Framlengdu valdatíð forsetans Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, er yfirleitt með hatt á höfði. Vísir/Getty Suðursúdanska þingið greiddi atkvæði með því í gær að lengja kjörtímabil Salva Kiir forseta og ýmissa annarra kjörinna embættismanna fram til árins 2021. Upphaflega átti að kjósa til forseta þann 9. júlí, í fyrsta sinn frá því að ríkið lýsti yfir sjálfstæði. Við þau áform var hins vegar hætt vegna meintrar valdaránstilraunar og átaka í Afríkuríkinu. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem þingið framlengir valdatíð Kiirs. Þegar halda átti forsetakosningar í júní árið 2015 var valdatíð hans í staðinn framlengd um þrjú ár vegna þessarar sömu borgarastyrjaldar sem geisaði þá og geisar enn í Suður-Súdan. Salva Kiir hefur verið forseti Suður-Súdan allt frá því að ríkið fékk sjálfstæði árið 2011. Fyrir þann tíma var hann bæði forseti héraðsstjórnar Suður-Súdan, á meðan landið tilheyrði Súdan enn, og fyrsti varaforseti Súdan. Hann hefur þó aldrei verið formlega kjörinn forseti hins unga lýðveldis. Að sögn Pauls Youani Bonju, formanns upplýsingamálanefndar þingsins, er ákvörðunin til þess fallin að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar í friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Uppreisnarmenn eru hins vegar ekki hrifnir, ef marka má frétt Reuters. „Við hörmum þessa ákvörðun þar sem hún sýnir fram á að ríkisstjórnin sé bara að spila einhverja leiki við samningaborðið. Alþjóðasamfélagið ætti ekki að viðurkenna þessa ákvörðun og ætti að lýsa því yfir að ríkisstjórnin sé samansett úr umboðslausum útlögum,“ sagði Mabior Garang de Mabior, talsmaður uppreisnarsamtakanna SPLM-IO, við miðilinn. SPLM-IO eru uppreisnarsamtök sem voru mynduð eftir að Riek Machar var rekinn úr embætti varaforseta landsins eftir ósætti við Kiir árið 2013. Samtökin styðja Machar til áhrifa en eru ekki þau einu sem hafa barist gegn ríkisstjórninni í þessu tæplega fimm ára langa stríði. Á milli 50.000 og 300.000 hafa farist í átökunum, ein og hálf milljón flúið land og rúmar tvær milljónir eru á vergangi innanlands. Þá hefur hungursneyð verið lýst yfir í Unity-héraði og staðan er víðast hvar erfið. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Súdan Súdan Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Suðursúdanska þingið greiddi atkvæði með því í gær að lengja kjörtímabil Salva Kiir forseta og ýmissa annarra kjörinna embættismanna fram til árins 2021. Upphaflega átti að kjósa til forseta þann 9. júlí, í fyrsta sinn frá því að ríkið lýsti yfir sjálfstæði. Við þau áform var hins vegar hætt vegna meintrar valdaránstilraunar og átaka í Afríkuríkinu. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem þingið framlengir valdatíð Kiirs. Þegar halda átti forsetakosningar í júní árið 2015 var valdatíð hans í staðinn framlengd um þrjú ár vegna þessarar sömu borgarastyrjaldar sem geisaði þá og geisar enn í Suður-Súdan. Salva Kiir hefur verið forseti Suður-Súdan allt frá því að ríkið fékk sjálfstæði árið 2011. Fyrir þann tíma var hann bæði forseti héraðsstjórnar Suður-Súdan, á meðan landið tilheyrði Súdan enn, og fyrsti varaforseti Súdan. Hann hefur þó aldrei verið formlega kjörinn forseti hins unga lýðveldis. Að sögn Pauls Youani Bonju, formanns upplýsingamálanefndar þingsins, er ákvörðunin til þess fallin að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar í friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Uppreisnarmenn eru hins vegar ekki hrifnir, ef marka má frétt Reuters. „Við hörmum þessa ákvörðun þar sem hún sýnir fram á að ríkisstjórnin sé bara að spila einhverja leiki við samningaborðið. Alþjóðasamfélagið ætti ekki að viðurkenna þessa ákvörðun og ætti að lýsa því yfir að ríkisstjórnin sé samansett úr umboðslausum útlögum,“ sagði Mabior Garang de Mabior, talsmaður uppreisnarsamtakanna SPLM-IO, við miðilinn. SPLM-IO eru uppreisnarsamtök sem voru mynduð eftir að Riek Machar var rekinn úr embætti varaforseta landsins eftir ósætti við Kiir árið 2013. Samtökin styðja Machar til áhrifa en eru ekki þau einu sem hafa barist gegn ríkisstjórninni í þessu tæplega fimm ára langa stríði. Á milli 50.000 og 300.000 hafa farist í átökunum, ein og hálf milljón flúið land og rúmar tvær milljónir eru á vergangi innanlands. Þá hefur hungursneyð verið lýst yfir í Unity-héraði og staðan er víðast hvar erfið.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Súdan Súdan Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira