Giggs: Þráhyggja Ronaldo kom honum til Juventus Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2018 15:00 Númeró únó, að sjálfsögðu. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo gengur brátt formlega í raðir Juventus á Ítalíu en allt er klappað og klárt í Tórínó fyrir afjúpun á besta fótboltamanni heims í dag. Ronaldo er 33 ára en kostar Juventus engu að síður 100 milljónir evra. „Gamla konan“ hefur ekki unnið Meistaradeildina í 22 ár og vonast til þess að fimmfaldi Evrópumeistarinn geti komið liðinu alla leið. Ryan Giggs, fyrrverandi samherji Ronaldo hjá Manchester United, segir Ronaldo hafa gríðarlegan metnað fyrir því að vera sá besti í heimi og vera minnst sem betri leikmanns en Lionel Messi og því hafi hann ákveðið að taka þetta skref. „Þetta kom mér á óvart. Það kom mér á óvart að hann færi frá Real Madrid til Ítalíu,“ sagði Giggs í myndveri ITV. „Þetta er mikil áskorun fyrir Ronaldo en Juventus er risastórt félag. Það er ekki slæmt að vera með Manchester United, Real Madrid og Juventus á ferilskránni. Þetta verður áskorun fyrir 33 ára gamlan mann.“ Ronaldo er svo ákveðinn í því að vera talinn betri en Messi að það er orðið að þráhyggju, segir Walesverjinn. „Hann þráir að vera betri en Messi. Ronaldo vann á Englandi, Spáni og núna ætlar hann að vinna á Ítalíu. Hann vann einnig með portúgalska landsliðinu. Þetta eru kannski hans rök þegar hann spyr sjálfan sig hvort hann er betri en Messi,“ sagði Ryan Giggs. Ítalski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo gengur brátt formlega í raðir Juventus á Ítalíu en allt er klappað og klárt í Tórínó fyrir afjúpun á besta fótboltamanni heims í dag. Ronaldo er 33 ára en kostar Juventus engu að síður 100 milljónir evra. „Gamla konan“ hefur ekki unnið Meistaradeildina í 22 ár og vonast til þess að fimmfaldi Evrópumeistarinn geti komið liðinu alla leið. Ryan Giggs, fyrrverandi samherji Ronaldo hjá Manchester United, segir Ronaldo hafa gríðarlegan metnað fyrir því að vera sá besti í heimi og vera minnst sem betri leikmanns en Lionel Messi og því hafi hann ákveðið að taka þetta skref. „Þetta kom mér á óvart. Það kom mér á óvart að hann færi frá Real Madrid til Ítalíu,“ sagði Giggs í myndveri ITV. „Þetta er mikil áskorun fyrir Ronaldo en Juventus er risastórt félag. Það er ekki slæmt að vera með Manchester United, Real Madrid og Juventus á ferilskránni. Þetta verður áskorun fyrir 33 ára gamlan mann.“ Ronaldo er svo ákveðinn í því að vera talinn betri en Messi að það er orðið að þráhyggju, segir Walesverjinn. „Hann þráir að vera betri en Messi. Ronaldo vann á Englandi, Spáni og núna ætlar hann að vinna á Ítalíu. Hann vann einnig með portúgalska landsliðinu. Þetta eru kannski hans rök þegar hann spyr sjálfan sig hvort hann er betri en Messi,“ sagði Ryan Giggs.
Ítalski boltinn Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Sjá meira