Alexis Sanchez missti af lyfjaprófi daginn sem hann gekk í raðir Man. Utd og Arsenal viðurkennir að það sé þeim að kenna.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið taki á sig sökina en lyfjaeftirlitið á Englandi hefur ekki enn verið í sambandi við félagið.
„Ég veit ekki hvað gerðist þennan dag því við gerum alltaf okkar til þess að koma mönnum í lyfjapróf. Ábyrgðin liggur því hjá okkur,“ sagði Wenger.
Er lyfjaeftirlitsmenn mættu til þess að taka Sanchez í próf var hann hvergi að finna enda kominn til Manchester.
„Hann hefur verið margoft prófaður áður þannig að enginn hætta er á því að hann sé á einhverju ólöglegu. Þetta var bara óheppilegur dagur til þess að reyna að taka hann í lyfjapróf,“ bætti Wenger við.
Wenger segist ekki hafa áhyggjur af því að lyfjaeftirlitið muni refsa leikmanninum eða Arsenal út af þessari uppákomu.
„Það hefur enginn neitt að fela og ég hef hvatt til þess að fleiri lyfjapróf séu gerð. Þetta var bara sérstakur dagur og því fór þetta eins og það fór.“
Arsenal að kenna að Sanchez missti af lyfjaprófi
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti






Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti

Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti
