Mikil fjölgun á íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson og Heimir Már Pétursson skrifa 6. febrúar 2018 12:51 Fasteignum á sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 30 prósent milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs síðasta árs. Í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að fjöldi eigna á söluskrá hafi dempað verðhækkanir á íbúðarhúsnæði á síðasta ári. Færri eignir seljast nú yfir ásettu verði. Í nýrri mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að skráningum á íbúðum til sölu hafi fjölgaði mikið á seinna helmingi síðasta árs, en um svipað leyti hafi dregið úr verðhækkunum á markaðnum.Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs segir að íbúðir sem seljist yfir ásettu verði hafi ekki verið færri í þrjú ár. Skýrar vísbendingar séu um að verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar séu til sölu í hverjum mánuði. „Síðustu mánuðir hafa verið rólegri á fasteignamarkaði heldur en kannski fyrstu mánuðir síðasta árs þegar voru miklar verðhækkanir. Fjöldinn þeirra íbúða sem eru skráðar til sölu hefur vaxið talsvert undanfarna mánuði. Það voru 30 prósent fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu settar á sölu á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Það þýðir að fólk hefur úr fleiri íbúðum að velja og það kannski á þátt í að dempa þessar verðhækkanir.“ Hins vegar hafi meðalsölutími íbúða ekki lengst mikið þrátt fyrir aukinn fjölda íbúða til sölu, sem bendi til þess að eftirspurn fólks eftir íbúðum sé ennþá mikil. Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. það verð sem kemur fram í auglýsingum, hefur haldið áfram að hækka undanfarna mánuði. Það hefur þó hækkað hægar en áður. Hlutfall þeirra fasteignaviðskipta sem eiga sér stað yfir ásettu verði heldur áfram að dragast saman. „Það var umræða um það síðasta vor að fólk væri að kaupa eignir á opnum húsum og fyrir opin hús og jafnvel á yfir ásettu verði. Þetta er að minnka verulega og nú sjáum við að það er einungis um átta prósent íbúða sem voru seldar yfir ásettu verði í desember. Þetta endurspeglar það að það er meira framboð og fólk hefur tíma til að skoða mismunandi eignir og það er kannski bara jákvætt.“ Og hefur hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði ekki verið lægra í þrjú ár. Ólafur Heiðar segir útlit fyrir að framboð á íbúðum haldi áfram að aukast. „Það hefur orðið vöxtur í íbúðauppbyggingu síðustu ár og það bendir ekkert til að það muni hægja á þeim vexti. Það verða byggðar fleiri íbúðir heldur en voru kannski eftir hrunið sem er jákvætt en það er óljóst nákvæmlega hvort sú uppbygging nái að mæta þörfinni að fullu næstu árin.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi sé komið yfir langtímameðaltal sitt. Fasteignaverð hafi einnig hækkað umfram leiguverð í mörgum nágrannalöndum okkar. Þróunin á Íslandi skeri sig þó úr undanfarin tvö ár. Þannig taki hátt í 17 ár að borga upp kaupverð íbúðar fyrir leigutekjur af þriggja herbergja íbúð í Kópavogi en ekki nema rúm 13 ár á Suðurnesjum þar sem íbúðaverð hefur þó hækkað mest að undanförnu. Húsnæðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Fasteignum á sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 30 prósent milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs síðasta árs. Í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að fjöldi eigna á söluskrá hafi dempað verðhækkanir á íbúðarhúsnæði á síðasta ári. Færri eignir seljast nú yfir ásettu verði. Í nýrri mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að skráningum á íbúðum til sölu hafi fjölgaði mikið á seinna helmingi síðasta árs, en um svipað leyti hafi dregið úr verðhækkunum á markaðnum.Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs segir að íbúðir sem seljist yfir ásettu verði hafi ekki verið færri í þrjú ár. Skýrar vísbendingar séu um að verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar séu til sölu í hverjum mánuði. „Síðustu mánuðir hafa verið rólegri á fasteignamarkaði heldur en kannski fyrstu mánuðir síðasta árs þegar voru miklar verðhækkanir. Fjöldinn þeirra íbúða sem eru skráðar til sölu hefur vaxið talsvert undanfarna mánuði. Það voru 30 prósent fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu settar á sölu á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Það þýðir að fólk hefur úr fleiri íbúðum að velja og það kannski á þátt í að dempa þessar verðhækkanir.“ Hins vegar hafi meðalsölutími íbúða ekki lengst mikið þrátt fyrir aukinn fjölda íbúða til sölu, sem bendi til þess að eftirspurn fólks eftir íbúðum sé ennþá mikil. Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. það verð sem kemur fram í auglýsingum, hefur haldið áfram að hækka undanfarna mánuði. Það hefur þó hækkað hægar en áður. Hlutfall þeirra fasteignaviðskipta sem eiga sér stað yfir ásettu verði heldur áfram að dragast saman. „Það var umræða um það síðasta vor að fólk væri að kaupa eignir á opnum húsum og fyrir opin hús og jafnvel á yfir ásettu verði. Þetta er að minnka verulega og nú sjáum við að það er einungis um átta prósent íbúða sem voru seldar yfir ásettu verði í desember. Þetta endurspeglar það að það er meira framboð og fólk hefur tíma til að skoða mismunandi eignir og það er kannski bara jákvætt.“ Og hefur hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði ekki verið lægra í þrjú ár. Ólafur Heiðar segir útlit fyrir að framboð á íbúðum haldi áfram að aukast. „Það hefur orðið vöxtur í íbúðauppbyggingu síðustu ár og það bendir ekkert til að það muni hægja á þeim vexti. Það verða byggðar fleiri íbúðir heldur en voru kannski eftir hrunið sem er jákvætt en það er óljóst nákvæmlega hvort sú uppbygging nái að mæta þörfinni að fullu næstu árin.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi sé komið yfir langtímameðaltal sitt. Fasteignaverð hafi einnig hækkað umfram leiguverð í mörgum nágrannalöndum okkar. Þróunin á Íslandi skeri sig þó úr undanfarin tvö ár. Þannig taki hátt í 17 ár að borga upp kaupverð íbúðar fyrir leigutekjur af þriggja herbergja íbúð í Kópavogi en ekki nema rúm 13 ár á Suðurnesjum þar sem íbúðaverð hefur þó hækkað mest að undanförnu.
Húsnæðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira