Konur taka yfir lista- og menningarlífið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. janúar 2018 07:00 Kristín vil stefnumótun um valdeflingu kvenna í listum. vísir/stefán „Ég held að þetta sé að breytast jafnt og þétt,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, en hún hefur verið áberandi í umræðunni um valdeflingu kvenna og lagt áherslu á að bæta þurfi stöðu kvenna innan listageirans og gefa þeim meiri völd. Samantekt Fréttablaðsins sýnir hins vegar að konur virðast stjórna langflestum lista- og menningarstofnunum landsins. Þannig situr kona í ráðherrastól menningarmála, kona stýrir Bandalagi íslenskra listamanna, kona stýrir Íslensku óperunni, kona stýrir Borgarleikhúsinu, kona stýrir Íslenska dansflokknum, kona stýrir Kvikmyndamiðstöð Íslands, Kona stýrir Hörpu, kona stýrir Listahátíð, konur stýra flestum menningarstofnunum Reykjavíkurborgar, konur stýra flestum söfnum. Í mörgum þessara stofnana eru konur í yfirgnæfandi meirihluta stjórnunarstarfa.Aðspurð segir Kristín að það sé ekki nóg að hafa konu í leiðandi stöðu sem stjórnanda heldur þurfi meðvitaða stefnu um þessi mál og setja markmið sem unnið er út frá. „Það er ekki sjálfgefið að það sé hugsað meira um þessi mál ef það er kona að stýra, það er auðvitað mjög einstaklingsbundið,“ segir Kristín og segist sjálf finna til ábyrgðar eftir að hafa unnið í faginu í tíu ár sem leikstjóri. „En við í Borgarleikhúsinu höfum sett okkur jafnréttisstefnu og fjölskyldustefnu sem við vinnum mjög markvisst út frá og ég held að það sé rétta leiðin,“ segir Kristín og tekur dæmi út frá sjálfri sér og þeirri stofnun sem hún stýrir: „Það þarf að skoða þetta út frá allri listrænni stefnu hússins; hvaða leikrit er verið að setja upp, hvaða sögu er verið að segja, hvernig eru birtingarmyndir kvenna á sviðinu,“ segir Kristín. Hún segir að leikkonur þurfi að fá að takast á við djúpar og þrívíðar persónur og því skipti máli að jafna kynjahlutföll leikstjóra og leikskálda. „Reynsluheimur kvenna er oft allt annar og um það snýst þetta.“ Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
„Ég held að þetta sé að breytast jafnt og þétt,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins, en hún hefur verið áberandi í umræðunni um valdeflingu kvenna og lagt áherslu á að bæta þurfi stöðu kvenna innan listageirans og gefa þeim meiri völd. Samantekt Fréttablaðsins sýnir hins vegar að konur virðast stjórna langflestum lista- og menningarstofnunum landsins. Þannig situr kona í ráðherrastól menningarmála, kona stýrir Bandalagi íslenskra listamanna, kona stýrir Íslensku óperunni, kona stýrir Borgarleikhúsinu, kona stýrir Íslenska dansflokknum, kona stýrir Kvikmyndamiðstöð Íslands, Kona stýrir Hörpu, kona stýrir Listahátíð, konur stýra flestum menningarstofnunum Reykjavíkurborgar, konur stýra flestum söfnum. Í mörgum þessara stofnana eru konur í yfirgnæfandi meirihluta stjórnunarstarfa.Aðspurð segir Kristín að það sé ekki nóg að hafa konu í leiðandi stöðu sem stjórnanda heldur þurfi meðvitaða stefnu um þessi mál og setja markmið sem unnið er út frá. „Það er ekki sjálfgefið að það sé hugsað meira um þessi mál ef það er kona að stýra, það er auðvitað mjög einstaklingsbundið,“ segir Kristín og segist sjálf finna til ábyrgðar eftir að hafa unnið í faginu í tíu ár sem leikstjóri. „En við í Borgarleikhúsinu höfum sett okkur jafnréttisstefnu og fjölskyldustefnu sem við vinnum mjög markvisst út frá og ég held að það sé rétta leiðin,“ segir Kristín og tekur dæmi út frá sjálfri sér og þeirri stofnun sem hún stýrir: „Það þarf að skoða þetta út frá allri listrænni stefnu hússins; hvaða leikrit er verið að setja upp, hvaða sögu er verið að segja, hvernig eru birtingarmyndir kvenna á sviðinu,“ segir Kristín. Hún segir að leikkonur þurfi að fá að takast á við djúpar og þrívíðar persónur og því skipti máli að jafna kynjahlutföll leikstjóra og leikskálda. „Reynsluheimur kvenna er oft allt annar og um það snýst þetta.“
Birtist í Fréttablaðinu Dans Leikhús Menning Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira