Innlent

Samþykktu einróma að stofna Herjólfur ohf. utan um rekstur Herjólfs

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Til stendur að Vestmannaeyjabær taki við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið. Til stendur að hinn nýi Herjólfur taki við í haust.
Til stendur að Vestmannaeyjabær taki við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið. Til stendur að hinn nýi Herjólfur taki við í haust. Vísir/Éinar
Vestmannaeyjabær samþykkti rétt í þessu á bæjarstjórnarfundi, með öllum greiddum atkvæðum, að stofna Herjólfur ohf. Fundurinn stendur ennþá yfir. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum þann 27. apríl síðastliðinn samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins.

Samningurinn var þá samþykktur einróma en nýtt skip á að taka í gagnið eigi síðar en 8. október 2018. Samningurinn, sem er í til tveggja ára, felur í sér að rekstur Herjólfs verði í sjálfstæðu félagi í eigu Vestmannaeyjabæjar sem þýðir að hann verður með öllu óháður öðrum rekstri sveitarfélagsins. Þá mun ferðum á samningstímanum fjölga um að lágmarki 600 á ári og er gert ráð fyrir áætlunarferðum frá 6:30 á daginn fram til miðnættis.

Grafísk mynd af nýju Vestmannaeyjaferjunni, sem væntanleg er síðsumars.
Annað sem kveðið var á um í samningnum er eftirfarandi: 

•    Skipið sigli alla daga ársins, þar með talið á stórhátíðum.

•    Afsláttur fyrir heimamenn fer úr 40% í 50% og verður veittur án þess að slíkt reyni á inneignakerfi líkt og nú er.  Gjaldskrá verður að öðru leyti nánast óbreytt frá því sem nú er.  Þar með talið að sama gjaldskrá gildi í Landeyjahöfn og Þorlákshöfn.

•    Störfum um borð mun fjölga nokkuð frá því sem nú er enda gert ráð fyrir að skipið verði mun meira í notkun.  Gert er ráð fyrir þremur áhöfnum og tveimur vöktum hvern dag.

•    Herjólfur verður til staðar sem varaskip og nýttur ef þörf verður á.

•    Bókunarkerfi verður tekið til algerrar endurskoðunar.  Þar með talið er gert ráð fyrir að notendur geti bókað ferðir, greitt þær, breytt bókunum og sinnt öllum öðrum þátttum í gegnum símaforrit og/eða tölvu.

•    Upplýsingagjöf til notenda verður stóraukin og höfuðáhersla lögð á þjónustu við heimamenn og gesti þeirra.

•    Verði hagnaður af rekstri hins opinbera hlutafélags verður honum varið til að auka þjónustu og/eða lækka gjaldskrá.


Tengdar fréttir

Taka yfir rekstur Herjólfs

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í dag samning á milli bæjarins og Vegagerðarinnar um rekstur Herjólfs sem lagður hefur verið fram af ríkisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×