi gegn pilti og öðrum börnum var kærður fyrir kynferðisofbeldi árið 2013 en málið var fyrnt og látið niður falla. Samt sem áður tók fimm mánuði að hefja rannsókn á seinni kærunni sem barst lögreglu í ágúst síðastliðnum. 30. janúar 2018 12:19
Tæplega 400 skjólstæðingar grunaðs starfsmanns borgarinnar fá bréf Framkvæmdastýra Barnaverndar Reykjavíkur segir að hún hefði viljað vita af meintum kynferðisbrotum starfsmanns skammtímaheimilis fyrir unglinga á vegum borgarinnar fyrr. 30. janúar 2018 06:00
Gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar framlengt um viku Maðurinn var handtekinn í síðasta mánuði í þágu rannsóknar lögreglu á kynferðisbrotum. 2. febrúar 2018 10:42
Öll kynferðisbrotamál í rannsókn yfirfarin Nýtt teymi hjá lögreglu mun yfirfara kynferðisbrotamál í rannsókn eftir mistök. Lögmaður meints brotaþola í máli manns sem sakaður er um áralöng kynferðisbrot gegn ungum pilti segist vita um sjö önnur tilvik. 31. janúar 2018 08:30
Um fimmtíu í skýrslutöku í kynferðisbrotamáli Um fimmtíu manns hafa farið í skýrslutöku hjá lögreglu vegna kynferðisbrotamáls sem tengist fyrrverandi starfsmanni barnaverndar. Annar einstaklingur hugðist kæra manninn í dag. 1. febrúar 2018 19:00