Japanskar lausnir geta hentað á Þingeyri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. ágúst 2018 19:45 Mikil gróska hefur verið í nýsköpunar og listastarfi á Þingeyri að undanförnu. Lausnir sem reynst hafa vel í Japan vegna fólksfækkunar í strjálbýli geta líka reynst vel á Íslandi. Þetta segir japanskur arkitekt sem starfað hefur að verkefni því tengdu á Þingeyri undanfarin þrjú ár. Hann segir list og skapandi hugsun meðal annars gegna lykilhlurverki. Dreyfðar byggðir í Japan hafa glímt við vandamál á borð við hækkandi meðalaaldur íbúa og fólksflótta til stórborga allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni að sögn arkitektsins Yasuaki Tanago. „Allir vildu flytja í þéttbýli og undanfarin tíu ár hefur þróun fólksfjölda í landinu verið niður á við,” segir Tanago. „sem stendur glímum við við fjölbreytt vandamál vegna fólksfækkunar í litlum byggðum og yfirvöld segja að á næstu þrjátíu árum gætu þær horfið. Það eru félagsleg vandamál af þessum toga í Japan.” Á undanförnum árum hefur verið ráðist í verkefni til að bregðast við þessu í litlum fjallaþorpum í Japan sem hafa gefist vel. Tanago hefur frá árinu 2015 unnið að sambærilegu framtíðarverkefni á Þingeyri, í samvinnu við heimamenn, sem felst meðal annars í því að stuðla að breyttri íbúasamsetningu, skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk og auka aðdráttarafl þorpsins með skipulegum hætti. Tanago flutti erindi um verkefnið í Háskólabíói í dag. „Verkefnið fór af stað bara fyrir þremur árum. Svo núna erum við að vinna með heimamönnum, gestum, listamönnum og arkitektum og skoðum saman framtíð Þingeyrar, í þessu afskekkta samfélagi,” segir Tanago. Frá árinu 1986 til 2016 fækkaði íbúum á Þingeyri um 46% en íbúum fjölgaði á milli áranna 2017-2018, í fyrsta sinn í langan tíma, en þar búa nú tæplega 280 manns. Áhyggjuefni þykir að mest hefur fækkað í hópi 16-35 ára. „Mín lausn byggir á því að við þurfum verðmætasköpun sem er sjálfbær. Því ef verðmætasköpun er ekki meiri en sem nemur neyslu gæða, þá lifir samfélagið ekki af. Ef það er ekki verðmætasköpun þá er erfitt að búa þar,” segir Tanago. Þess má geta að japönsk helgi verður haldin á Þingeyri nú um helgina en dagskrá hátíðarinnar má kynna sér hér. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Lausnir sem reynst hafa vel í Japan vegna fólksfækkunar í strjálbýli geta líka reynst vel á Íslandi. Þetta segir japanskur arkitekt sem starfað hefur að verkefni því tengdu á Þingeyri undanfarin þrjú ár. Hann segir list og skapandi hugsun meðal annars gegna lykilhlurverki. Dreyfðar byggðir í Japan hafa glímt við vandamál á borð við hækkandi meðalaaldur íbúa og fólksflótta til stórborga allt frá því í seinni heimsstyrjöldinni að sögn arkitektsins Yasuaki Tanago. „Allir vildu flytja í þéttbýli og undanfarin tíu ár hefur þróun fólksfjölda í landinu verið niður á við,” segir Tanago. „sem stendur glímum við við fjölbreytt vandamál vegna fólksfækkunar í litlum byggðum og yfirvöld segja að á næstu þrjátíu árum gætu þær horfið. Það eru félagsleg vandamál af þessum toga í Japan.” Á undanförnum árum hefur verið ráðist í verkefni til að bregðast við þessu í litlum fjallaþorpum í Japan sem hafa gefist vel. Tanago hefur frá árinu 2015 unnið að sambærilegu framtíðarverkefni á Þingeyri, í samvinnu við heimamenn, sem felst meðal annars í því að stuðla að breyttri íbúasamsetningu, skapa fleiri tækifæri fyrir ungt fólk og auka aðdráttarafl þorpsins með skipulegum hætti. Tanago flutti erindi um verkefnið í Háskólabíói í dag. „Verkefnið fór af stað bara fyrir þremur árum. Svo núna erum við að vinna með heimamönnum, gestum, listamönnum og arkitektum og skoðum saman framtíð Þingeyrar, í þessu afskekkta samfélagi,” segir Tanago. Frá árinu 1986 til 2016 fækkaði íbúum á Þingeyri um 46% en íbúum fjölgaði á milli áranna 2017-2018, í fyrsta sinn í langan tíma, en þar búa nú tæplega 280 manns. Áhyggjuefni þykir að mest hefur fækkað í hópi 16-35 ára. „Mín lausn byggir á því að við þurfum verðmætasköpun sem er sjálfbær. Því ef verðmætasköpun er ekki meiri en sem nemur neyslu gæða, þá lifir samfélagið ekki af. Ef það er ekki verðmætasköpun þá er erfitt að búa þar,” segir Tanago. Þess má geta að japönsk helgi verður haldin á Þingeyri nú um helgina en dagskrá hátíðarinnar má kynna sér hér.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira