Deila um lögmæti kosninganna en kjörstjórn hafnar ásökunum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Stuðningsmenn stjórnarandstöðuflokksins fagna fyrir utan kosningamiðstöð í höfuðborginni. Vísir/AFP Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Simbabve er sigurviss eftir forsetakosningarnar en segir að töf á birtingu á niðurstöðum bendi til þess að brögð séu í tafli. Innanríkisráðherra hefur hótað flokknum saksókn vegna yfirlýsinga sinna. Kosningar til þings og forsetaembættis fóru fram í Simbabve á mánudaginn í fyrsta sinn frá því að Robert Mugabe var hrakinn frá völdum í nóvember í fyrra. Nelson Chimesa, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, fullyrti í gærmorgun að flokkurinn væri að „vinna“ kosningarnar „örugglega“. Stuðningsmenn hans söfnuðust saman í kosningamiðstöðinni í höfuðborginni til þess að fagna þrátt fyrir að engar niðurstöður hefðu verið birtar. Flokkur Chimesa heldur því hins vegar fram að Zanu-PF sé að reyna að hagræða úrslitum kosninganna og segir að töf á birtingu niðurstaðna sé óásættanleg. Stjórnvöld hafa tekið illa í ásakanir stjórnarandstöðunnar. Obert Mpofu innanríkisráðherra sagði í gær að það færi gegn lögum að tilkynna niðurstöður kosninga áður en þær væru birtar. „Ég er ekki viss um að neinn vilji vekja reiði ákæruvaldsins né hætta á að fara í fangelsi,“ sagði Mpofu. Yfirkjörstjórn hefur frest fram á laugardag til að tilkynna úrslitin en formaður hennar, Priscilla Chigumba, gerir ekki ráð fyrir að beðið verði fram á síðustu stundu. Hún hafnar öllum ásökunum um kosningasvik. „Við munum ekki grafa undan vilja fólksins,“ sagði Chigumba á blaðamannafundi í gær. Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins skoðar nú hvort framkvæmd kosninga hafi verið í lagi. Þá eru áhyggjur af því að ofbeldi brjótist á endanum út vegna deilna um lögmæti kosninganna. „Við óttumst að fólk verði svo óánægt að það fari út á götur og þá vakna áhyggjur yfir viðbrögðum lögreglunnar,“ segir Andrew Makoni, starfsmaður samtaka sem höfðu 6.500 manns á sínum snærum við að vakta framkvæmd kosninganna. Úrslit þingkosninganna hafa verið tilkynnt að hluta til en yfirkjörstjórnin segist þurfa meiri tíma til að safna saman tölum úr forsetakosningunni. Forsetaframbjóðandi þarf yfir 50 prósent atkvæða til að vinna kosninguna, ella verður kosið á milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28 Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30 Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Simbabve er sigurviss eftir forsetakosningarnar en segir að töf á birtingu á niðurstöðum bendi til þess að brögð séu í tafli. Innanríkisráðherra hefur hótað flokknum saksókn vegna yfirlýsinga sinna. Kosningar til þings og forsetaembættis fóru fram í Simbabve á mánudaginn í fyrsta sinn frá því að Robert Mugabe var hrakinn frá völdum í nóvember í fyrra. Nelson Chimesa, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, fullyrti í gærmorgun að flokkurinn væri að „vinna“ kosningarnar „örugglega“. Stuðningsmenn hans söfnuðust saman í kosningamiðstöðinni í höfuðborginni til þess að fagna þrátt fyrir að engar niðurstöður hefðu verið birtar. Flokkur Chimesa heldur því hins vegar fram að Zanu-PF sé að reyna að hagræða úrslitum kosninganna og segir að töf á birtingu niðurstaðna sé óásættanleg. Stjórnvöld hafa tekið illa í ásakanir stjórnarandstöðunnar. Obert Mpofu innanríkisráðherra sagði í gær að það færi gegn lögum að tilkynna niðurstöður kosninga áður en þær væru birtar. „Ég er ekki viss um að neinn vilji vekja reiði ákæruvaldsins né hætta á að fara í fangelsi,“ sagði Mpofu. Yfirkjörstjórn hefur frest fram á laugardag til að tilkynna úrslitin en formaður hennar, Priscilla Chigumba, gerir ekki ráð fyrir að beðið verði fram á síðustu stundu. Hún hafnar öllum ásökunum um kosningasvik. „Við munum ekki grafa undan vilja fólksins,“ sagði Chigumba á blaðamannafundi í gær. Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins skoðar nú hvort framkvæmd kosninga hafi verið í lagi. Þá eru áhyggjur af því að ofbeldi brjótist á endanum út vegna deilna um lögmæti kosninganna. „Við óttumst að fólk verði svo óánægt að það fari út á götur og þá vakna áhyggjur yfir viðbrögðum lögreglunnar,“ segir Andrew Makoni, starfsmaður samtaka sem höfðu 6.500 manns á sínum snærum við að vakta framkvæmd kosninganna. Úrslit þingkosninganna hafa verið tilkynnt að hluta til en yfirkjörstjórnin segist þurfa meiri tíma til að safna saman tölum úr forsetakosningunni. Forsetaframbjóðandi þarf yfir 50 prósent atkvæða til að vinna kosninguna, ella verður kosið á milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28 Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30 Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28
Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30
Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10