Innlent

Starfsmönnum á Herjólfi sagt upp

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Herjólfur siglir milli lands og Eyja.
Herjólfur siglir milli lands og Eyja. Vísir/Vilhelm
Hluta áhafnar Herjólfs hefur verið sagt upp störfum. Ástæðan er óvissa um hvort Eimskip muni koma að rekstarfyrirkomulagi nýrrar Vestmannaeyjarferju verði.

Frá þessu er greint á vef Eyjar.net en þar staðfestir Gunnlaugur Geirsson, forstöðumaður ferjusiglinga hjá Eimskipi, sem rekur Herjólf, að nokkrir starfsmenn hafi fengið uppsagnarbréf.

„Nýja ferjan á að sögn að koma í lok september og byrja að sigla í byrjun október og því núna aðeins 6 mánuðir í það,“ er haft eftir Gunnlaugi í frétt Eyjar.net.

Enn hefur ekki verið ákveðið hvernig rekstarfyrirkomulag hinnar nýju ferju verður en Vestmannaeyjabær taka yfir rekstur ferjunnar eða koma í það minnsta meira að honum. Í febrúar sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja að niðurstaða yrði að vera komin í það mál í síðasta lagi í apríl, enda þurfi að ráða áhöfn og þjálfa starfslið.

Kallar Gunnlaugur eftir því að niðurstaða fáist í málið og telur hann rétt að rekstrarfyrirkomulagið verði boðið út.

„Þegar búið er að ákveða hve mikið á að sigla þ.e. fjölda ferða og viðbót á álagstímum, hve lengi hvern dag, gjaldskrá og fleira er útboð eina eðlilega leiðin og sú besta fyrir ríkið til að tryggja bestu nýtingu þess opinbera fjár sem í reksturinn á að fara,” er haft eftir Gunnlaugi í frétt Eyjar.net sem lesa má hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×