Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. janúar 2018 07:30 Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Vísir/GVA Meirihluti þingmanna vill að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði eða að hlutur þess á markaðnum verði skertur. Fréttablaðið kannaði afstöðu þingmanna til málsins í gær. Þrjátíu og sex þingmenn sögðust hlynntir því. Margir segja þó að það þyrftu að koma til mótvægisaðgerðir svo RÚV yrði bætt upp tekjutapið sem af hlytist. Einungis einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. „Ég vil ekki rýra fjárhag RÚV, en tel eðlilegt og hef verið fylgjandi því að takmarka hlut þess á auglýsingamarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Flokkssystkini hennar, Andres Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir taka í sama streng. Í skýrslu nefndar um stöðu einkarekinna fjölmiðla, sem afhent var mennta- og menningarmálaráðherra í gær, segir að RÚV sé nú með fjórðungshlut af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og 45 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. „Í ljósi stöðu einkarekinna fjölmiðla þarf að endurskoða þetta,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir að huga þurfi að fjárhagsstöðu RÚV ef fyrirtækið yrði tekið af auglýsingamarkaði. Nú verði sett af stað vinna við að meta tillögur nefndarinnar. „Það er ekki búið að meta áhrifin af þeim og ekki búið að meta kostnaðinn, en það þarf ekkert að taka langan tíma,“ segir Lilja. Önnur tillaga sem nefndin lagði til var að áskriftir blaða og tímarita, sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, falli undir lægra skattþrep virðisaukaskatts og beri 11 prósenta skatt. Lilja segir að hægt sé að fara hraðar í vinnu við breytingar á virðisaukaskattinum en margar aðrar tillögur nefndarinnar. „Þess vegna vil ég byrja á því.“ Lilja segir að jafnframt verði skoðað hvort hægt sé að gera breytingar á virðisaukaskatti á auglýsingatekjur fjölmiðla. „Opinberar aðgerðir á þessum markaði mega ekki vera þannig að þú sért að skekkja þann markað sem er til staðar. Það þarf að huga að því að það sem getur verið gagnlegt fyrir einn er ekki endilega gagnlegt fyrir annan.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Meirihluti þingmanna vill að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði eða að hlutur þess á markaðnum verði skertur. Fréttablaðið kannaði afstöðu þingmanna til málsins í gær. Þrjátíu og sex þingmenn sögðust hlynntir því. Margir segja þó að það þyrftu að koma til mótvægisaðgerðir svo RÚV yrði bætt upp tekjutapið sem af hlytist. Einungis einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. „Ég vil ekki rýra fjárhag RÚV, en tel eðlilegt og hef verið fylgjandi því að takmarka hlut þess á auglýsingamarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Flokkssystkini hennar, Andres Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir taka í sama streng. Í skýrslu nefndar um stöðu einkarekinna fjölmiðla, sem afhent var mennta- og menningarmálaráðherra í gær, segir að RÚV sé nú með fjórðungshlut af heildarauglýsingamarkaðnum á Íslandi og 45 prósent af auglýsingum í ljósvakamiðlum. „Í ljósi stöðu einkarekinna fjölmiðla þarf að endurskoða þetta,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri.Lilja Alfreðsdóttir.Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tekur undir að huga þurfi að fjárhagsstöðu RÚV ef fyrirtækið yrði tekið af auglýsingamarkaði. Nú verði sett af stað vinna við að meta tillögur nefndarinnar. „Það er ekki búið að meta áhrifin af þeim og ekki búið að meta kostnaðinn, en það þarf ekkert að taka langan tíma,“ segir Lilja. Önnur tillaga sem nefndin lagði til var að áskriftir blaða og tímarita, sem og áskriftir hljóð- og myndmiðla, falli undir lægra skattþrep virðisaukaskatts og beri 11 prósenta skatt. Lilja segir að hægt sé að fara hraðar í vinnu við breytingar á virðisaukaskattinum en margar aðrar tillögur nefndarinnar. „Þess vegna vil ég byrja á því.“ Lilja segir að jafnframt verði skoðað hvort hægt sé að gera breytingar á virðisaukaskatti á auglýsingatekjur fjölmiðla. „Opinberar aðgerðir á þessum markaði mega ekki vera þannig að þú sért að skekkja þann markað sem er til staðar. Það þarf að huga að því að það sem getur verið gagnlegt fyrir einn er ekki endilega gagnlegt fyrir annan.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira