Mikil fjölgun á íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu Birgir Olgeirsson og Heimir Már Pétursson skrifa 6. febrúar 2018 12:51 Fasteignum á sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 30 prósent milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs síðasta árs. Í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að fjöldi eigna á söluskrá hafi dempað verðhækkanir á íbúðarhúsnæði á síðasta ári. Færri eignir seljast nú yfir ásettu verði. Í nýrri mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að skráningum á íbúðum til sölu hafi fjölgaði mikið á seinna helmingi síðasta árs, en um svipað leyti hafi dregið úr verðhækkunum á markaðnum.Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs segir að íbúðir sem seljist yfir ásettu verði hafi ekki verið færri í þrjú ár. Skýrar vísbendingar séu um að verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar séu til sölu í hverjum mánuði. „Síðustu mánuðir hafa verið rólegri á fasteignamarkaði heldur en kannski fyrstu mánuðir síðasta árs þegar voru miklar verðhækkanir. Fjöldinn þeirra íbúða sem eru skráðar til sölu hefur vaxið talsvert undanfarna mánuði. Það voru 30 prósent fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu settar á sölu á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Það þýðir að fólk hefur úr fleiri íbúðum að velja og það kannski á þátt í að dempa þessar verðhækkanir.“ Hins vegar hafi meðalsölutími íbúða ekki lengst mikið þrátt fyrir aukinn fjölda íbúða til sölu, sem bendi til þess að eftirspurn fólks eftir íbúðum sé ennþá mikil. Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. það verð sem kemur fram í auglýsingum, hefur haldið áfram að hækka undanfarna mánuði. Það hefur þó hækkað hægar en áður. Hlutfall þeirra fasteignaviðskipta sem eiga sér stað yfir ásettu verði heldur áfram að dragast saman. „Það var umræða um það síðasta vor að fólk væri að kaupa eignir á opnum húsum og fyrir opin hús og jafnvel á yfir ásettu verði. Þetta er að minnka verulega og nú sjáum við að það er einungis um átta prósent íbúða sem voru seldar yfir ásettu verði í desember. Þetta endurspeglar það að það er meira framboð og fólk hefur tíma til að skoða mismunandi eignir og það er kannski bara jákvætt.“ Og hefur hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði ekki verið lægra í þrjú ár. Ólafur Heiðar segir útlit fyrir að framboð á íbúðum haldi áfram að aukast. „Það hefur orðið vöxtur í íbúðauppbyggingu síðustu ár og það bendir ekkert til að það muni hægja á þeim vexti. Það verða byggðar fleiri íbúðir heldur en voru kannski eftir hrunið sem er jákvætt en það er óljóst nákvæmlega hvort sú uppbygging nái að mæta þörfinni að fullu næstu árin.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi sé komið yfir langtímameðaltal sitt. Fasteignaverð hafi einnig hækkað umfram leiguverð í mörgum nágrannalöndum okkar. Þróunin á Íslandi skeri sig þó úr undanfarin tvö ár. Þannig taki hátt í 17 ár að borga upp kaupverð íbúðar fyrir leigutekjur af þriggja herbergja íbúð í Kópavogi en ekki nema rúm 13 ár á Suðurnesjum þar sem íbúðaverð hefur þó hækkað mest að undanförnu. Húsnæðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Fasteignum á sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 30 prósent milli fyrsta og þriðja ársfjórðungs síðasta árs. Í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að fjöldi eigna á söluskrá hafi dempað verðhækkanir á íbúðarhúsnæði á síðasta ári. Færri eignir seljast nú yfir ásettu verði. Í nýrri mánaðaskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að skráningum á íbúðum til sölu hafi fjölgaði mikið á seinna helmingi síðasta árs, en um svipað leyti hafi dregið úr verðhækkunum á markaðnum.Ólafur Heiðar Helgason hagfræðingur í hagdeild Íbúðalánasjóðs segir að íbúðir sem seljist yfir ásettu verði hafi ekki verið færri í þrjú ár. Skýrar vísbendingar séu um að verðþróun íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi á undanförnum misserum staðið í sterku sambandi við þann fjölda íbúða sem skráðar séu til sölu í hverjum mánuði. „Síðustu mánuðir hafa verið rólegri á fasteignamarkaði heldur en kannski fyrstu mánuðir síðasta árs þegar voru miklar verðhækkanir. Fjöldinn þeirra íbúða sem eru skráðar til sölu hefur vaxið talsvert undanfarna mánuði. Það voru 30 prósent fleiri íbúðir á höfuðborgarsvæðinu settar á sölu á þriðja ársfjórðungi síðasta árs en á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Það þýðir að fólk hefur úr fleiri íbúðum að velja og það kannski á þátt í að dempa þessar verðhækkanir.“ Hins vegar hafi meðalsölutími íbúða ekki lengst mikið þrátt fyrir aukinn fjölda íbúða til sölu, sem bendi til þess að eftirspurn fólks eftir íbúðum sé ennþá mikil. Ásett verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. það verð sem kemur fram í auglýsingum, hefur haldið áfram að hækka undanfarna mánuði. Það hefur þó hækkað hægar en áður. Hlutfall þeirra fasteignaviðskipta sem eiga sér stað yfir ásettu verði heldur áfram að dragast saman. „Það var umræða um það síðasta vor að fólk væri að kaupa eignir á opnum húsum og fyrir opin hús og jafnvel á yfir ásettu verði. Þetta er að minnka verulega og nú sjáum við að það er einungis um átta prósent íbúða sem voru seldar yfir ásettu verði í desember. Þetta endurspeglar það að það er meira framboð og fólk hefur tíma til að skoða mismunandi eignir og það er kannski bara jákvætt.“ Og hefur hlutfall íbúða sem selst yfir ásettu verði ekki verið lægra í þrjú ár. Ólafur Heiðar segir útlit fyrir að framboð á íbúðum haldi áfram að aukast. „Það hefur orðið vöxtur í íbúðauppbyggingu síðustu ár og það bendir ekkert til að það muni hægja á þeim vexti. Það verða byggðar fleiri íbúðir heldur en voru kannski eftir hrunið sem er jákvætt en það er óljóst nákvæmlega hvort sú uppbygging nái að mæta þörfinni að fullu næstu árin.“ Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að hlutfall fasteignaverðs og leiguverðs hér á landi sé komið yfir langtímameðaltal sitt. Fasteignaverð hafi einnig hækkað umfram leiguverð í mörgum nágrannalöndum okkar. Þróunin á Íslandi skeri sig þó úr undanfarin tvö ár. Þannig taki hátt í 17 ár að borga upp kaupverð íbúðar fyrir leigutekjur af þriggja herbergja íbúð í Kópavogi en ekki nema rúm 13 ár á Suðurnesjum þar sem íbúðaverð hefur þó hækkað mest að undanförnu.
Húsnæðismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent