150 milljónir lagðar í stofnun félags um rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2018 19:15 Oddvita H-listans, Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum, finnst ábyrgð sveitarfélagsins með yfirtöku á rekstri Herjólfs vera of mikil. Félag verður stofnað um reksturinn og hundrað og fimmtíu milljónir lagðar í stofnfé. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær að bærinn stofni opinbert hlutafélag, Herjólfur ohf., í kringum rekstur nýrrar ferju sem kemur til landsins á haustmánuðum.Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Félagið mun taka að sér að fullu ábyrgð og rekstur nýju ferjunnar og sjá um farþegaflutninga milli lands og eyja. Stofnun félagsins er í samræmi við samþykktan samning bæjarfélagsins við ríkið um yfirtöku á farþega- og vöruflutningum á sjóleiðinni milli Vestmanneyja, Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar.Er rétt af sveitarfélagi að reka Þjóðveg 1? „Þjóðvegur er alls staðar rekinn af hinu opinbera og þetta er sá spotti sem hefur verið á rekstri einkafyrirtækis. Ég mundi ekkert útiloka að það verði þannig aftur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og situr í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.Elliði VignissonVísir/Stöð 2„Það er búin að vera mikil eining í bæjarstjórn um þetta mál. Báðir flokkar, bæði Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið mjög vel saman í því að gera þetta sem best og skipuðu stýrihóp sem hefur skilað núna samningi sem að okkur lýst mjög vel á,“ segir Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans sem er í núverandi minnihluta í bæjarstjórn. Oddviti H-listans, fyrir Heimaey segir að það eigi að vera á ábyrgð ríkisins að halda uppi siglingum á milli lands og eyja. Hún hefur skilning á hvers vegna sveitarfélagið fólst eftir rekstrinum en finnst ábyrgð þess of mikil nú þegar samningur um reksturinn er í höfn.Njáll RagnarssonVísir/Stöð 2„Við eigum ekki að þurfa að bera ábyrgð á því hvort Landeyjahöfn virki eða virki ekki vegna þess að ef skipið getu ekki siglt í Landeyjahöfn þá eru samgöngurnar ekki að virka og þá er sú ábyrgð komin í fangið á okkur. Málið er það að við hefðum getað fengið þessa þjónustuaukningu fram án þess að þurfa taka ábyrgð og áhættuna á samgöngunum sem mér finnst að eigi heima hjá ríkinu en þjónustu aukningin sem að kemur með þessum samningi er mjög góð,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Íris RóbertsdóttirVísir/Stöð2Þegar ný ferja kemur og Vestmannaeyjabær tekur við rekstrinum verður ferðum fjölgað um sexhundruð á ársgrundvelli og afláttarkjör verða aukin. „Við erum að ganga til móts við nýja tíma í samgöngum,“ segir Elliði. Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Oddvita H-listans, Fyrir Heimaey í Vestmannaeyjum, finnst ábyrgð sveitarfélagsins með yfirtöku á rekstri Herjólfs vera of mikil. Félag verður stofnað um reksturinn og hundrað og fimmtíu milljónir lagðar í stofnfé. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti í gær að bærinn stofni opinbert hlutafélag, Herjólfur ohf., í kringum rekstur nýrrar ferju sem kemur til landsins á haustmánuðum.Rekstur nýrrar ferju verður í höndum Vestmannaeyjabæjar og er til reynslu til tveggja ára. Félagið mun taka að sér að fullu ábyrgð og rekstur nýju ferjunnar og sjá um farþegaflutninga milli lands og eyja. Stofnun félagsins er í samræmi við samþykktan samning bæjarfélagsins við ríkið um yfirtöku á farþega- og vöruflutningum á sjóleiðinni milli Vestmanneyja, Landeyjahafnar eða Þorlákshafnar.Er rétt af sveitarfélagi að reka Þjóðveg 1? „Þjóðvegur er alls staðar rekinn af hinu opinbera og þetta er sá spotti sem hefur verið á rekstri einkafyrirtækis. Ég mundi ekkert útiloka að það verði þannig aftur,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri og situr í fimmta sæti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.Elliði VignissonVísir/Stöð 2„Það er búin að vera mikil eining í bæjarstjórn um þetta mál. Báðir flokkar, bæði Eyjalistinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið mjög vel saman í því að gera þetta sem best og skipuðu stýrihóp sem hefur skilað núna samningi sem að okkur lýst mjög vel á,“ segir Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans sem er í núverandi minnihluta í bæjarstjórn. Oddviti H-listans, fyrir Heimaey segir að það eigi að vera á ábyrgð ríkisins að halda uppi siglingum á milli lands og eyja. Hún hefur skilning á hvers vegna sveitarfélagið fólst eftir rekstrinum en finnst ábyrgð þess of mikil nú þegar samningur um reksturinn er í höfn.Njáll RagnarssonVísir/Stöð 2„Við eigum ekki að þurfa að bera ábyrgð á því hvort Landeyjahöfn virki eða virki ekki vegna þess að ef skipið getu ekki siglt í Landeyjahöfn þá eru samgöngurnar ekki að virka og þá er sú ábyrgð komin í fangið á okkur. Málið er það að við hefðum getað fengið þessa þjónustuaukningu fram án þess að þurfa taka ábyrgð og áhættuna á samgöngunum sem mér finnst að eigi heima hjá ríkinu en þjónustu aukningin sem að kemur með þessum samningi er mjög góð,“ segir Íris Róbertsdóttir, oddviti H-listans, Fyrir Heimaey.Íris RóbertsdóttirVísir/Stöð2Þegar ný ferja kemur og Vestmannaeyjabær tekur við rekstrinum verður ferðum fjölgað um sexhundruð á ársgrundvelli og afláttarkjör verða aukin. „Við erum að ganga til móts við nýja tíma í samgöngum,“ segir Elliði.
Tengdar fréttir Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46 „Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30 Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15 Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Taka yfir rekstur Herjólfs Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins. 27. apríl 2018 15:46
„Það fæðast engir Vestmannaeyingar hérna“ Blaðamaður Vísis heimsótti Vestmannaeyjabæ í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem fara fram í lok mánaðarins. 14. maí 2018 10:30
Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði. 29. mars 2018 20:15
Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs Nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018 og tekur Vestmannaeyjabær þá við rekstrinum. 15. maí 2018 18:04
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda